Erlent

Samkomulag Kínverja og Indverja

Þíða er að myndast í samskiptum Indlands og Kína eftir að leiðtogar ríkjanna undirrituðu víðtækt samkomulag á sviði öryggis- og efnahagsmála í Nýju-Delí gær. Grunnt hefur verið á því góða á milli þessara tveggja fjölmennustu landa heims vegna landamæradeilna en með samkomulaginu var markaður ákveðinn viðræðugrundvöllur. Þá gera ráðamenn ríkjanna ráð fyrir að viðskipti þeirra í millum muni tvöfaldast á næstu árum en þeir hafa jafnframt áhuga á að mynda með sér fríverslunarbandalag, hið stærsta í heimi sé litið til fólksfjölda.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×