Erlent

Engar fregnir af manntjóni

Jarðskjálfti upp á 6,8 á Ricther skók jörð á Súmötru rétt fyrir hádegi í dag. Engar fregnir hafa borist af mannfalli og fyrstu tíðindi af svæðinu benda til þess að tjón á mannvirkjum hafi ekki verið stórvægilegt. Í bænum Padang hristist jörð mikið og fólk þusti út úr húsum og hljóp upp á hæðir í nágrenni bæjarins af ótta við að flóðbylgja skylli á bænum. Ekki hefur verið gefin út viðvörun um hugsanleg flóð í kjölfar skjálftans en að sögn Reuters-fréttastofunnar er ekkert viðvörunarkerfi í nágrenni við svæðið þar sem skjálftinn virðist hafa átt upptök sín. Súmatra tilheyrir Indónesíu og varð eyjan mjög illa úti vegna skjálftans annan dag jóla og flóðbylgjunnar sem fylgdi í kjölfarið sem kostaði yfir 200 þúsund manns lífið. Fyrir tveimur vikum skók annar öflugur skjálfti eyjuna þar sem tæplega tvö þúsund manns létust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×