Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 15:49 Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Getty Bandarísk þingnefnd hefur birt Clinton-hjónunum stefnu þar sem þau eru krafin um skýrslu í tengslum við Epstein-málið. Fjöldi fyrrverandi ráðamanna sem spannar fjórar forsetatíðir er einnig krafinn svara vegna málsins. Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf í dag út stefnu á hendur fjölda fyrrverandi ráðamanna, að því er CBC greinir frá. Meðal þeirra stefndu eru Bill Clinton, fyrrverandi forseti, og eiginkona hans Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetaframbjóðandi. Þeim er gert að bera vitni um mál sem tengist kynferðisafbrotamanninum Jeffrey Epstein. Bill Clinton hefur margoft verið orðaður við Epstein og er til fjöldi mynda af tvímenningunum saman. Í stefnunum er þess krafist að skýrslur verði teknar af fyrrverandi starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. Þingmenn í undirnefnd eftirlitsnefndarinnar samþykktu í síðasta mánuði að óska eftir frekari gögnum frá dómsmálaráðuneytinu í tengslum við málið. Nefndin gaf einnig út stefnu á hendur Pam Bondi dómsmálaráðherra um skjöl sem tengjast rannsókn dómsmálaráðuneytisins á Epstein og Ghislaine Maxwell, samverkakonu hans sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm. Nefndin vill einnig fá vitnisburði frá Clinton-hjónunum og fleiri embættismönnum sem spanna síðustu fjórar forsetatíðir; þar á meðal eru fyrrverandi dómsmálaráðherrarnir, Bill Barr, Alberto Gonzales, Jeff Sessions, Loretta Lynch og Eric Holder en einnig fyrrverandi forstjórar alríkislögreglunnar, James Comey og Robert Mueller. Sessions og Barr stýrðu dómsmálaráðuneytinu á fyrsta kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þingmennirnir leita upplýsinga frá Clinton-hjónunum vegna fyrri tengsla fyrrverandi forsetans við Epstein og Maxwell í upphafi aldarinnar. Bréfin sem James Comer, repúblikani og formaður eftirlitsnefndarinnar, sendi hinum stefndu eru öll svipuð að sögn CBC. Skjöl úr dómsmálaráðuneytinu verða að vera afhent fyrir 19. ágúst samkvæmt stefnunni og skýrslutökur eru áætlaðar í ágúst, september og október. Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona Epsteins, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi í Texas sem þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Bandaríkin Bill Clinton Erlend sakamál Tengdar fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1. ágúst 2025 15:03 Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. 30. júlí 2025 11:45 Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. 29. júlí 2025 11:39 „Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29. júlí 2025 22:44 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gaf í dag út stefnu á hendur fjölda fyrrverandi ráðamanna, að því er CBC greinir frá. Meðal þeirra stefndu eru Bill Clinton, fyrrverandi forseti, og eiginkona hans Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetaframbjóðandi. Þeim er gert að bera vitni um mál sem tengist kynferðisafbrotamanninum Jeffrey Epstein. Bill Clinton hefur margoft verið orðaður við Epstein og er til fjöldi mynda af tvímenningunum saman. Í stefnunum er þess krafist að skýrslur verði teknar af fyrrverandi starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins. Þingmenn í undirnefnd eftirlitsnefndarinnar samþykktu í síðasta mánuði að óska eftir frekari gögnum frá dómsmálaráðuneytinu í tengslum við málið. Nefndin gaf einnig út stefnu á hendur Pam Bondi dómsmálaráðherra um skjöl sem tengjast rannsókn dómsmálaráðuneytisins á Epstein og Ghislaine Maxwell, samverkakonu hans sem afplánar nú 20 ára fangelsisdóm. Nefndin vill einnig fá vitnisburði frá Clinton-hjónunum og fleiri embættismönnum sem spanna síðustu fjórar forsetatíðir; þar á meðal eru fyrrverandi dómsmálaráðherrarnir, Bill Barr, Alberto Gonzales, Jeff Sessions, Loretta Lynch og Eric Holder en einnig fyrrverandi forstjórar alríkislögreglunnar, James Comey og Robert Mueller. Sessions og Barr stýrðu dómsmálaráðuneytinu á fyrsta kjörtímabili Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Þingmennirnir leita upplýsinga frá Clinton-hjónunum vegna fyrri tengsla fyrrverandi forsetans við Epstein og Maxwell í upphafi aldarinnar. Bréfin sem James Comer, repúblikani og formaður eftirlitsnefndarinnar, sendi hinum stefndu eru öll svipuð að sögn CBC. Skjöl úr dómsmálaráðuneytinu verða að vera afhent fyrir 19. ágúst samkvæmt stefnunni og skýrslutökur eru áætlaðar í ágúst, september og október. Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona Epsteins, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi í Texas sem þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt.
Mál Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Bandaríkin Bill Clinton Erlend sakamál Tengdar fréttir „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1. ágúst 2025 15:03 Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. 30. júlí 2025 11:45 Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. 29. júlí 2025 11:39 „Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29. júlí 2025 22:44 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
„Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sérstakur rannsakandi sem skipaður var af dómsmálaráðherra Donalds Trump, með það verkefni að kafa í Rússarannsóknina svokölluðu, fann vísbendingar sem grafa undan þeirri kenningu margra stuðningsmanna Trumps að Hillary Clinton og starfsfólk hennar hafi reynt að koma sök á Trump og ljúga því að framboð hans hafi átt í samstarfi við Rússa í kosningabaráttunni 2016. 1. ágúst 2025 15:03
Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Eftirlitsnefnd fulltrúadeildar bandaríska þingsins hefur hafnað umleitan Ghislaine Maxwell um að hún fái friðhelgi gegn því að bera vitni fyrir nefndinni. 30. júlí 2025 11:45
Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. 29. júlí 2025 11:39
„Hann stal henni“ Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. 29. júlí 2025 22:44