Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 2. ágúst 2025 11:28 Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell voru mjög náin um árabil. AP/John Minchillo Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta og aðstoðarkona barnaníðingsins Jeffrey Epstein, hefur verið flutt í lágmarksöryggisfangelsi. Fangelsi þetta er í Texas og þykir nokkuð þægilegra en fangelsið sem hún hefur verið í í Flórída. Ekki liggur fyrir af hverju hún var flutt. Maxell var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en eins og áður segir hefur hún nú verið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Þar sitja inni aðrir fangar eins og Elisabeth Holmes, stofnandi Theranos, og Jen Shah, úr þáttunum The real housewives of Salt Lake city. Fangelsismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um af hverju Maxwell var flutt milli fangelsa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það sama á við lögmann hennar. Saksóknarar sem sóttu málið gegn henni segja að Epstein hefði ekki getað framið kynferðisbrot sín án aðstoðar Maxwell. Lögmenn hennar hafa þó haldið því fram að hún hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld og hafa lagt til að hún verði náðuð af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sagði í gær að honum hefði ekki borist beiðni um að náða Maxwell. Hann sagðist í raun ekkert vita um málið en tók fram að hann hefði valdið til að náða hana og aðra. Hann hefði margsinnis náðað fólk áður. Meðal annars hefur Trump náðað fógeta sem dæmdur var í fangelsi fyrir mútuþægni og spillingu, Ross Ulbricht sem stofnaði vefinn Silk Road þar sem fíkniefni og annar ólöglegur varningur gekk kaupum og sölum á huldunetinu, alla stuðningsmenn sína sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og stríðsglæpamenn, svo einhverjir séu nefndir. Question: Is clemency on the table for Ghislaine Maxwell in exchange for her testimony?Trump: I’m allowed to do it… I don’t know anything about it. pic.twitter.com/mxGdM0qdTy— Acyn (@Acyn) August 2, 2025 Mál Epstein og Maxwell er mikið milli tannanna á fólki vestanhafs þessa dagana. Það er að miklu leyti vegna þess að ríkisstjórn Trumps hefur ekki viljað opinbera gögn sem tengjast rannsókninni gegn þeim, eins og Trump og aðrir í ríkisstjórn hans höfðu ítrekað lofað að gera. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Þetta er meðal ástæðna þess að mál Maxwell hefur flotið aftur upp á yfirborðið. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna fundaði með henni á dögunum og leiðtogar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa einnig sagst vilja ræða við hana. Lögmaður Maxwell hefur sagt að það komi til greina en að hún vilji friðhelgi frá frekari lögsóknum áður en hún svarar spurningum þingmanna. Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira
Maxell var árið 2021 dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal, með því að hafa útvegað Epstein táningsstúlkur til að brjóta á í gegnum árin. Hún hefur afplánað í alríkisfangelsi í Flórída en eins og áður segir hefur hún nú verið flutt í lágmarksöryggis fangabúðir í Texas. Þar sitja inni aðrir fangar eins og Elisabeth Holmes, stofnandi Theranos, og Jen Shah, úr þáttunum The real housewives of Salt Lake city. Fangelsismálayfirvöld í Bandaríkjunum hafa ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um af hverju Maxwell var flutt milli fangelsa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Það sama á við lögmann hennar. Saksóknarar sem sóttu málið gegn henni segja að Epstein hefði ekki getað framið kynferðisbrot sín án aðstoðar Maxwell. Lögmenn hennar hafa þó haldið því fram að hún hafi ekki fengið sanngjörn réttarhöld og hafa lagt til að hún verði náðuð af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Trump sagði í gær að honum hefði ekki borist beiðni um að náða Maxwell. Hann sagðist í raun ekkert vita um málið en tók fram að hann hefði valdið til að náða hana og aðra. Hann hefði margsinnis náðað fólk áður. Meðal annars hefur Trump náðað fógeta sem dæmdur var í fangelsi fyrir mútuþægni og spillingu, Ross Ulbricht sem stofnaði vefinn Silk Road þar sem fíkniefni og annar ólöglegur varningur gekk kaupum og sölum á huldunetinu, alla stuðningsmenn sína sem dæmdir voru vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 og stríðsglæpamenn, svo einhverjir séu nefndir. Question: Is clemency on the table for Ghislaine Maxwell in exchange for her testimony?Trump: I’m allowed to do it… I don’t know anything about it. pic.twitter.com/mxGdM0qdTy— Acyn (@Acyn) August 2, 2025 Mál Epstein og Maxwell er mikið milli tannanna á fólki vestanhafs þessa dagana. Það er að miklu leyti vegna þess að ríkisstjórn Trumps hefur ekki viljað opinbera gögn sem tengjast rannsókninni gegn þeim, eins og Trump og aðrir í ríkisstjórn hans höfðu ítrekað lofað að gera. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Þetta er meðal ástæðna þess að mál Maxwell hefur flotið aftur upp á yfirborðið. Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna fundaði með henni á dögunum og leiðtogar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa einnig sagst vilja ræða við hana. Lögmaður Maxwell hefur sagt að það komi til greina en að hún vilji friðhelgi frá frekari lögsóknum áður en hún svarar spurningum þingmanna.
Bandaríkin Mál Jeffrey Epstein Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Sjá meira