„Hann stal henni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2025 22:44 Donald Trump segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre frá sér þegar hún vann á sveitaklúbbi Trump. Giuffre sakaði Epstein og Ghislain Maxwell um að hafa selt sig í mansal og brotið á sér kynferðislega. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. Þetta kom fram í samtali Trump við blaðamenn um borð í forsetaþotunni Air Force One fyrr í kvöld. Trump sagði þar að Epstein hefði tvívegis krækt í starfsmenn frá heilsulindinni í byrjun aldar, þar á meðal Giuffre. Virginia Giuffre steig fram árið 2021 og sakaði Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell um mansal og sakaði Epstein, Andrés prins og aðra menn um að hafa nauðgað sér á heimili Epstein frá því hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli 2021, leiddi til þess að Andrés var sviptur titlum sínum og lauk með samkomulagi milli Andrésar og Giuffre árið 2022. Giuffre stytti sér aldur í apríl á þessu ári, aðeins 41 árs gömul. „Við viljum ekki að þú takir fólkið okkar“ Á mánudag sagðist Trump hafi slitið sambandi sínu við Jeffrey Epstein, þáverandi vin sinn, um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar vegna þess að „hann stal fólki sem vann fyrir mig“ eftir að Trump hafði þegar varað hann við því að gera það. Trump var spurður í forsetaþotunni í dag hvort starfsmennirnir sem Epstein réði hefðu verið ungar konur og svaraði forsetinn svo: „Ég vil ekki segja það, en allir vita hvaða fólk það var sem var tekið.“ „Fólkið var tekið úr heilsulindinni og ráðið af honum,“ sagði Trump um Epstein. „Þegar ég frétti af þessu sagði ég við hann, ég sagði: ,Hlustaðu, við viljum ekki að þú takir fólkið okkar.' Hvort sem það var úr heilsulindinni eða ekki,“ sagði Trump um samskipti sín við Trump. Trump: People were taken out of the spa, hired by Epstein… I told him we don’t want you taking our people, whether it’s spa or not spa. He did it again, I said out of here. Reporter: Was one of the stolen people Virginia Giuffre?Trump: I think so. He stole her. pic.twitter.com/sLoDdKNasn— Acyn (@Acyn) July 29, 2025 Epstein hafi hlustað á hann í fyrstu. „Og ekki löngu síðar gerði hann það aftur. Og ég sagði: ,Burt með þig',“ sagði Trump við blaðamennina. Trump var þá spurður hvort Virginia Giuffre hefði verið önnur hinna tveggja. Giuffre hafði áður greint frá því að hún hefði verið að vinna í heilsulindinni þegar Ghislaine Maxwell réði hana til Epstein. „Ég veit það ekki, ég held að hún hafi unnið í heilsulindinni, ég held að hún hafi verið einn þeirra,“ svaraði Trump og bætti svo við: „Hann stal henni.“ „Vel á minnst, hún kvartaði ekkert undan okkur, eins og þið vitið, ekki neitt,“ sagði forsetinn síðan um heilsulindina í sveitaklúbbnum. Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. 29. júlí 2025 08:13 Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. 25. júlí 2025 06:34 Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Þetta kom fram í samtali Trump við blaðamenn um borð í forsetaþotunni Air Force One fyrr í kvöld. Trump sagði þar að Epstein hefði tvívegis krækt í starfsmenn frá heilsulindinni í byrjun aldar, þar á meðal Giuffre. Virginia Giuffre steig fram árið 2021 og sakaði Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell um mansal og sakaði Epstein, Andrés prins og aðra menn um að hafa nauðgað sér á heimili Epstein frá því hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli 2021, leiddi til þess að Andrés var sviptur titlum sínum og lauk með samkomulagi milli Andrésar og Giuffre árið 2022. Giuffre stytti sér aldur í apríl á þessu ári, aðeins 41 árs gömul. „Við viljum ekki að þú takir fólkið okkar“ Á mánudag sagðist Trump hafi slitið sambandi sínu við Jeffrey Epstein, þáverandi vin sinn, um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar vegna þess að „hann stal fólki sem vann fyrir mig“ eftir að Trump hafði þegar varað hann við því að gera það. Trump var spurður í forsetaþotunni í dag hvort starfsmennirnir sem Epstein réði hefðu verið ungar konur og svaraði forsetinn svo: „Ég vil ekki segja það, en allir vita hvaða fólk það var sem var tekið.“ „Fólkið var tekið úr heilsulindinni og ráðið af honum,“ sagði Trump um Epstein. „Þegar ég frétti af þessu sagði ég við hann, ég sagði: ,Hlustaðu, við viljum ekki að þú takir fólkið okkar.' Hvort sem það var úr heilsulindinni eða ekki,“ sagði Trump um samskipti sín við Trump. Trump: People were taken out of the spa, hired by Epstein… I told him we don’t want you taking our people, whether it’s spa or not spa. He did it again, I said out of here. Reporter: Was one of the stolen people Virginia Giuffre?Trump: I think so. He stole her. pic.twitter.com/sLoDdKNasn— Acyn (@Acyn) July 29, 2025 Epstein hafi hlustað á hann í fyrstu. „Og ekki löngu síðar gerði hann það aftur. Og ég sagði: ,Burt með þig',“ sagði Trump við blaðamennina. Trump var þá spurður hvort Virginia Giuffre hefði verið önnur hinna tveggja. Giuffre hafði áður greint frá því að hún hefði verið að vinna í heilsulindinni þegar Ghislaine Maxwell réði hana til Epstein. „Ég veit það ekki, ég held að hún hafi unnið í heilsulindinni, ég held að hún hafi verið einn þeirra,“ svaraði Trump og bætti svo við: „Hann stal henni.“ „Vel á minnst, hún kvartaði ekkert undan okkur, eins og þið vitið, ekki neitt,“ sagði forsetinn síðan um heilsulindina í sveitaklúbbnum.
Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. 29. júlí 2025 08:13 Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. 25. júlí 2025 06:34 Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. 29. júlí 2025 08:13
Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. 25. júlí 2025 06:34
Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15