„Hann stal henni“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2025 22:44 Donald Trump segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre frá sér þegar hún vann á sveitaklúbbi Trump. Giuffre sakaði Epstein og Ghislain Maxwell um að hafa selt sig í mansal og brotið á sér kynferðislega. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Jeffrey Epstein hafa „stolið“ Virginiu Giuffre úr starfi hennar í heilsulind sveitaklúbbs Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Trump segist hafa slitið sambandi sínu við Epstein sökum þessa. Þetta kom fram í samtali Trump við blaðamenn um borð í forsetaþotunni Air Force One fyrr í kvöld. Trump sagði þar að Epstein hefði tvívegis krækt í starfsmenn frá heilsulindinni í byrjun aldar, þar á meðal Giuffre. Virginia Giuffre steig fram árið 2021 og sakaði Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell um mansal og sakaði Epstein, Andrés prins og aðra menn um að hafa nauðgað sér á heimili Epstein frá því hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli 2021, leiddi til þess að Andrés var sviptur titlum sínum og lauk með samkomulagi milli Andrésar og Giuffre árið 2022. Giuffre stytti sér aldur í apríl á þessu ári, aðeins 41 árs gömul. „Við viljum ekki að þú takir fólkið okkar“ Á mánudag sagðist Trump hafi slitið sambandi sínu við Jeffrey Epstein, þáverandi vin sinn, um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar vegna þess að „hann stal fólki sem vann fyrir mig“ eftir að Trump hafði þegar varað hann við því að gera það. Trump var spurður í forsetaþotunni í dag hvort starfsmennirnir sem Epstein réði hefðu verið ungar konur og svaraði forsetinn svo: „Ég vil ekki segja það, en allir vita hvaða fólk það var sem var tekið.“ „Fólkið var tekið úr heilsulindinni og ráðið af honum,“ sagði Trump um Epstein. „Þegar ég frétti af þessu sagði ég við hann, ég sagði: ,Hlustaðu, við viljum ekki að þú takir fólkið okkar.' Hvort sem það var úr heilsulindinni eða ekki,“ sagði Trump um samskipti sín við Trump. Trump: People were taken out of the spa, hired by Epstein… I told him we don’t want you taking our people, whether it’s spa or not spa. He did it again, I said out of here. Reporter: Was one of the stolen people Virginia Giuffre?Trump: I think so. He stole her. pic.twitter.com/sLoDdKNasn— Acyn (@Acyn) July 29, 2025 Epstein hafi hlustað á hann í fyrstu. „Og ekki löngu síðar gerði hann það aftur. Og ég sagði: ,Burt með þig',“ sagði Trump við blaðamennina. Trump var þá spurður hvort Virginia Giuffre hefði verið önnur hinna tveggja. Giuffre hafði áður greint frá því að hún hefði verið að vinna í heilsulindinni þegar Ghislaine Maxwell réði hana til Epstein. „Ég veit það ekki, ég held að hún hafi unnið í heilsulindinni, ég held að hún hafi verið einn þeirra,“ svaraði Trump og bætti svo við: „Hann stal henni.“ „Vel á minnst, hún kvartaði ekkert undan okkur, eins og þið vitið, ekki neitt,“ sagði forsetinn síðan um heilsulindina í sveitaklúbbnum. Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. 29. júlí 2025 08:13 Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. 25. júlí 2025 06:34 Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Þetta kom fram í samtali Trump við blaðamenn um borð í forsetaþotunni Air Force One fyrr í kvöld. Trump sagði þar að Epstein hefði tvívegis krækt í starfsmenn frá heilsulindinni í byrjun aldar, þar á meðal Giuffre. Virginia Giuffre steig fram árið 2021 og sakaði Jeffrey Epstein og Ghislaine Maxwell um mansal og sakaði Epstein, Andrés prins og aðra menn um að hafa nauðgað sér á heimili Epstein frá því hún var sautján ára gömul. Málið vakti heimsathygli 2021, leiddi til þess að Andrés var sviptur titlum sínum og lauk með samkomulagi milli Andrésar og Giuffre árið 2022. Giuffre stytti sér aldur í apríl á þessu ári, aðeins 41 árs gömul. „Við viljum ekki að þú takir fólkið okkar“ Á mánudag sagðist Trump hafi slitið sambandi sínu við Jeffrey Epstein, þáverandi vin sinn, um miðjan fyrsta áratug þessarar aldar vegna þess að „hann stal fólki sem vann fyrir mig“ eftir að Trump hafði þegar varað hann við því að gera það. Trump var spurður í forsetaþotunni í dag hvort starfsmennirnir sem Epstein réði hefðu verið ungar konur og svaraði forsetinn svo: „Ég vil ekki segja það, en allir vita hvaða fólk það var sem var tekið.“ „Fólkið var tekið úr heilsulindinni og ráðið af honum,“ sagði Trump um Epstein. „Þegar ég frétti af þessu sagði ég við hann, ég sagði: ,Hlustaðu, við viljum ekki að þú takir fólkið okkar.' Hvort sem það var úr heilsulindinni eða ekki,“ sagði Trump um samskipti sín við Trump. Trump: People were taken out of the spa, hired by Epstein… I told him we don’t want you taking our people, whether it’s spa or not spa. He did it again, I said out of here. Reporter: Was one of the stolen people Virginia Giuffre?Trump: I think so. He stole her. pic.twitter.com/sLoDdKNasn— Acyn (@Acyn) July 29, 2025 Epstein hafi hlustað á hann í fyrstu. „Og ekki löngu síðar gerði hann það aftur. Og ég sagði: ,Burt með þig',“ sagði Trump við blaðamennina. Trump var þá spurður hvort Virginia Giuffre hefði verið önnur hinna tveggja. Giuffre hafði áður greint frá því að hún hefði verið að vinna í heilsulindinni þegar Ghislaine Maxwell réði hana til Epstein. „Ég veit það ekki, ég held að hún hafi unnið í heilsulindinni, ég held að hún hafi verið einn þeirra,“ svaraði Trump og bætti svo við: „Hann stal henni.“ „Vel á minnst, hún kvartaði ekkert undan okkur, eins og þið vitið, ekki neitt,“ sagði forsetinn síðan um heilsulindina í sveitaklúbbnum.
Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Tengdar fréttir Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. 29. júlí 2025 08:13 Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. 25. júlí 2025 06:34 Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15 Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Maxwell biðlar til Hæstaréttar Ghislaine Maxwell, vinkona Jeffrey Epstein sem var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir mansal og fleiri brot, hefur farið þess á leit við Hæstarétt Bandaríkjanna að dóminum yfir henni verði snúið. 29. júlí 2025 08:13
Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi „Nei, nei, hún er ekki hér fyrir þig,“ sagði athafnamaðurinn Jeffrey Epstein við Donald Trump árið 1995, þegar núverandi Bandaríkjaforseti sótti Epstein heim á skrifstofu hans á Manhattan. 25. júlí 2025 06:34
Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, er sögð hafa tilkynnt Donald Trump Bandaríkjaforseta að nafn hans væri að finna nokkrum sinnum í skjölum tengdum kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. 23. júlí 2025 23:15