Áttatíu og fimm prósent vilja ekki tilheyra Trump Samúel Karl Ólason skrifar 28. janúar 2025 22:35 Grænlendingar með Trump-húfur þegar Donald Trump yngri heimsótti eyjuna fyrr í mánuðinum. EPA/EMIL STACH Lang flestir Grænlendingar vilja ekki að Grænland tilheyra Bandaríkjunum. Svo svöruðu 85 prósent svarenda í nýrri könnun þar í landi. Tæpur helmingur þeirra sem svöruðu segjast þó sjá mikil tækifæri í áhuga Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, á eyjunni. Hinn helmingurinn lítur á áhuga Trumps sem ógn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem framkvæmd var fyrir grænlenska miðilinn Sermitsiaq og danska miðilinn Berlingske. Rætt var við 497 íbúa Grænlands sem valdir voru af handahófi, með áðurnefndum niðurstöðum. Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað haldið því fram að Bandaríkin þurfi að eignast Grænlands vegna þjóðaröryggis og hefur hann meðal annars talað um að kaupa Grænland af Danmörku. þá hefur hann ekki viljað útiloka að beita hervaldi til að eignast Grænland. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, ítrekaði á dögunum að Grænlendingar vilji sjálfstæði og vilji ráða sér sjálfir. „Við erum Grænlendingar, hvorki Danir né Bandaríkjamenn,“ sagði hann. Sjá tækifæri í námuvinnslu Þegar kemur að tækifærum sem Grænlendingar sjá í áhuga Trumps sagði Naaja Nathanielsen, sem er meðal annars námumálaráðherra Grænlands, fyrr í mánuðinum að hún væri sammála Trump um að nýta þyrfti auðlindir Grænlands betur en óttaðist hún að orðræða hans gæti fælt fjárfesta. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænlendingar hafa reynt að ná til námufélaga heimsins að undanförnu og reynt að teikna Grænland upp sem stöðugt ríki sem er auðugt ýmsum góðmálmum og svokölluðum sjaldgæfum málmum, þar sem Kínverjar eru alfarið ráðandi á heimsvísu. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Aukin námuvinnsla á Grænlandi og tekjur af henni eru lykilatriði í ætlunum margra Grænlendinga varðandi sjálfstæði frá Danmörku. Tekjurnar gætu auðveldað Grænlendingum verulega að standa á eigin fótum, án fjárhagslegrar aðstoðar frá Danmörku. Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. 28. janúar 2025 12:24 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Hinn helmingurinn lítur á áhuga Trumps sem ógn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í könnun sem framkvæmd var fyrir grænlenska miðilinn Sermitsiaq og danska miðilinn Berlingske. Rætt var við 497 íbúa Grænlands sem valdir voru af handahófi, með áðurnefndum niðurstöðum. Undanfarnar vikur hefur Trump ítrekað haldið því fram að Bandaríkin þurfi að eignast Grænlands vegna þjóðaröryggis og hefur hann meðal annars talað um að kaupa Grænland af Danmörku. þá hefur hann ekki viljað útiloka að beita hervaldi til að eignast Grænland. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, ítrekaði á dögunum að Grænlendingar vilji sjálfstæði og vilji ráða sér sjálfir. „Við erum Grænlendingar, hvorki Danir né Bandaríkjamenn,“ sagði hann. Sjá tækifæri í námuvinnslu Þegar kemur að tækifærum sem Grænlendingar sjá í áhuga Trumps sagði Naaja Nathanielsen, sem er meðal annars námumálaráðherra Grænlands, fyrr í mánuðinum að hún væri sammála Trump um að nýta þyrfti auðlindir Grænlands betur en óttaðist hún að orðræða hans gæti fælt fjárfesta. Sjá einnig: Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Grænlendingar hafa reynt að ná til námufélaga heimsins að undanförnu og reynt að teikna Grænland upp sem stöðugt ríki sem er auðugt ýmsum góðmálmum og svokölluðum sjaldgæfum málmum, þar sem Kínverjar eru alfarið ráðandi á heimsvísu. Sjá einnig: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Aukin námuvinnsla á Grænlandi og tekjur af henni eru lykilatriði í ætlunum margra Grænlendinga varðandi sjálfstæði frá Danmörku. Tekjurnar gætu auðveldað Grænlendingum verulega að standa á eigin fótum, án fjárhagslegrar aðstoðar frá Danmörku.
Grænland Danmörk Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. 28. janúar 2025 12:24 Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54 Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45 Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45 Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Sjá meira
Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Íslenskur þingmaður í Vestnorræna ráðinu, sem er samstarfsráð Íslands, Færeyja og Grænlands, segir að taka þurfi hótanir Donalds Trump Bandaríkjaforseta gagnvart Grænlandi alvarlega. Ráðið hefur sent frá sér ályktun þar sem lýst er yfir fullum stuðningi við Grænland. 28. janúar 2025 12:24
Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Verkefni á Grænlandi hafa mikla þýðingu fyrir íslenska flugrekendur, segir flugstjóri hjá Mýflugi. Hann segir magnað að fljúga um stórbrotið landslag Grænlands, jafnt að vetri sem sumri. 27. janúar 2025 21:54
Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Donald Trump Bandaríkjaforseti áréttar þá afstöðu sína að Bandaríkin skuli taka við stjórn Grænlands. Hann sé fullviss í sinni trú að Bandaríkjamönnum muni takast þetta ætlunarverk sitt. 26. janúar 2025 13:45
Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Það var fyrir tíu árum sem hópur Íslendinga undir forystu ungs jarðfræðings stofnaði félag um kaup á gullnámu á Grænlandi. Núna er gullkvörn risin á svæðinu og gullvinnslan hafin og náðist merkur áfangi nýlega þegar fyrstu gullstangirnar voru steyptar. 23. janúar 2025 16:45
Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Starfsmenn Donalds Trump, verðandi forseta Bandaríkjanna, eru sagðir hafa greitt heimilislausu og jaðarsettu fólki í Nuuk fyrir það að þykjast vera stuðningsmenn Trumps, þegar sonur hann heimsótti borgina fyrr í vikunni. Fólkið mun hafa fengið máltíð á veitingastað í staðinn fyrir að birtast á myndböndum Trump yngri. 10. janúar 2025 13:44