Sextán þúsund Evrópumenn létust vegna hlýnunar jarðar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. júní 2023 16:00 Mikil hitabylgja gekk yfir Evrópu á síðasta ári. EPA Hlýnun jarðar olli 16 þúsund ótímabærum dauðsföllum í Evrópu árið 2022 samkvæmt nýrri skýrslu. Eignatjón var 1,8 milljarður evra, eða 270 milljarðar íslenskra króna. Meirihluta dauðsfallanna má rekja til mikillar hitabylgju sem gekk yfir Evrópu, sérstaklega vesturhluta hennar, síðastliðið sumar. Heildarfjöldi dauðsfalla voru 16.365 eins og kemur fram í skýrslunni The State of the Climate in Europe 2022 sem gefin er út af Alþjóða veðurfræðisstofnuninni (WMO) og Kópernikusarstofnuninni (C3S), sem er loftslagsstofnun Evrópusambandsins. Í nokkrum Evrópulöndum var meðalhiti ársins sá mesti frá upphafi mælinga. Þar á meðal í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Sandryk frá Sahara Gróðureldar voru þeir næst mestu í álfunni frá upphafi og jökulbráðnun var sú mesta frá upphafi, einkum í Ölpunum. Þykkt Alpajökla hefur nú minnkað um 34 metra frá árinu 1997. Fyrir utan afar heitt sumar þá var lítil snjókoma um veturna. Sunnanvindarnir ollu því að mikið af sandryki frá Sahara eyðimörkinni dreifðist yfir álfuna. Samkvæmt skýrslunni var hitastigið í Evrópu að meðaltali 2,3 gráðum hærri árið 2022 en það var á árunum 1850 til 1900. En takmarkið er að hitastigið hækki ekki um meira en 1,5 gráðu. Ekki frávik Skýrslan var kynnt í Dyflinni í dag á sjöttu evrópsku loftslagsaðlögunarráðstefnunni. Það var Carlo Buontempo, forstjóri C3S, sem kynnti hana. Í svissnesku Ölpunum hafa menn gripið til þess ráðs að breiða yfir jökla til þess að reyna að forða þeim frá bráðnun.EPA „Því miður getum við ekki sagt að þetta ár sé frávik í breytingum á loftslaginu. Skilningur okkar á loftslaginu og þróun þess er sá að þessir viðburðir séu hluti af mynstri sem gerir hitabylgjur mun algengari á svæðinu,“ sagði Buontempo. Fyrir utan þá sem tíndu lífinu í hitabylgjunni þá urðu 156 þúsund manns fyrir líkamlegum skaða að völdum hennar. Tegundir flýja eða deyja út Varað er við því að hitabylgjurnar geti haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika álfunnar. Sumar tegundir yfirgefi svæði eða hreinlega deyi út en aðrar framandi og ágengar tegundir getið komið í staðinn. Því geti heilu vistkerfin farið úr skorðum. Eignatjón varð mest í flóðum og óveðrum. Um 67 prósent af þeim 1,8 milljarði evra sem glataðist fór í slíkum veðrum. Loftslagsmál Veður Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Meirihluta dauðsfallanna má rekja til mikillar hitabylgju sem gekk yfir Evrópu, sérstaklega vesturhluta hennar, síðastliðið sumar. Heildarfjöldi dauðsfalla voru 16.365 eins og kemur fram í skýrslunni The State of the Climate in Europe 2022 sem gefin er út af Alþjóða veðurfræðisstofnuninni (WMO) og Kópernikusarstofnuninni (C3S), sem er loftslagsstofnun Evrópusambandsins. Í nokkrum Evrópulöndum var meðalhiti ársins sá mesti frá upphafi mælinga. Þar á meðal í Frakklandi, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Spáni og Portúgal. Sandryk frá Sahara Gróðureldar voru þeir næst mestu í álfunni frá upphafi og jökulbráðnun var sú mesta frá upphafi, einkum í Ölpunum. Þykkt Alpajökla hefur nú minnkað um 34 metra frá árinu 1997. Fyrir utan afar heitt sumar þá var lítil snjókoma um veturna. Sunnanvindarnir ollu því að mikið af sandryki frá Sahara eyðimörkinni dreifðist yfir álfuna. Samkvæmt skýrslunni var hitastigið í Evrópu að meðaltali 2,3 gráðum hærri árið 2022 en það var á árunum 1850 til 1900. En takmarkið er að hitastigið hækki ekki um meira en 1,5 gráðu. Ekki frávik Skýrslan var kynnt í Dyflinni í dag á sjöttu evrópsku loftslagsaðlögunarráðstefnunni. Það var Carlo Buontempo, forstjóri C3S, sem kynnti hana. Í svissnesku Ölpunum hafa menn gripið til þess ráðs að breiða yfir jökla til þess að reyna að forða þeim frá bráðnun.EPA „Því miður getum við ekki sagt að þetta ár sé frávik í breytingum á loftslaginu. Skilningur okkar á loftslaginu og þróun þess er sá að þessir viðburðir séu hluti af mynstri sem gerir hitabylgjur mun algengari á svæðinu,“ sagði Buontempo. Fyrir utan þá sem tíndu lífinu í hitabylgjunni þá urðu 156 þúsund manns fyrir líkamlegum skaða að völdum hennar. Tegundir flýja eða deyja út Varað er við því að hitabylgjurnar geti haft áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika álfunnar. Sumar tegundir yfirgefi svæði eða hreinlega deyi út en aðrar framandi og ágengar tegundir getið komið í staðinn. Því geti heilu vistkerfin farið úr skorðum. Eignatjón varð mest í flóðum og óveðrum. Um 67 prósent af þeim 1,8 milljarði evra sem glataðist fór í slíkum veðrum.
Loftslagsmál Veður Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fleiri fréttir Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent