Íslenski boltinn

Þór/KA fær þrjá leik­menn frá Stólunum á fimm leik­manna degi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birgitta Rún Finnbogadóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og María Dögg Jóhannesdóttir hafa staðið sig frábærlega með Stólunum undanfarin ár.
Birgitta Rún Finnbogadóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og María Dögg Jóhannesdóttir hafa staðið sig frábærlega með Stólunum undanfarin ár. Þór/KA

Þór/KA fékk mikinn liðstyrk í dag fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna í fótbolta.

Fimm nýjar knattspyrnukonur gengu þá til liðs við félagið en þetta kemur fram á miðlum Þór/KA.

Þrjár þeirra koma frá Tindastóli eða þær Birgitta Rún Finnbogadóttir, Elísa Bríet Björnsdóttir og María Dögg Jóhannesdóttir.

Birgitta Rún og Elísa Bríet koma báðar frá Skagaströnd og eru báðar enn bara sautján ára gamlar þótt þær hafi þegar öðlast mikla reynslu úr bestu deildinni og staðið sig vel.

María Dögg er sjö árum eldri en hefur eins og hinar spilað stórt hlutverk hjá Tindastól undanfarin ár.

Þá hafa norðankonur einnig samið við tvær bandarískar knattspyrnukonur, þær Allie Augur og Erin Fleury. Augur er markvörður en Fleury er sóknarmaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×