X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Jakob Bjarnar skrifar 21. janúar 2026 16:53 Hugmyndaflugi háðfuglanna á X virðast engum takmörkunum háð. Heimurinn fylgdist með ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á World Economic Forum í Davos í dag, þar sem hann ruglaði ítrekað saman Íslandi og Grænlandi. Háðfuglar á X voru fljótir að grípa gæsina. Trump vísaði til Grænlands sem ísklumps, eða „piece of ice“ og þar virðist hafa orðið skammhlaup í kolli forsetans því í framhaldinu fór hann að tala um Grænland sem Ísland. Reyndar eru uppi kenningar þess efnis að hann hafi ekki verið að tala um Ísland, heldur ísland; þá í merkingunni að Grænland sé ísland. En háðfuglarnir á X, sem þykjast aðeins betur að sér í landafræði en Trump, létu þetta ekki trufla sig hið minnsta eins og sjá má á þeim dæmum sem tekin eru til hér neðar. En þau eru miklu fleiri. Hér er til að mynda gengið lengra en þarna er gefið til kynna að bandarískir hermenn myndu ruglast á búðunum Iceland á Bretlandi saman við Ísland eftir að Trump gefur skipun um innrás. Trump: <mixes up Greenland and Iceland>US Army: Sir, yes, sir!Result: pic.twitter.com/rjMZJdjVO6— ChrisO_wiki (@ChrisO_wiki) January 21, 2026 Ritstjóri erlendra frétta hjá Wall Street Journal veltir því fyrir sér hvort undirskriftasöfnun Íslendinga gegn Billy Long, sendiherraefni Trumps, hafi kallað fram reiði forsetans. En fjölmörgum þótti herra Long ekkert sérstaklega fyndinn þegar hann sagði að Ísland væri á leið með að verða 52. ríki Bandaríkjanna og hann ríkisstjóri. Question is whether Iceland is a Freudian slip or just a slip, given this. https://t.co/ihBfTKYxpa https://t.co/8A4gAE4Wy7— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) January 21, 2026 Og svo tekur við beinskeyttara grín. Iceland at the moment....as Trump repeatedly confuses them with Greenland pic.twitter.com/ej6FOslR2f— Hugh Lovatt (@h_lovatt) January 21, 2026 Þessi brandari er á mörkunum: Iceland, who is your daddy? 🤣 #Trump #Davos pic.twitter.com/HPDzLkMlbG— Paul King (@Paul_King_Tours) January 21, 2026 Og Onion hægrisins í Bandaríkjunum grínaðist með það þegar Trump ruglaðist á löndunum gær. Hér er grínast með klæðnað Marco Rubio, utanríkisráðherra, eftir að hann kemst að því að hann þarf að gera innrás í Ísland út af ruglingi Trumps. Marco Rubio trying to figure out what to wear now that he has to invade Iceland because Trump got it confused with Greenland. pic.twitter.com/ICgn7M9S0I— Liz Mair (@LizMair) January 21, 2026 Og hér vilja menn hjálpa Bandaríkjaforseta með landafræðikunnáttuna, ef hann vilji taka Ísland þá er hér kort af landinu: Hey Trump, if you want to take over Iceland: This is what Iceland looks like on the map. pic.twitter.com/4YB9uH2i19— Montrey (@Montrey82631182) January 21, 2026 Donald Trump Samfélagsmiðlar Grænland Grín og gaman Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er einn þeirra sem tjáir sig um ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) en þar voru margir þjóðarleiðtogar heims staddir – í Davos í Sviss. Óhætt er að segja að viðbrögðin séu blendin; fólk veit eiginlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið. 21. janúar 2026 15:27 Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu vegna ásælni Trumps í Grænland og var ræðu hans á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins því beðið með mikilli eftirvæntingu í dag. Þar sagðist hann verða að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ en nokkrum tímum síðar mátti greina meiri sáttatón hjá Bandaríkjaforseta. 21. janúar 2026 09:39 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Trump vísaði til Grænlands sem ísklumps, eða „piece of ice“ og þar virðist hafa orðið skammhlaup í kolli forsetans því í framhaldinu fór hann að tala um Grænland sem Ísland. Reyndar eru uppi kenningar þess efnis að hann hafi ekki verið að tala um Ísland, heldur ísland; þá í merkingunni að Grænland sé ísland. En háðfuglarnir á X, sem þykjast aðeins betur að sér í landafræði en Trump, létu þetta ekki trufla sig hið minnsta eins og sjá má á þeim dæmum sem tekin eru til hér neðar. En þau eru miklu fleiri. Hér er til að mynda gengið lengra en þarna er gefið til kynna að bandarískir hermenn myndu ruglast á búðunum Iceland á Bretlandi saman við Ísland eftir að Trump gefur skipun um innrás. Trump: <mixes up Greenland and Iceland>US Army: Sir, yes, sir!Result: pic.twitter.com/rjMZJdjVO6— ChrisO_wiki (@ChrisO_wiki) January 21, 2026 Ritstjóri erlendra frétta hjá Wall Street Journal veltir því fyrir sér hvort undirskriftasöfnun Íslendinga gegn Billy Long, sendiherraefni Trumps, hafi kallað fram reiði forsetans. En fjölmörgum þótti herra Long ekkert sérstaklega fyndinn þegar hann sagði að Ísland væri á leið með að verða 52. ríki Bandaríkjanna og hann ríkisstjóri. Question is whether Iceland is a Freudian slip or just a slip, given this. https://t.co/ihBfTKYxpa https://t.co/8A4gAE4Wy7— Yaroslav Trofimov (@yarotrof) January 21, 2026 Og svo tekur við beinskeyttara grín. Iceland at the moment....as Trump repeatedly confuses them with Greenland pic.twitter.com/ej6FOslR2f— Hugh Lovatt (@h_lovatt) January 21, 2026 Þessi brandari er á mörkunum: Iceland, who is your daddy? 🤣 #Trump #Davos pic.twitter.com/HPDzLkMlbG— Paul King (@Paul_King_Tours) January 21, 2026 Og Onion hægrisins í Bandaríkjunum grínaðist með það þegar Trump ruglaðist á löndunum gær. Hér er grínast með klæðnað Marco Rubio, utanríkisráðherra, eftir að hann kemst að því að hann þarf að gera innrás í Ísland út af ruglingi Trumps. Marco Rubio trying to figure out what to wear now that he has to invade Iceland because Trump got it confused with Greenland. pic.twitter.com/ICgn7M9S0I— Liz Mair (@LizMair) January 21, 2026 Og hér vilja menn hjálpa Bandaríkjaforseta með landafræðikunnáttuna, ef hann vilji taka Ísland þá er hér kort af landinu: Hey Trump, if you want to take over Iceland: This is what Iceland looks like on the map. pic.twitter.com/4YB9uH2i19— Montrey (@Montrey82631182) January 21, 2026
Donald Trump Samfélagsmiðlar Grænland Grín og gaman Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er einn þeirra sem tjáir sig um ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) en þar voru margir þjóðarleiðtogar heims staddir – í Davos í Sviss. Óhætt er að segja að viðbrögðin séu blendin; fólk veit eiginlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið. 21. janúar 2026 15:27 Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu vegna ásælni Trumps í Grænland og var ræðu hans á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins því beðið með mikilli eftirvæntingu í dag. Þar sagðist hann verða að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ en nokkrum tímum síðar mátti greina meiri sáttatón hjá Bandaríkjaforseta. 21. janúar 2026 09:39 Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er einn þeirra sem tjáir sig um ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) en þar voru margir þjóðarleiðtogar heims staddir – í Davos í Sviss. Óhætt er að segja að viðbrögðin séu blendin; fólk veit eiginlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið. 21. janúar 2026 15:27
Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Mikil spenna hefur ríkt milli Bandaríkjanna og ríkja Evrópu vegna ásælni Trumps í Grænland og var ræðu hans á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins því beðið með mikilli eftirvæntingu í dag. Þar sagðist hann verða að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ en nokkrum tímum síðar mátti greina meiri sáttatón hjá Bandaríkjaforseta. 21. janúar 2026 09:39