Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2026 08:35 Grok er gervigreindarspjallmenni samfélagsmiðilsins X sem er í eigu Elons Musk. Hann er sagður hafa þrýst á starfsmenn fyrirtækisins að slaka á öryggisráðstöfunum og gefa Grok lausari tauminn á undanförnum vikum. Í kjölfarið fór spjallmennið að framleiða kynferðislegt efni í stórum stíl. Vísir/EPA Tæknimálastjóri Evrópusambandsins segir að X, samfélagsmiðill Elons Musk, verði að grípa strax til aðgerða til að stemma stigu við „hræðilegum“ kynferðislegum myndum af börnum og konum á miðlinum eða sæta afleiðingum annars. Sambandið sektaði X nýlega um milljarða fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu. Grok, gervigreindarspjallmenni X, hefur nú um nokkurt skeið orðið við beiðnum notenda samfélagsmiðilsins um að framleiða kynferðislegar myndir af börnum og konum gegn vilja þeirra sem birtast á vefsíðunni. Lík kvenna hafa ekki sloppið við slíka meðferð hjá Grok og X-notendum. Henna Virkkunen, tæknimálastjóri Evrópusambandsins, segir framferði Grok og X „hræðilegt“. X verði að laga forritið hratt. Annars sé sambandið tilbúið að beita X viðurlögum á grundvelli laga um stafræna þjónustu (DSA). „Við munum ekki hika við að beita DSA af fullum þunga til þess að verja borgara ESB,“ skrifaði Virkkunen í færslu á X. Bresk fjölmiðlanefnd tilkynnti í gær að hún hefði hafið rannsókn á hvort X hefði brotið lög þar með myndaframleiðslunni. Yfirvöld í bæði Malasíu og Indónesíu lokuðu tímabundið á Grok vegna myndanna um helgina. Lögin kveða á um að samfélagsmiðlar verði að bregðast við kerfislegum áhættuþáttum eins og dreifingu ólöglegs efnis. Annars geta þeir verið sektaðir um sem nemur sex prósentum af árlegri veltu þeirra á heimsvísu. Framkvæmdastjórn ESB sektaði X nýlega um 120 milljónir evra fyrir að brjóta ákvæði laganna um gegnsæi. X hefur ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla um framferði Grok. Musk, sem er enn ríkasti maður í heimi, hefur fullyrt um bresku rannsóknina að þarlend stjórnvöld noti myndbirtingarnar sem átyllu til þess að ritskoða samfélagsmiðilinn. Samfélagsmiðlar X (Twitter) Gervigreind Kynferðisofbeldi Evrópusambandið Elon Musk Bandaríkin Tengdar fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. 9. janúar 2026 22:53 Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum. 9. janúar 2026 15:30 Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. 8. janúar 2026 11:29 Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Persónuvernd hafa ekki borist tilkynningar um að íslenskar konur eða börn hafi orðið fyrir barðinu á kynferðislegum myndum spjallmennis samfélagsmiðilsins X. Forstjóri stofnunarinnar segir myndirnar skýrt dæmi um misnotkun gervigreindar. 8. janúar 2026 16:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Grok, gervigreindarspjallmenni X, hefur nú um nokkurt skeið orðið við beiðnum notenda samfélagsmiðilsins um að framleiða kynferðislegar myndir af börnum og konum gegn vilja þeirra sem birtast á vefsíðunni. Lík kvenna hafa ekki sloppið við slíka meðferð hjá Grok og X-notendum. Henna Virkkunen, tæknimálastjóri Evrópusambandsins, segir framferði Grok og X „hræðilegt“. X verði að laga forritið hratt. Annars sé sambandið tilbúið að beita X viðurlögum á grundvelli laga um stafræna þjónustu (DSA). „Við munum ekki hika við að beita DSA af fullum þunga til þess að verja borgara ESB,“ skrifaði Virkkunen í færslu á X. Bresk fjölmiðlanefnd tilkynnti í gær að hún hefði hafið rannsókn á hvort X hefði brotið lög þar með myndaframleiðslunni. Yfirvöld í bæði Malasíu og Indónesíu lokuðu tímabundið á Grok vegna myndanna um helgina. Lögin kveða á um að samfélagsmiðlar verði að bregðast við kerfislegum áhættuþáttum eins og dreifingu ólöglegs efnis. Annars geta þeir verið sektaðir um sem nemur sex prósentum af árlegri veltu þeirra á heimsvísu. Framkvæmdastjórn ESB sektaði X nýlega um 120 milljónir evra fyrir að brjóta ákvæði laganna um gegnsæi. X hefur ekki svarað neinum fyrirspurnum fjölmiðla um framferði Grok. Musk, sem er enn ríkasti maður í heimi, hefur fullyrt um bresku rannsóknina að þarlend stjórnvöld noti myndbirtingarnar sem átyllu til þess að ritskoða samfélagsmiðilinn.
Samfélagsmiðlar X (Twitter) Gervigreind Kynferðisofbeldi Evrópusambandið Elon Musk Bandaríkin Tengdar fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. 9. janúar 2026 22:53 Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum. 9. janúar 2026 15:30 Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. 8. janúar 2026 11:29 Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Persónuvernd hafa ekki borist tilkynningar um að íslenskar konur eða börn hafi orðið fyrir barðinu á kynferðislegum myndum spjallmennis samfélagsmiðilsins X. Forstjóri stofnunarinnar segir myndirnar skýrt dæmi um misnotkun gervigreindar. 8. janúar 2026 16:30 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
„Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. 9. janúar 2026 22:53
Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum. 9. janúar 2026 15:30
Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Bresk samtök sem berjast gegn barnaníði á netinu segjast hafa fundið kynferðislegar myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára gamlar sem virðast hafa verið búnar til af gervigreindarforriti Elons Musk. 8. janúar 2026 11:29
Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Persónuvernd hafa ekki borist tilkynningar um að íslenskar konur eða börn hafi orðið fyrir barðinu á kynferðislegum myndum spjallmennis samfélagsmiðilsins X. Forstjóri stofnunarinnar segir myndirnar skýrt dæmi um misnotkun gervigreindar. 8. janúar 2026 16:30
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent