„Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 9. janúar 2026 22:53 Stella Samúelsdóttir er framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi. vísir/lýður Valberg Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. Gervigreindarmállíkan samfélagsmiðilsins Twitter hefur ítrekað ratað í fjölmiðla undanfarið og nú fyrir að falsa klámfengnar myndir af konum. Notendur Twitter hafa hlaðið upp þúsundum mynda af fólki í alls konar athöfnum og beðið spjallmennið sem heitir Grok um að afklæða það eða klæða í sundföt. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt að spjallmennið hafi verið notað til að skapa kynferðislegar myndir af sér og stjórnvöld í Evrópu rannsaka nú málið. Tæknin var til að mynda notuð gegn varaforsætisráðherra Svíþjóðar og þá hefur forritið verið sagt gera það sama við myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára aldur. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í í tæknirétti og mannréttindum sem hefur unnið gegn stafrænu ofbeldi í garð stúlkna og kvenna, segir skilmála tæknirisa grafa undan réttindum einstaklinga. „Ég held að þetta hafi verið fullkomlega fyrirsjáanlegt. Við sjáum þessa sömu notkun á nánast öllum tæknimiðlum sem eru þróaðir. Þeir eru yfirleitt notaðir til að kúga og niðurlægja konur. Sérstaklega eins og Grok sem gengur svolítið út á að vera með vesen. Það er núna fram undan uppfærsla á skilmálunum þeirra sem gerir það enn þá skýrara að þeir fyrri sig allri ábyrgð á óheppilegri notkun til dæmis í þessu samhengi.“ Það sé gagnrýnisvert að fyrirtæki skýli sér á bak við tjáningarfrelsi. Réttindi þolenda eru misjöfn eftir löndum. „Þarna myndu íslenskir notendur vera í nokkuð góðri stöðu. Íslenska regluverkið tekur á því þegar efni er falsað og ákveðið tekur á því þegar efni er falsað. Vandinn yrði hins vegar að finna út hver það er sem stendur á bak við dreifinguna og að búa til efnið. Þar þarf lögreglan að reiða sig á samvinnu við viðkomandi miðil. Þar skiptir auðvitað máli hver miðillinn er, því þeir eru ekki allir jafn samstarfsfúsir.“ Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi, segir þetta dæmi um skýrt bakslag í kvenréttindabaráttunni. 550 prósenta aukning hafi orðið í djúpfölsunum undanfarin ár. 98% beinist gegn konum. „Við erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur sem hafa lent í því að myndir eru teknar af þeim og þeim breytt. Þetta er náttúrulega stórkostlega alvarlegur glæpur.“ Hún segir ofbeldið oft miða gegn baráttukonum eða konum í valdastöðum. „Þannig þetta náttúrulega veikir þeirra stöðu og þær veigra sér við að taka þátt í samfélaginu vegna þess að þær vita að þetta er hættan sem þær standa frammi fyrir. Og þá erum við farin að sjá veikara lýðræði.“ Gervigreind Tækni Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Gervigreindarmállíkan samfélagsmiðilsins Twitter hefur ítrekað ratað í fjölmiðla undanfarið og nú fyrir að falsa klámfengnar myndir af konum. Notendur Twitter hafa hlaðið upp þúsundum mynda af fólki í alls konar athöfnum og beðið spjallmennið sem heitir Grok um að afklæða það eða klæða í sundföt. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt að spjallmennið hafi verið notað til að skapa kynferðislegar myndir af sér og stjórnvöld í Evrópu rannsaka nú málið. Tæknin var til að mynda notuð gegn varaforsætisráðherra Svíþjóðar og þá hefur forritið verið sagt gera það sama við myndir af stúlkum allt niður í ellefu ára aldur. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur og sérfræðingur í í tæknirétti og mannréttindum sem hefur unnið gegn stafrænu ofbeldi í garð stúlkna og kvenna, segir skilmála tæknirisa grafa undan réttindum einstaklinga. „Ég held að þetta hafi verið fullkomlega fyrirsjáanlegt. Við sjáum þessa sömu notkun á nánast öllum tæknimiðlum sem eru þróaðir. Þeir eru yfirleitt notaðir til að kúga og niðurlægja konur. Sérstaklega eins og Grok sem gengur svolítið út á að vera með vesen. Það er núna fram undan uppfærsla á skilmálunum þeirra sem gerir það enn þá skýrara að þeir fyrri sig allri ábyrgð á óheppilegri notkun til dæmis í þessu samhengi.“ Það sé gagnrýnisvert að fyrirtæki skýli sér á bak við tjáningarfrelsi. Réttindi þolenda eru misjöfn eftir löndum. „Þarna myndu íslenskir notendur vera í nokkuð góðri stöðu. Íslenska regluverkið tekur á því þegar efni er falsað og ákveðið tekur á því þegar efni er falsað. Vandinn yrði hins vegar að finna út hver það er sem stendur á bak við dreifinguna og að búa til efnið. Þar þarf lögreglan að reiða sig á samvinnu við viðkomandi miðil. Þar skiptir auðvitað máli hver miðillinn er, því þeir eru ekki allir jafn samstarfsfúsir.“ Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi, segir þetta dæmi um skýrt bakslag í kvenréttindabaráttunni. 550 prósenta aukning hafi orðið í djúpfölsunum undanfarin ár. 98% beinist gegn konum. „Við erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur sem hafa lent í því að myndir eru teknar af þeim og þeim breytt. Þetta er náttúrulega stórkostlega alvarlegur glæpur.“ Hún segir ofbeldið oft miða gegn baráttukonum eða konum í valdastöðum. „Þannig þetta náttúrulega veikir þeirra stöðu og þær veigra sér við að taka þátt í samfélaginu vegna þess að þær vita að þetta er hættan sem þær standa frammi fyrir. Og þá erum við farin að sjá veikara lýðræði.“
Gervigreind Tækni Samfélagsmiðlar Stafrænt ofbeldi Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira