Erlent

Kynnir sér mögu­leika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerka­stjórnarinnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú fengið kynningar á þeim möguleikum sem Bandaríkjaher standa til boða ef hann ákveður að hlutast til um ástand mála í Íran. 

Þetta herma heimildir Breska ríkisútvarpsins en forsetinn hefur ítrekað hótað því að skipta sér af málum þar í landi nú þegar mikil mótmælaalda gengur yfir landið.

Mannréttindasamtök segja um sexhundruð mótmælendur liggja í valnum og fjölmarga lögreglumenn einnig. Til greina þykir koma að skjóta langdrægum eldflaugum á valin skotmörk í landinu en einhverskonar tölvuárás gæti einnig orðið fyrir valinu.

Trump kynnti síðan í gærkvöldi þá ákvörðun sína að leggja 25 prósenta aukatoll á öll þau ríki sem eiga í viðskiptasambandi við Íran. Utanríkisráðherra Írans segist opinn fyrir viðræðum við bandarísk stjórnvöld en fullyrðir einnig að ríkið sé tilbúið til að fara í stríð, komi til þess.

Þjóðaröryggisráð Bandaríkjanna kemur saman síðar í dag til að funda um málið en þó er óljóst hvort forsetinn sjálfur verði viðstaddur.


Tengdar fréttir

Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran

Ríkismiðlar í Íran hafa í morgun birt myndefni frá fjölmennum mótmælum í Tehran, höfuðborg landsins. Mótmælin beindust þó ekki gegn ríkisstjórninni heldur til stuðnings henni gegn meintri hryðjuverkastarfsemi Ísrael og Bandaríkjanna.

Trump íhugar íhlutun í Íran

Bandaríkjamenn íhuga nú afskipti af ólgunni í Íran þar sem átökin á mili stjórnvalda og mótmælenda verða sífellt blóðugri.

Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran

Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins hefur varað við því að bandarískir hermenn og Ísrael verði skotmörk ef Bandaríkin gera árás vegna mótmæla. Mótmæli gegn klerkastjórninni hafa nú staðið yfir víða í Íran í um tvær vikur. Í það minnsta 116 eru látnir og mikill fjöldi slasaður. Þúsundir hafa verið handtekin. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×