Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2026 11:40 Myndefni frá Íran er af skornum skammti þessa dagana, eftir að yfirvöld lokuðu á internetið og aðrar samskiptaleiðir. AP/UGC Ríkismiðlar í Íran hafa í morgun birt myndefni frá fjölmennum mótmælum í Tehran, höfuðborg landsins. Mótmælin beindust þó ekki gegn ríkisstjórninni heldur til stuðnings henni gegn meintri hryðjuverkastarfsemi Ísrael og Bandaríkjanna. Erfiðlega hefur gengið að fá fregnir frá Íran undanfarna daga þar sem klerkastjórnin hefur lokað á Internetið og flestar aðrar samskiptaleiðir. Fregnir hafa þó borist af því að hundruð mótmælenda, og jafnvel þúsundir, hafi verið skotnir af öryggissveitum. Blaðamaður BBC mun hafa talið að minnsta kosti 180 lík í eingöngu einu líkhúsi í Tehran. Nokkrir tugir meðlima öryggissveita eru sagðir hafa fallið í átökum við mótmælendur. Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, lýsti því yfir í morgun að yfirvöld hefðu fulla stjórn á ástandinu í landinu og að opnað yrði á netið aftur innan skamms. Hann neitaði að tala um mótmæli í Íran undanfarna daga og sagði þess í stað að um „hryðjuverkastríð“ væri að ræða, samkvæmt Al Jazeera. Þá hefur AP-fréttaveitan eftir mannréttindasamtökum að rúmlega tíu þúsund hafi verið handteknir. Írani sem ræddi við fréttaveituna segir fólk hafa fengið skilaboð í síma sína þar sem þau voru vöruð við því að mótmælendum yrði mætt af hörku og foreldrar hvattir til að halda börnum sínum heima. Einnig munu hafa verið send út skilaboð frá leyniþjónustuvæng byltingarvarðar Íran sem beindust sérstaklega að foreldrum. Þeir voru varaðir við því að börn þeirra væru ekki örugg í mótmælunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að hann gæti gripið inn í með einhverjum hætti, sé verið að beita mótmælendur miklu harðræði. Sjá einnig: Trump íhugar íhlutun í Íran Umfangsmikil mótmæli hafa verið nokkuð tíð í Íran á undanförnum árum en þau hafa iðulega snúist um að mótmælendur vilji aukið frelsi frá klerkastjórninni. Að endingu hafa mótmælin oft verið kveðin niður með miklu harðræði. Rætur mótmælanna má að þessu sinni að langmestu rekja til mjög slæms efnahagslegs ástands í Íran. Gjaldmiðill Íran hefur hríðfallið í virði undanfarið ár, verðlag hefur hækkað mjög þar sem verðbólga mælist fjörutíu prósent og aðstæður almennings hafa versnað til muna. Mótmælin hófust í lok desember og hafa stækkað mjög síðan þá. Lengi vel var talað um það innan ríkisstjórnar Írans að koma til móts við mótmælendur en það hefur breyst verulega á undanförnum dögum, samhliða auknum átökum milli mótmælenda og öryggissveita. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins hefur varað við því að bandarískir hermenn og Ísrael verði skotmörk ef Bandaríkin gera árás vegna mótmæla. Mótmæli gegn klerkastjórninni hafa nú staðið yfir víða í Íran í um tvær vikur. Í það minnsta 116 eru látnir og mikill fjöldi slasaður. Þúsundir hafa verið handtekin. 11. janúar 2026 09:03 Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Íranir sem eru búsettir á Íslandi komu saman í dag og mótmæltu við stjórnarráð Íslands. Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. 10. janúar 2026 14:48 Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Tugir eru látnir og yfir tvö þúsund hafa verið handteknir. Sérfræðingur í málefnum Írans telur möguleika á að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varði stjórnarhætti landsins. 10. janúar 2026 10:52 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Erfiðlega hefur gengið að fá fregnir frá Íran undanfarna daga þar sem klerkastjórnin hefur lokað á Internetið og flestar aðrar samskiptaleiðir. Fregnir hafa þó borist af því að hundruð mótmælenda, og jafnvel þúsundir, hafi verið skotnir af öryggissveitum. Blaðamaður BBC mun hafa talið að minnsta kosti 180 lík í eingöngu einu líkhúsi í Tehran. Nokkrir tugir meðlima öryggissveita eru sagðir hafa fallið í átökum við mótmælendur. Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, lýsti því yfir í morgun að yfirvöld hefðu fulla stjórn á ástandinu í landinu og að opnað yrði á netið aftur innan skamms. Hann neitaði að tala um mótmæli í Íran undanfarna daga og sagði þess í stað að um „hryðjuverkastríð“ væri að ræða, samkvæmt Al Jazeera. Þá hefur AP-fréttaveitan eftir mannréttindasamtökum að rúmlega tíu þúsund hafi verið handteknir. Írani sem ræddi við fréttaveituna segir fólk hafa fengið skilaboð í síma sína þar sem þau voru vöruð við því að mótmælendum yrði mætt af hörku og foreldrar hvattir til að halda börnum sínum heima. Einnig munu hafa verið send út skilaboð frá leyniþjónustuvæng byltingarvarðar Íran sem beindust sérstaklega að foreldrum. Þeir voru varaðir við því að börn þeirra væru ekki örugg í mótmælunum. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að hann gæti gripið inn í með einhverjum hætti, sé verið að beita mótmælendur miklu harðræði. Sjá einnig: Trump íhugar íhlutun í Íran Umfangsmikil mótmæli hafa verið nokkuð tíð í Íran á undanförnum árum en þau hafa iðulega snúist um að mótmælendur vilji aukið frelsi frá klerkastjórninni. Að endingu hafa mótmælin oft verið kveðin niður með miklu harðræði. Rætur mótmælanna má að þessu sinni að langmestu rekja til mjög slæms efnahagslegs ástands í Íran. Gjaldmiðill Íran hefur hríðfallið í virði undanfarið ár, verðlag hefur hækkað mjög þar sem verðbólga mælist fjörutíu prósent og aðstæður almennings hafa versnað til muna. Mótmælin hófust í lok desember og hafa stækkað mjög síðan þá. Lengi vel var talað um það innan ríkisstjórnar Írans að koma til móts við mótmælendur en það hefur breyst verulega á undanförnum dögum, samhliða auknum átökum milli mótmælenda og öryggissveita.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins hefur varað við því að bandarískir hermenn og Ísrael verði skotmörk ef Bandaríkin gera árás vegna mótmæla. Mótmæli gegn klerkastjórninni hafa nú staðið yfir víða í Íran í um tvær vikur. Í það minnsta 116 eru látnir og mikill fjöldi slasaður. Þúsundir hafa verið handtekin. 11. janúar 2026 09:03 Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Íranir sem eru búsettir á Íslandi komu saman í dag og mótmæltu við stjórnarráð Íslands. Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. 10. janúar 2026 14:48 Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Tugir eru látnir og yfir tvö þúsund hafa verið handteknir. Sérfræðingur í málefnum Írans telur möguleika á að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varði stjórnarhætti landsins. 10. janúar 2026 10:52 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Mohammad Bagher Qalibaf, forseti íranska þingsins hefur varað við því að bandarískir hermenn og Ísrael verði skotmörk ef Bandaríkin gera árás vegna mótmæla. Mótmæli gegn klerkastjórninni hafa nú staðið yfir víða í Íran í um tvær vikur. Í það minnsta 116 eru látnir og mikill fjöldi slasaður. Þúsundir hafa verið handtekin. 11. janúar 2026 09:03
Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Íranir sem eru búsettir á Íslandi komu saman í dag og mótmæltu við stjórnarráð Íslands. Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. 10. janúar 2026 14:48
Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Mótmælin í Íran hafa staðið frá áramótum og stigmagnast dag frá degi. Tugir eru látnir og yfir tvö þúsund hafa verið handteknir. Sérfræðingur í málefnum Írans telur möguleika á að einhverjar breytingar séu í farvatninu hvað varði stjórnarhætti landsins. 10. janúar 2026 10:52