Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sindri Sverrisson skrifar 7. janúar 2026 23:21 Aron Baldvin Þórðarson var farinn að velta fyrir sér hvað best væri að gera varðandi lið ÍBV en nú er ljóst að hann verður áfram í Víkinni. Samsett/Diego/Víkingur Þjálfarinn ungi Aron Baldvin Þórðarson segist ekki ætla að erfa það við Víkinga að hafa komið í veg fyrir að hann tæki að sér sitt fyrsta aðalþjálfarastarf, sem þjálfari karlaliðs ÍBV í Bestu deildinni í fótbolta. Þetta sagði Aron Baldvin í viðtali við Fótbolta.net í dag en þessi þrítugi þjálfari er samningsbundinn Víkingum og var aðstoðarþjálfari liðsins sem varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð, eftir að hafa áður verið leikgreinandi. Eyjamenn hafa síðustu vikur verið í leit að nýjum þjálfara, eftir að Þorlákur Árnason hætti óvænt í byrjun desember. Þorlákur kvaðst ekki hafa getað unað við það að fyrirliði ÍBV, Alex Freyr Hilmarsson, hefði verið gerður að framkvæmdastjóra knattspyrnudeildarinnar. Aron Baldvin var orðinn spenntur fyrir þessu stóra tækifæri til að færa sig til Vestmannaeyja og standa á eigin fótum sem aðalþjálfari. ÍBV var komið í viðræður við Víkinga um kaupverð fyrir þjálfarann en þeim viðræðum var svo slitið. „Ég get alveg viðurkennt það að ég var mjög svekktur og þetta var alveg högg fyrir mig,“ sagði Aron Baldvin við Fótbolta.net. „Ég gerði ráð fyrir því að félögin myndu ná saman. Þetta var stórt tækifæri og mér fannst ég vera tilbúinn í það, hausinn var alveg aðeins kominn þangað, farinn að pæla hvað maður gæti gert með ÍBV.“ Eins og fyrr segir ætlar Aron Baldvin, sem er bróðir Stígs Diljans leikmanns Víkings, þó ekki að láta málið hafa áhrif á samband sitt við Víking sem hann bendir á að hafi veitt sér afar stórt tækifæri: „Þegar ég heyrði hlið Víkinga, hversu mikilvægur ég væri fyrir félagið, þá eru engar slæmar tilfinningar eftir þetta. Víkingur hefur gefið mér rosaleg tækifæri, ég kom inn fyrir sex árum síðan sem aðstoðarþjálfari í 4. flokki og á 6-7 árum er ég orðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Ég hef lært gríðarlega mikið hérna og er með stórt Víkingshjarta. Núna horfi ég á þetta stóra verkefni framundan í Víking og legg allt í sölurnar að hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Aron Baldvin. Besta deild karla ÍBV Víkingur Reykjavík Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Þetta sagði Aron Baldvin í viðtali við Fótbolta.net í dag en þessi þrítugi þjálfari er samningsbundinn Víkingum og var aðstoðarþjálfari liðsins sem varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð, eftir að hafa áður verið leikgreinandi. Eyjamenn hafa síðustu vikur verið í leit að nýjum þjálfara, eftir að Þorlákur Árnason hætti óvænt í byrjun desember. Þorlákur kvaðst ekki hafa getað unað við það að fyrirliði ÍBV, Alex Freyr Hilmarsson, hefði verið gerður að framkvæmdastjóra knattspyrnudeildarinnar. Aron Baldvin var orðinn spenntur fyrir þessu stóra tækifæri til að færa sig til Vestmannaeyja og standa á eigin fótum sem aðalþjálfari. ÍBV var komið í viðræður við Víkinga um kaupverð fyrir þjálfarann en þeim viðræðum var svo slitið. „Ég get alveg viðurkennt það að ég var mjög svekktur og þetta var alveg högg fyrir mig,“ sagði Aron Baldvin við Fótbolta.net. „Ég gerði ráð fyrir því að félögin myndu ná saman. Þetta var stórt tækifæri og mér fannst ég vera tilbúinn í það, hausinn var alveg aðeins kominn þangað, farinn að pæla hvað maður gæti gert með ÍBV.“ Eins og fyrr segir ætlar Aron Baldvin, sem er bróðir Stígs Diljans leikmanns Víkings, þó ekki að láta málið hafa áhrif á samband sitt við Víking sem hann bendir á að hafi veitt sér afar stórt tækifæri: „Þegar ég heyrði hlið Víkinga, hversu mikilvægur ég væri fyrir félagið, þá eru engar slæmar tilfinningar eftir þetta. Víkingur hefur gefið mér rosaleg tækifæri, ég kom inn fyrir sex árum síðan sem aðstoðarþjálfari í 4. flokki og á 6-7 árum er ég orðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Ég hef lært gríðarlega mikið hérna og er með stórt Víkingshjarta. Núna horfi ég á þetta stóra verkefni framundan í Víking og legg allt í sölurnar að hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum,“ sagði Aron Baldvin.
Besta deild karla ÍBV Víkingur Reykjavík Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira