Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. janúar 2026 10:40 Ruben Amorim á Elland Road í síðasta leik sínum með Manchester United. getty/Ash Donelon Manchester United greindi í morgun frá því að Ruben Amorim hefði verið látinn fara frá félaginu. Orðalagið í tilkynningu félagsins vekur athygli. Eftir leikinn gegn Leeds United á Elland Road í gær ítrekaði Amorim að hann væri knattspyrnustjóri United en ekki þjálfari liðsins. „Ég vil bara segja að ég ætla að vera knattspyrnustjóri þessa liðs, ekki bara þjálfari. Ég var mjög skýr með það. Því lýkur eftir 18 mánuði og þá halda allir áfram. Það var samkomulagið. Það er mitt starf, ekki að vera þjálfari,“ sagði Amorim á blaðamannafundinum eftir leikinn gegn Leeds. Í fréttatilkynningu United segir að Amorim hafi verið látinn fara sem þjálfari United. Ekki er talað um hann sem knattspyrnustjóra. Þjálfari, ekki knattspyrnustjóri.manchester united Þegar Amorim var ráðinn til United í byrjun nóvember 2024 var tekið fram að hann væri þjálfari liðsins. Tilkynningin um ráðningu Amorims til United.manchester united Rætt var um ummæli Amorims eftir leikinn gegn Leeds í Sunnudagsmessunni í gær. Þar sagðist Arnar Gunnlaugsson gruna að Amorim hefði talað af sér og örlög hans yrðu ef til vill þau sömu Enzos Maresca sem var látinn fara frá Chelsea á nýársdag. „Það er augljóslega einhver pirringur á bakvið tjöldin og einhver valdabarátta. Hann er að nota þessa fundi til að senda skilaboð. Því miður fyrir þessa þjálfara, hvort sem skilaboðin eru rétt eða röng, þá er yfirleitt bara einn sigurvegari í svona. Þetta endar með því að þjálfarinn er látinn fara. Ef þú ert alltaf að skjóta á yfirmann þinn í gegnum fjölmiðla þá skiptir ekki máli hversu geðþekkur þú ert, þá verður þú látinn fara,“ sagði Arnar. United vann 24 af 63 leikjum undir stjórn Amorims, gerði átján jafntefli og tapaði 21 leik. Hann skilur við Rauðu djöflana í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Darren Fletcher tekur við United til bráðabirgða og stýrir liðinu gegn Burnley á Turf Moor á miðvikudaginn. Enski boltinn Manchester United Tengdar fréttir Amorim rekinn Ruben Amorim hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United. 5. janúar 2026 10:08 „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Arnar Gunnlaugsson segir að Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi eflaust ígrundað vel og vandlega ummælin sem hann lét falla á blaðamannafundi í gær. Ummælin hafa vakið mikla athygli og spurningar um framtíð Amorim. 5. janúar 2026 08:38 Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Matheus Cunha gat ekki glaðst mikið yfir stiginu sem Manchester United sótti gegn Leeds í 20. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar. Hann skilur líka ekkert í því að mark hafi verið dæmt af honum þegar Benjamin Sesko var sá sem stóð í rangstöðunni. 4. janúar 2026 15:06 Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Leeds United og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mörkin voru skoruð með skömmu millibili í seinni hálfleik og Matheus Cunha komst nálægt því að setja sigurmarkið, sitt annað mark, en skallaði í stöngina. 4. janúar 2026 12:01 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Eftir leikinn gegn Leeds United á Elland Road í gær ítrekaði Amorim að hann væri knattspyrnustjóri United en ekki þjálfari liðsins. „Ég vil bara segja að ég ætla að vera knattspyrnustjóri þessa liðs, ekki bara þjálfari. Ég var mjög skýr með það. Því lýkur eftir 18 mánuði og þá halda allir áfram. Það var samkomulagið. Það er mitt starf, ekki að vera þjálfari,“ sagði Amorim á blaðamannafundinum eftir leikinn gegn Leeds. Í fréttatilkynningu United segir að Amorim hafi verið látinn fara sem þjálfari United. Ekki er talað um hann sem knattspyrnustjóra. Þjálfari, ekki knattspyrnustjóri.manchester united Þegar Amorim var ráðinn til United í byrjun nóvember 2024 var tekið fram að hann væri þjálfari liðsins. Tilkynningin um ráðningu Amorims til United.manchester united Rætt var um ummæli Amorims eftir leikinn gegn Leeds í Sunnudagsmessunni í gær. Þar sagðist Arnar Gunnlaugsson gruna að Amorim hefði talað af sér og örlög hans yrðu ef til vill þau sömu Enzos Maresca sem var látinn fara frá Chelsea á nýársdag. „Það er augljóslega einhver pirringur á bakvið tjöldin og einhver valdabarátta. Hann er að nota þessa fundi til að senda skilaboð. Því miður fyrir þessa þjálfara, hvort sem skilaboðin eru rétt eða röng, þá er yfirleitt bara einn sigurvegari í svona. Þetta endar með því að þjálfarinn er látinn fara. Ef þú ert alltaf að skjóta á yfirmann þinn í gegnum fjölmiðla þá skiptir ekki máli hversu geðþekkur þú ert, þá verður þú látinn fara,“ sagði Arnar. United vann 24 af 63 leikjum undir stjórn Amorims, gerði átján jafntefli og tapaði 21 leik. Hann skilur við Rauðu djöflana í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Darren Fletcher tekur við United til bráðabirgða og stýrir liðinu gegn Burnley á Turf Moor á miðvikudaginn.
Enski boltinn Manchester United Tengdar fréttir Amorim rekinn Ruben Amorim hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United. 5. janúar 2026 10:08 „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Arnar Gunnlaugsson segir að Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi eflaust ígrundað vel og vandlega ummælin sem hann lét falla á blaðamannafundi í gær. Ummælin hafa vakið mikla athygli og spurningar um framtíð Amorim. 5. janúar 2026 08:38 Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Matheus Cunha gat ekki glaðst mikið yfir stiginu sem Manchester United sótti gegn Leeds í 20. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar. Hann skilur líka ekkert í því að mark hafi verið dæmt af honum þegar Benjamin Sesko var sá sem stóð í rangstöðunni. 4. janúar 2026 15:06 Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Leeds United og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mörkin voru skoruð með skömmu millibili í seinni hálfleik og Matheus Cunha komst nálægt því að setja sigurmarkið, sitt annað mark, en skallaði í stöngina. 4. janúar 2026 12:01 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Carlo Ancelotti sagði honum að fara frá Real Madrid Fótbolti „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Fleiri fréttir „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Enn í útlegð en hvert getur hann farið? Síðasti naglinn í kistu Nuno? Solskjær í viðræður við United Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Sjá meira
Amorim rekinn Ruben Amorim hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United. 5. janúar 2026 10:08
„Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Arnar Gunnlaugsson segir að Rúben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, hafi eflaust ígrundað vel og vandlega ummælin sem hann lét falla á blaðamannafundi í gær. Ummælin hafa vakið mikla athygli og spurningar um framtíð Amorim. 5. janúar 2026 08:38
Sesko var rangstæður og Cunha skilur ekkert Matheus Cunha gat ekki glaðst mikið yfir stiginu sem Manchester United sótti gegn Leeds í 20. umferð ensku úrvaldsdeildarinnar. Hann skilur líka ekkert í því að mark hafi verið dæmt af honum þegar Benjamin Sesko var sá sem stóð í rangstöðunni. 4. janúar 2026 15:06
Sanngjarnt jafntefli eftir stangarskot og mikla spennu Leeds United og Manchester United gerðu 1-1 jafntefli í 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Mörkin voru skoruð með skömmu millibili í seinni hálfleik og Matheus Cunha komst nálægt því að setja sigurmarkið, sitt annað mark, en skallaði í stöngina. 4. janúar 2026 12:01