Tóku stig af Liverpool eftir stór­brotið jöfnunarmark í lokin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Harry Wilson fagnar marki sínu á móti gömlu félögunum í Liverpool með núverandi liðsfélögum sínum Sasa Lukic og Raul Jimenez.
Harry Wilson fagnar marki sínu á móti gömlu félögunum í Liverpool með núverandi liðsfélögum sínum Sasa Lukic og Raul Jimenez. Getty/Clive Rose

Englandsmeistarar Liverpool fóru aðeins með eitt stig heim frá London í kvöld eftir 2-2 jafntefli á móti Fulham á Craven Cottage í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Það var mikil dramatík í lokin því Cody Gakpo hélt að hann hefði tryggt Liverpool sigurinn með marki í uppbótartíma en Fulham átti lokaorðið því Harrison Reed tryggði Fulham jafntefli með stórkostlegu marki á sjöundu mínútu uppbótartímans.

Þetta var annað jafntefli Liverpool í röð á móti liði sem flestir búast við að þeir vinni. Liðið tapar ekki leikjum en er að tapa mikið af stigum. Liðið er engu að síður í fjórða sætinu með þremur stigum meira en Manchester United og fjórum stigum meira en Chelsea sem á leik inni á eftir.

Harry Wilson, fyrrum leikmaður Liverpool, slapp í gegn á 17. mínútu eftir stungusendingu frá Raul Jiménez og afgreiddi boltann glæsilega í markið. Honum var fyrst veifað rangstæðan en Varsjáin leiðrétti það. Staðan var 1-0 fyrir Fulham og Liverpool í vandræðum.

Cody Gakpo kom boltanum seinna í markið en var réttilega dæmdur rangstæður. Það þurfti enga myndbandsdómara til að úrskurða um það.

Varsjáin skoraði líka mark Florian Wirtz sem jafnaði metin á 57. mínútu eftir sendingu frá Conor Bradley. Það munaði ótrúlega litlu að hann væri rangstæður en sá þýski slapp með skrekkinn.

Gakpo hélt að hann hefði skorað sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma þegar hann kom boltanum í netið á fjærstönginni eftir fyrirgjöf frá Jeremie Frimpong.

Harrison Reed átti lokaorðið þegar hann skoraði stórskotlegt jöfnunarmark með skoti af löngu færi upp í fjærskeytin.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira