Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. desember 2025 23:27 Framtíðarhorfur vegna vopnahlés á Gasa og kjarnorkuáætlun Írana voru í brennidepli á fundi Netanjahú og Trump í dag. AP Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Hamas-liðum verði refsað grimmilega afvopnist samtökin ekki innan tíðar. Afvopnun Hamas sé skilyrði þess að farið verði í annan fasa vopnahlésins á Gasa. Trump fundaði með Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels á heimili sínu í Flórída í dag. Auk vopnahlésins á Gasa og næstu skrefa í þeim efnum ræddu þeir um Íran en fregnir hafa borist af því að þarlend stjórnvöld séu þegar farin að endurbyggja kjarnorkuáætlun sína. Engar athugasemdir við tafir Netanjahús Vopnahléssamkomulag tók gildi á Gasa þann 10. október. Ísraelar héldu árásum áfram um nokkurt skeið eftir það og sögðu árásirnar réttlætanlegar þar sem Hamas-liðar hefðu rofið samkomulagið. Viðræður um næsta fasa hafa gengið hægt og Ísraelsstjórn og Hamas-liðar hafa á víxl sakað hvert annað um brot á vopnahléssamkomulaginu. Guardian hefur eftir heimildum að háttsettir embættismenn í ríkisstjórn Trumps séu óánægðir með aðgerðir Netanjahú og telji hann tefja viðræður um annan fasa vopnahlésins með því að neita að draga úr hernaði á Gasa að því marki sem samið var um. Á blaðamannafundinum kvaðst Trump aftur á móti engar áhyggjur hafa af aðgerðum Netanjahú og sagði Ísraelsmenn hafa staðið við friðaráætlunina að öllu leyti. Þó sagði hann þá ekki fyllilega sammála um framtíð Vesturbakkans, en Trump sagði í október að þingsályktunartillaga ísraelska þingsins um að innlima Vesturbakkann kæmi ekki til greina. Trump sagðist á fundinum trúa því að Netanjahú „gerði það rétta í stöðunni“. Í áætlun Trumps um frið á Gasa felst að Ísraelsher hörfi að fullu á palestínsku landsvæði og að Hamas afvopnist og afsali sér öllum völdum. Hótar eins árásum og í júní Sem fyrr segir hafa fregnir borist af því að Íranir hafi þegar hafist handa við gerð nýrrar kjarnorkuáætlunar eftir árásir Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran í júní. Aðspurður um viðbrögð við því sagði Trump áríðandi að uppræta þá uppbyggingu hið snarasta. „Við vitum nákvæmlega hvað þeir eru að gera, en ég vona að þeir séu ekki að því vegna þess að ég vil ekki eyða eldsneyti í B-2 [herþotu],“ sagði Trump og vísaði með því í árásirnar í júní. „Þetta er 37 stunda ferðalag báðar leiðir. Ég vil ekki sóa miklu eldsneyti.“ Í sömu mund sagðist hann þó tilbúinn að ganga að samningaborðinu við klerkastjórnina um sameiginlega kjarnorkuáætlun. Í umfjöllun Reuters segir að í síðustu viku hafi Íranir staðfest að tvær eldflaugaæfingar hafi farið fram í mánuðinum. Netanjahú sagðist þá ekki sækjast eftir frekari átökum við nágranna sína í Íran, en að málið yrði til umfjöllunar á fundi hans og Trump. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Donald Trump Bandaríkin Íran Kjarnorka Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Trump fundaði með Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels á heimili sínu í Flórída í dag. Auk vopnahlésins á Gasa og næstu skrefa í þeim efnum ræddu þeir um Íran en fregnir hafa borist af því að þarlend stjórnvöld séu þegar farin að endurbyggja kjarnorkuáætlun sína. Engar athugasemdir við tafir Netanjahús Vopnahléssamkomulag tók gildi á Gasa þann 10. október. Ísraelar héldu árásum áfram um nokkurt skeið eftir það og sögðu árásirnar réttlætanlegar þar sem Hamas-liðar hefðu rofið samkomulagið. Viðræður um næsta fasa hafa gengið hægt og Ísraelsstjórn og Hamas-liðar hafa á víxl sakað hvert annað um brot á vopnahléssamkomulaginu. Guardian hefur eftir heimildum að háttsettir embættismenn í ríkisstjórn Trumps séu óánægðir með aðgerðir Netanjahú og telji hann tefja viðræður um annan fasa vopnahlésins með því að neita að draga úr hernaði á Gasa að því marki sem samið var um. Á blaðamannafundinum kvaðst Trump aftur á móti engar áhyggjur hafa af aðgerðum Netanjahú og sagði Ísraelsmenn hafa staðið við friðaráætlunina að öllu leyti. Þó sagði hann þá ekki fyllilega sammála um framtíð Vesturbakkans, en Trump sagði í október að þingsályktunartillaga ísraelska þingsins um að innlima Vesturbakkann kæmi ekki til greina. Trump sagðist á fundinum trúa því að Netanjahú „gerði það rétta í stöðunni“. Í áætlun Trumps um frið á Gasa felst að Ísraelsher hörfi að fullu á palestínsku landsvæði og að Hamas afvopnist og afsali sér öllum völdum. Hótar eins árásum og í júní Sem fyrr segir hafa fregnir borist af því að Íranir hafi þegar hafist handa við gerð nýrrar kjarnorkuáætlunar eftir árásir Bandaríkjamanna á kjarnorkuinnviði í Íran í júní. Aðspurður um viðbrögð við því sagði Trump áríðandi að uppræta þá uppbyggingu hið snarasta. „Við vitum nákvæmlega hvað þeir eru að gera, en ég vona að þeir séu ekki að því vegna þess að ég vil ekki eyða eldsneyti í B-2 [herþotu],“ sagði Trump og vísaði með því í árásirnar í júní. „Þetta er 37 stunda ferðalag báðar leiðir. Ég vil ekki sóa miklu eldsneyti.“ Í sömu mund sagðist hann þó tilbúinn að ganga að samningaborðinu við klerkastjórnina um sameiginlega kjarnorkuáætlun. Í umfjöllun Reuters segir að í síðustu viku hafi Íranir staðfest að tvær eldflaugaæfingar hafi farið fram í mánuðinum. Netanjahú sagðist þá ekki sækjast eftir frekari átökum við nágranna sína í Íran, en að málið yrði til umfjöllunar á fundi hans og Trump.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Donald Trump Bandaríkin Íran Kjarnorka Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila