Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2025 22:02 Viktor Gyökeres skoraði eina mark Arsenal í kvöld Vísir/Getty Arsenal tyllti sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 1-0 sigri á útivelli gegn Everton í kvöld. Sigur Manchester City fyrr í dag gegn West Ham sá til þess að Skytturnar hans Mikel Arteta þurftu sigur í kvöld gegn Everton til þess að endurheimta toppsætið. Og það varð raunin. Svíinn Viktor Gyökeres skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu eftir að Jake O´Brien, varnarmaður Everton áður gerst brotlegur innan teigs með því að handleika knöttinn. Gyökeres var öryggið uppmálað á vítapunktinum og kom boltanum fram hjá Jordan Pickford í marki Everton. Hans fimmta deildarmark á tímabilinu fyrir Arsenal. Lokatölur 1-0 sigur Arsenal sem fer þar með aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Þar er liðið með tveggja stiga forskot á Manchester City í öðru sætinu. Everton er í tíunda sæti. Enski boltinn Arsenal FC Everton FC
Arsenal tyllti sér aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 1-0 sigri á útivelli gegn Everton í kvöld. Sigur Manchester City fyrr í dag gegn West Ham sá til þess að Skytturnar hans Mikel Arteta þurftu sigur í kvöld gegn Everton til þess að endurheimta toppsætið. Og það varð raunin. Svíinn Viktor Gyökeres skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu eftir að Jake O´Brien, varnarmaður Everton áður gerst brotlegur innan teigs með því að handleika knöttinn. Gyökeres var öryggið uppmálað á vítapunktinum og kom boltanum fram hjá Jordan Pickford í marki Everton. Hans fimmta deildarmark á tímabilinu fyrir Arsenal. Lokatölur 1-0 sigur Arsenal sem fer þar með aftur á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Þar er liðið með tveggja stiga forskot á Manchester City í öðru sætinu. Everton er í tíunda sæti.