Haaland frá­bær er Manchester City komst á toppinn

Aron Guðmundsson skrifar
Erling Haaland var frábær í kvöld þegar að Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar.
Erling Haaland var frábær í kvöld þegar að Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Vísir/Getty

Manchester City tyllti sér á topp ensku úrvalsdeildarinnar með 3-0 sigri gegn West Ham United í dag. Arsenal getur komist aftur á topp deildarinnar í kvöld.

Óhætt er að segja að lið West Ham United hafi ekki verið mikil fyrirstaða fyrir lærisveina Pep Guardiola í dag. 

Erling Haaland kom Manchester City yfir með fyrsta marki leiksins á 6.mínútu. Haaland átti þá skot sem  Alphonse Aréola varði í marki West Ham en sá norski tók frákastið og skoraði sitt átjánda mark í deildinni á tímabilinu.

Tijjani Reijnders tvöfaldaði svo forystu Manchester City með marki eftir stoðsendingu frá téðu Haaland á 38.mínútu. 2-0.

Komið var fram á 69.mínútu þegar að þriðja mark leiksins leit dagsins ljós. Haaland sem hafði verið allt í öllu hjá Manchester City í leiknum bætti þá við öðru marki sínu í leiknum og því nítjánda á tíambilinu. 

Staðan orðin 3-0 og reyndust það lokatölur leiksins. Sigurinn sér til þess að Manchester City kemst upp fyrir Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar og er þar með eins stigs forskot á Skytturnar frá Norður-Lundúnum.

Arsenal á hins vegar leik til góða á Manchester City í kvöld þegar að liðið heimsækir Everton í leik sem verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn Sport og hefst klukkan átta.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira