Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Agnar Már Másson skrifar 7. desember 2025 09:34 Hermenn birtust á skjám landsmanna í Benín og sögðust hafa rænt völdum. Skjáskot Hópur hermanna reyndi að taka völd í eigin hendur í Benín í morgun en ríkisstjórnarliðar segjast hafa stöðvað valdaránstilraunina. Hópur hermanna birtist í ríkissjónvarpi Benín um kl. 8.40 að íslenskum tíma og tilkynnti að búið væri að leysa upp ríkisstjórnina. Er þetta enn önnur valdaránstilraunin í Vestur-Afríku á síðasta mánuði. Hermennirnir sögðust hafa steypt af stóli Patrice Talon forseta, sem hefur verið þjóðarhöfðingi Benín síðan 2016. Hópurinn kallar sig einhvers konar hernaðarnefnd um endurstofnun (fr. le Comité militaire pour la refondation). Coup d'État au #Bénin: L’armée prend le pouvoir ce dimanche. Elle suspend la Constitution de novembre 2025 et dissout toutes les institutions. Les forces militaires ferment toutes les frontières terrestres, maritimes et aériennes. pic.twitter.com/HGkntQYGRl— Jospin Hangi (@hangijospin) December 7, 2025 France24 kveðst hafa heimildir fyrir því að valdaránstilraunin hafi hafist með árás á heimili forsetans í höfuðborginni Porto-Novo. Benín á landamæri að Tógó í vestri, Nígeríu í austri auk Búrkína Fasó og Níger í norðri. Skrifstofa forsetans segir nú að hermönnum sem væru hliðhollir forsetanum hafi tekist að stöðva valdaránstilraunina og að forsetinn væri heill á húfi, samkvæmt France24. Talon forseti má ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum í apríl 2026 en samflokksmaður Talons, Romuald Wadagni fyrrverandi fjármálaráðherra, þykir langlíklegastur til þess að vinna kosningarnar að sögn France24. Kjörnefnd hafði vísað frá framboði stjórnarandstæðingsins Renaud Agbodjo þar á þeim grundvelli að hann hefði ekki nægilega mörg meðmæli. Í nóvember ákvað löggjafinn í Benín að lengja kjörtímabil forseta úr fimm árum í sjö. Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Valdarán var framið á vesturströnd Afríku í nóvember þegar Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni. Benín Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Hópur hermanna birtist í ríkissjónvarpi Benín um kl. 8.40 að íslenskum tíma og tilkynnti að búið væri að leysa upp ríkisstjórnina. Er þetta enn önnur valdaránstilraunin í Vestur-Afríku á síðasta mánuði. Hermennirnir sögðust hafa steypt af stóli Patrice Talon forseta, sem hefur verið þjóðarhöfðingi Benín síðan 2016. Hópurinn kallar sig einhvers konar hernaðarnefnd um endurstofnun (fr. le Comité militaire pour la refondation). Coup d'État au #Bénin: L’armée prend le pouvoir ce dimanche. Elle suspend la Constitution de novembre 2025 et dissout toutes les institutions. Les forces militaires ferment toutes les frontières terrestres, maritimes et aériennes. pic.twitter.com/HGkntQYGRl— Jospin Hangi (@hangijospin) December 7, 2025 France24 kveðst hafa heimildir fyrir því að valdaránstilraunin hafi hafist með árás á heimili forsetans í höfuðborginni Porto-Novo. Benín á landamæri að Tógó í vestri, Nígeríu í austri auk Búrkína Fasó og Níger í norðri. Skrifstofa forsetans segir nú að hermönnum sem væru hliðhollir forsetanum hafi tekist að stöðva valdaránstilraunina og að forsetinn væri heill á húfi, samkvæmt France24. Talon forseti má ekki sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum í apríl 2026 en samflokksmaður Talons, Romuald Wadagni fyrrverandi fjármálaráðherra, þykir langlíklegastur til þess að vinna kosningarnar að sögn France24. Kjörnefnd hafði vísað frá framboði stjórnarandstæðingsins Renaud Agbodjo þar á þeim grundvelli að hann hefði ekki nægilega mörg meðmæli. Í nóvember ákvað löggjafinn í Benín að lengja kjörtímabil forseta úr fimm árum í sjö. Undanfarin ár hafa fjölmörg valdarán verið framin í Vestur-Afríku og á Sahel-svæðinu svokallaða. Meðal annars í Búrkína Fasó, Malí, Tjad, Níger, Gíneu og Gabon. Valdarán var framið á vesturströnd Afríku í nóvember þegar Umaro Sissoco Embaló, forseti Gíneu-Bissaú, sagðist hafa verið handtekinn af her ríkisins í forsetahöll sinni.
Benín Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira