Enski boltinn

Pep skammast sín og biðst af­sökunar

Aron Guðmundsson skrifar
Pep Guardiola, þjálfara Manchester City var heitt í hamsi eftir leik liðsins gegn Newcastle United á laugardagnin
Pep Guardiola, þjálfara Manchester City var heitt í hamsi eftir leik liðsins gegn Newcastle United á laugardagnin Vísir/Getty

Pep Guardiola, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City, segist skammast sín fyrir framkomu sína gagnvart myndatökumanni eftir tap liðsins gegn Newcastle United á laugardaginn síðastliðinn.

Atvikið átti sér stað eftir leik liðanna á St. James´ Park sem endaði með 2-1 sigri Newcastle Untied en eftir leik mátti sjá Guardiola eiga ýmislegt vantalað við dómara leiksins sem og Bruno Guimares, miðjumann Newcastle United. 

Þá náðust af því myndir þegar að hann tók í heyrnatól myndatökumanns á vellinum til þess að segja við hann nokkur vel valin orð en á blaðamannafundi í dag, fyrir leik Manchester City gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeild Evrópu á morgun, sagðist Guardiola harma atvikið. 

„Ég biðst afsökunar á þessu. Ég skammast mín og kann ekki vel við þetta. Ég baðst afsökunar strax eftir þetta. Ég er sá sem ég er, jafnvel eftir þúsund leiki á mínum þjálfaraferli. Ég er ekki fullkominn og geri stundum stór mistök.“

Guardiola hefur beðist afsökunarVísir/Getty
Guardiola og Bruno eftir leik Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×