Skrifa ný drög að friðaráætlun Agnar Már Másson skrifar 24. nóvember 2025 00:26 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Andriy Yermak, fulltrúi Úkraínu, efndu til blaðamannafundar í gær. AP/Martial Trezzini Bandarískir og úkraínskir erindrekar hafa sett saman ný drög að friðaráætlun, samkvæmt yfirlýsingum þarlendra stjórnvalda. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að viðræður Úkraínumanna og Bandaríkjamanna í dag hafi skilað árangri. Aftur á móti væri nokkuð í land. Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínumanna funduðu í Genf í Sviss í dag um umdeildu friðaráætlunina sem Bandaríkjamenn lögðu fyrir úkraínska ráðamenn á föstudag. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn að fundur sendinefndanna hefði borið mikinn árangur. „Mjög góður dagur,“ sagði Rubio. Aftur á móti væri enn nokkuð í land. Greint er frá því í sameiginlegri yfirlýsingu bandarískra og úkraínskra stjórnvalda að erindrekar hefðu á fundi sínum í dag sett saman uppfærð drög að friðaráætlun. Bandarískir erindrekar höfðu upprunalega kynnt 28 liða friðaráætlunina fyrir ráðamönnum í Kænugarði. Evrópskir ráðamenn, ekki síst úkraínskir, voru ekki alsáttir með áætlunina þar sem tillögurnar kváðu meðal annars á um að Úkraínumenn gæfu eftir landsvæði, gengju ekki í NATO og takmörkuðu herafla sinn. Yfirlýsing forsetaembættanna gefur í skyn að eitthvað af þessu sé nú breytt: „[Báðar hliðar] ítrekuðu að hvers kyns framtíðarsamkomulag yrði að virða fullveldi Úkraínu að fullu og tryggja sjálfbæran og réttlátan frið. Í kjölfar viðræðnanna lögðu aðilar fram uppfærða og endurbætta friðaráætlun,“ segir í yfirlýsingunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Úkraínumenn væru vanþakklátir fyrir hjálp Bandaríkjamanna. Sérstaklega er tekið fram í yfirlýsingunni að úkraínska sendinefndin hafi ítrekað þakklæti sitt til Bandaríkjamanna „og persónulega Donalds J. Trump forseta fyrir óþreytandi viðleitni til að binda enda á stríðið og manntjónið.“ Enn fremur kemur fram að Úkraínumenn og Bandaríkjamenn hafi samþykkt að halda áfram vinnu við sameiginlegar tillögur á næstu dögum. Þeir myndu einnig vera í nánu sambandi við Evrópulön eftir því sem ferlinu vindur fram. „Endanlegar ákvarðanir samkvæmt þessum ramma verða teknar af forsetum Úkraínu og Bandaríkjanna.“ Bandaríkjaforsetinn hafði gefið Úkraínumönnum frest til fimmtudags til þess að samþykkja drögin en nú segir Rubio að Trump sé „nokkuð sáttur“ við þann árangur sem fundurinn bar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínumanna funduðu í Genf í Sviss í dag um umdeildu friðaráætlunina sem Bandaríkjamenn lögðu fyrir úkraínska ráðamenn á föstudag. Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði við blaðamenn að fundur sendinefndanna hefði borið mikinn árangur. „Mjög góður dagur,“ sagði Rubio. Aftur á móti væri enn nokkuð í land. Greint er frá því í sameiginlegri yfirlýsingu bandarískra og úkraínskra stjórnvalda að erindrekar hefðu á fundi sínum í dag sett saman uppfærð drög að friðaráætlun. Bandarískir erindrekar höfðu upprunalega kynnt 28 liða friðaráætlunina fyrir ráðamönnum í Kænugarði. Evrópskir ráðamenn, ekki síst úkraínskir, voru ekki alsáttir með áætlunina þar sem tillögurnar kváðu meðal annars á um að Úkraínumenn gæfu eftir landsvæði, gengju ekki í NATO og takmörkuðu herafla sinn. Yfirlýsing forsetaembættanna gefur í skyn að eitthvað af þessu sé nú breytt: „[Báðar hliðar] ítrekuðu að hvers kyns framtíðarsamkomulag yrði að virða fullveldi Úkraínu að fullu og tryggja sjálfbæran og réttlátan frið. Í kjölfar viðræðnanna lögðu aðilar fram uppfærða og endurbætta friðaráætlun,“ segir í yfirlýsingunni. Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Úkraínumenn væru vanþakklátir fyrir hjálp Bandaríkjamanna. Sérstaklega er tekið fram í yfirlýsingunni að úkraínska sendinefndin hafi ítrekað þakklæti sitt til Bandaríkjamanna „og persónulega Donalds J. Trump forseta fyrir óþreytandi viðleitni til að binda enda á stríðið og manntjónið.“ Enn fremur kemur fram að Úkraínumenn og Bandaríkjamenn hafi samþykkt að halda áfram vinnu við sameiginlegar tillögur á næstu dögum. Þeir myndu einnig vera í nánu sambandi við Evrópulön eftir því sem ferlinu vindur fram. „Endanlegar ákvarðanir samkvæmt þessum ramma verða teknar af forsetum Úkraínu og Bandaríkjanna.“ Bandaríkjaforsetinn hafði gefið Úkraínumönnum frest til fimmtudags til þess að samþykkja drögin en nú segir Rubio að Trump sé „nokkuð sáttur“ við þann árangur sem fundurinn bar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira