Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Agnar Már Másson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 22. nóvember 2025 20:11 Pawel Bartoszek Vísir/Viktor Freyr Úkraínumenn gætu alveg eins gefist upp ef þeir samþykkja þá friðaráætlun sem Bandaríkjamenn og Rússar hafa samið, að mati formanns utanríkismálanefndar Alþingis. Evrópskir leiðtogar ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn,“ segja þjóðarleiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í yfirlýsingu. Bandarískir erindrekar kynntu 28 liða friðaráætlunina fyrir ráðamönnum í Kænugarði í gær. Áætlunin felur meðal annars í sér að Úkraínumenn gefi eftir landsvæði, gangi ekki í NATO og takmarki herafla sinn. Bandaríkjastjórn hefur gert Úkraínumönnum það ljóst að samþykki þeir ekki áætlunina verði þeir að sætta sig við verri samning í framtíðinni. „Tillögurnar virðast í fljótu bragði vera mjög óhagfelldar fyrir Úkraínu, í rauninni má tala um þetta sem tillögur að uppgjöf, kannski ekki skilyrðislausri uppgjöf en tillögur að uppgjöf Úkraínu,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í kvöldfréttum Sýnar. Leggja til gagntillögur Evrópskir leiðtogar hafa rætt áætlunina sín á milli á fundi G20 ríkja í Suður-Afríku í dag og ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. Pawel segist binda vonir við að þær tillögur fái framgang. „Kosturinn er í stöðunni er að Donald Trump er mjög umhugað um að koma á frið og það er í sjálfu sér gott þannig ég ætla ekki að segja að ég sé alveg úrkula vonar um það að það geti komist á friður á næstu mánuðum en ef þetta er uppleggið þá er erfitt að sjá af hverju Úkraína ætti að fallast á það að í rauninni gefast upp og draga varanlega úr varnarmætti sínum.“ Ísland styðji rétt Úkraínu til sjálfsákvörðunar um framtíð sína, mikilvægt sé að móttillögur verði unnar hratt. „Vegna þess að við viljum heldur ekki búa til það andrúmsloft, að við einhvern veginn, og þá segi ég við af því við erum auðvitað hluti af Evrópu og hluti af NATO, göngum einhvern veginn frá borði og rekum fleyg í samstarf okkar við Bandaríkin, því það væri að einhverju leyti óskastaða fyrir Rússland og Vladimír Pútín.“ „Við munum halda áfram að færa Úkraínumönnum vopn“ Í morgun sat Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fjarfund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta auk leiðtoga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Úkraínuforsetinn sagðist hafa útskýrt fyrir þeim næstu skref Úkraínumanna. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingu Norðurlanda og Eystrasalstríkja.Forsetaembætti Úkraínu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu síðan frá sér yfirlýsingu í kvöld þess efnis að þau studdu enn við bakið á Úkraínumönnum enda snerist málið „ekki aðeins um öryggi Úkráinumanna, heldur enn fremur um öryggi Evrópu.“ Í stuðningsyfirlýsingunni, sem birt er á ensku á vef stjórnarráðsins, segir að ríkin styðji þær lausnir sem virði fullveldi og landhelgi Úkraínu. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingunni. „Svo lengi sem Rússar halda áfram stríði sínu við Úkraínu munum við einnig styðja hertar refsiaðgerðir og frekari efnahagsúrræði. “ Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Bandarískir erindrekar kynntu 28 liða friðaráætlunina fyrir ráðamönnum í Kænugarði í gær. Áætlunin felur meðal annars í sér að Úkraínumenn gefi eftir landsvæði, gangi ekki í NATO og takmarki herafla sinn. Bandaríkjastjórn hefur gert Úkraínumönnum það ljóst að samþykki þeir ekki áætlunina verði þeir að sætta sig við verri samning í framtíðinni. „Tillögurnar virðast í fljótu bragði vera mjög óhagfelldar fyrir Úkraínu, í rauninni má tala um þetta sem tillögur að uppgjöf, kannski ekki skilyrðislausri uppgjöf en tillögur að uppgjöf Úkraínu,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, í kvöldfréttum Sýnar. Leggja til gagntillögur Evrópskir leiðtogar hafa rætt áætlunina sín á milli á fundi G20 ríkja í Suður-Afríku í dag og ætla ásamt Úkraínumönnum að leggja til gagntillögur. Pawel segist binda vonir við að þær tillögur fái framgang. „Kosturinn er í stöðunni er að Donald Trump er mjög umhugað um að koma á frið og það er í sjálfu sér gott þannig ég ætla ekki að segja að ég sé alveg úrkula vonar um það að það geti komist á friður á næstu mánuðum en ef þetta er uppleggið þá er erfitt að sjá af hverju Úkraína ætti að fallast á það að í rauninni gefast upp og draga varanlega úr varnarmætti sínum.“ Ísland styðji rétt Úkraínu til sjálfsákvörðunar um framtíð sína, mikilvægt sé að móttillögur verði unnar hratt. „Vegna þess að við viljum heldur ekki búa til það andrúmsloft, að við einhvern veginn, og þá segi ég við af því við erum auðvitað hluti af Evrópu og hluti af NATO, göngum einhvern veginn frá borði og rekum fleyg í samstarf okkar við Bandaríkin, því það væri að einhverju leyti óskastaða fyrir Rússland og Vladimír Pútín.“ „Við munum halda áfram að færa Úkraínumönnum vopn“ Í morgun sat Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra fjarfund með Volodimír Selenskí Úkraínuforseta auk leiðtoga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna. Úkraínuforsetinn sagðist hafa útskýrt fyrir þeim næstu skref Úkraínumanna. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingu Norðurlanda og Eystrasalstríkja.Forsetaembætti Úkraínu Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin sendu síðan frá sér yfirlýsingu í kvöld þess efnis að þau studdu enn við bakið á Úkraínumönnum enda snerist málið „ekki aðeins um öryggi Úkráinumanna, heldur enn fremur um öryggi Evrópu.“ Í stuðningsyfirlýsingunni, sem birt er á ensku á vef stjórnarráðsins, segir að ríkin styðji þær lausnir sem virði fullveldi og landhelgi Úkraínu. „Við munum halda áfram að vopna Úkraínumenn og styrkja varnir Evrópu enn frekar til þess að fæla burt árás Rússa,“ segir í yfirlýsingunni. „Svo lengi sem Rússar halda áfram stríði sínu við Úkraínu munum við einnig styðja hertar refsiaðgerðir og frekari efnahagsúrræði. “
Úkraína Alþingi Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira