Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2025 07:22 Maliya Abdul Hamid Hassan Ali heldur á mynd af bróður sínum sem tekin var í brúðkaupi hans. Bróðir hennar var drepinn í árásinni í Haditha árið 2005. Getty/Akram Saleh Gögn sem BBC hefur undir höndum virðast benda til þess að tveir bandarískir hermenn hafi játað að vera sekir um morð á almennum borgurum í Írak, án þess að hafa verið látnir svara til saka fyrir það. Morðin voru framin í Haditha árið 2005, þar sem bandarískir hermenn drápu 24 almenna borgara, þeirra á meðal fjórar konur og sex börn. Morðin voru framin á þremur heimilum auk þess sem skotið var á ökumann bifreiðar og fjóra farþega, sem allir voru námsmenn. „Þetta er herbergið þar sem öll fjölskyldan mín var drepin,“ segir Safa Younes, 33 ára, en hún var sú eina sem kom lífs af þegar hermenn réðust inn á heimili hennar. Faðir hennar var skotinn til bana þegar hann opnaði útidyrnar og móðir hennar, fimm systkini og frænka voru myrt í svefnherberginu. Safa komst lífs af með því að liggja kyrr innan um líkamsleifar fjölskyldumeðlima sinna og þykjast vera látin. Fjórir voru ákærðir í tengslum við morðin en þrjú málanna látin niður falla. Réttað var yfir liðsforingjanum Fran Wuterich árið 2012 en hann bar við minnisleysi, gerði sátt við ákæruvaldið og játaði á sig eitt brot sem fólst í því að hann hefði vanrækt skyldur sínar. BBC hefur nú myndskeið undir höndum þar sem einn liðsmanna Wuterich, Humberto Mendoza, játar að hafa skotið föður Safa og viðurkennir að hafa farið inn í svefnherbergið þar sem börnin voru. Þá leiddi rannsókn BBC í ljós að annar hermaður Stephen Tatum, hefði játað að hafa skotið á fólk í herberginu, vitandi að þar voru konur og börn. Hann hefði meðal annars skotið barn í hvítum stuttermabol. Réttarmeinafræðingurinn Michael Maloney, sem ferðaðist til Haditha árið 2006 í tengslum við rannsókn málsins, segir vitnisburð Mendoza og Tatum benda til þess að það hafi verið þeir sem myrtu fjölskyldu Safa. BBC leitaði til mannanna tveggja en Mendoza svaraði ekki og Tatum sagðist vilja skilja Haditha eftir í fortíðinni. Þrátt fyrir að Mendoza hefði játað að hafa drepið föður Safa og Tatum játað að hafa skotið á fólk á heimilinu, var hvorugur ákærður. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið. Bandaríkin Írak Hernaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Sjá meira
Morðin voru framin í Haditha árið 2005, þar sem bandarískir hermenn drápu 24 almenna borgara, þeirra á meðal fjórar konur og sex börn. Morðin voru framin á þremur heimilum auk þess sem skotið var á ökumann bifreiðar og fjóra farþega, sem allir voru námsmenn. „Þetta er herbergið þar sem öll fjölskyldan mín var drepin,“ segir Safa Younes, 33 ára, en hún var sú eina sem kom lífs af þegar hermenn réðust inn á heimili hennar. Faðir hennar var skotinn til bana þegar hann opnaði útidyrnar og móðir hennar, fimm systkini og frænka voru myrt í svefnherberginu. Safa komst lífs af með því að liggja kyrr innan um líkamsleifar fjölskyldumeðlima sinna og þykjast vera látin. Fjórir voru ákærðir í tengslum við morðin en þrjú málanna látin niður falla. Réttað var yfir liðsforingjanum Fran Wuterich árið 2012 en hann bar við minnisleysi, gerði sátt við ákæruvaldið og játaði á sig eitt brot sem fólst í því að hann hefði vanrækt skyldur sínar. BBC hefur nú myndskeið undir höndum þar sem einn liðsmanna Wuterich, Humberto Mendoza, játar að hafa skotið föður Safa og viðurkennir að hafa farið inn í svefnherbergið þar sem börnin voru. Þá leiddi rannsókn BBC í ljós að annar hermaður Stephen Tatum, hefði játað að hafa skotið á fólk í herberginu, vitandi að þar voru konur og börn. Hann hefði meðal annars skotið barn í hvítum stuttermabol. Réttarmeinafræðingurinn Michael Maloney, sem ferðaðist til Haditha árið 2006 í tengslum við rannsókn málsins, segir vitnisburð Mendoza og Tatum benda til þess að það hafi verið þeir sem myrtu fjölskyldu Safa. BBC leitaði til mannanna tveggja en Mendoza svaraði ekki og Tatum sagðist vilja skilja Haditha eftir í fortíðinni. Þrátt fyrir að Mendoza hefði játað að hafa drepið föður Safa og Tatum játað að hafa skotið á fólk á heimilinu, var hvorugur ákærður. Hér má finna ítarlega umfjöllun um málið.
Bandaríkin Írak Hernaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fleiri fréttir Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila