Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Smári Jökull Jónsson skrifar 13. nóvember 2025 22:23 Margrét Rós Sigurjónsdóttir móðir þriggja barna í Laugarneshverfi sem tók að sér gangbrautargæslu eftir að keyrt var á hóp barna við Reykjaveg. Vísir/Bjarni Foreldrar í Laugarnesskóla hafa tekið umferðaröryggismál í eigin hendur og mannað gæslu við gangbraut á Reykjavegi þar sem í tvígang hefur verið ekið á börn á leið frá skóla síðasta mánuðinn. Foreldri við skólann segir þær úrbætur sem hafa verið gerðar ekki nógu góðar. Tvö atvik hafa komið upp á innan við mánuði þar sem ekið er á börn á gangbraut við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar. Seinna atvikið kom upp í vikunni og í kjölfarið hafa foreldrar í hverfinu gagnrýnt Reykjavíkurborg og óskað eftir tafarlausum viðbrögðum. Klippa: Taka málin í eigin hendur Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg sagði í gær að úrbætur hafi verið gerðar en sólin valdi slysahættu. Foreldrar í Laugarnesskóla hafa nú tekið málin í eigin hendur og sinna gæslu við gatnamótin bæði á morgnanna og eftir hádegi. „Það eru náttúrulega þessi tvö slys þar sem hefur verið keyrt á þrjú börn á síðustu vikum en það eru ekki bara slysin, þetta er alltaf að gerst svona og við höfum gert þetta áður og erum alltaf að vonast eftir alvöru úrbótum frá Reykjavíkurborg en þær úrbætur sem hefur verið farið í eru ekki nógu góður,“ sagði Margrét Rós Sigurjónsdóttir sem sinnti gæslu við gatnamótin þegar börn voru á leið heim úr skóla. „Þeir hægja á sér og horfa í kringum sig“ Margrét segir ökumenn hægja á sér þegar þeir sjái fullorðið fólk í vesti við gangbrautina. „Ég bý hérna í götunni og labba mjög oft yfir og er ekki alltaf í vesti. Það er munur, þeir hægja á sér og horfa í kringum sig. Ég vona að þetta hafi áhrif þannig að þeir keyri hægar næst þó við séum ekki hérna.“ Þó úrbóta sér þörf við gatnamótin sé ábyrgðin ökumanna. „Við viljum ekki vera í samfélagi þar sem okkur finnst það allt í lagi að keyra svolítið hratt og horfa ekki svo mikið í kringum okkur eða vera í símanum og láta gangandi vegfarendur og hjólandi borga brúsann. Það gengur ekki.“ Og það er augljóst að Margrét tekur hlutverk sitt í gæslunni alvarlega því í miðju viðtali þaut hún af stað til að aðstoða barn sem þurfti að komast yfir götuna. „Þau dýrka að hafa einhvern sem hjálpar þeim yfir götuna og ökumenn brosa til manns og eru glaðir. Þau eru náttúrulega börn og eru ekki alltaf að fylgja öllum reglum og stoppa til hægri eða vinstri og allt það.“ „Eitthvað þarf að gerast og mér finnst að þau eigi að gera þetta strax“ Hún segir börnin meðvituð um stöðuna, bæði sé búið að tala um slysin í skólanum og heima fyrir. „Þau labba hérna það oft og við viljum ekki að krakkar sem þurfi að labba séu hrædd eða smeyka að fara um hverfið sitt. Fyrst á eftir þá eru þau að segja manni að þau séu glöð að einhver sé að hjálpa þeim þar sem þau séu hrædd en það fjarar fljótt út sem betur fer.“ Á næstu mánuðum verður Skólaþorpið við Laugardalsvöll tekið í notkun sem þýðir aukna umferð um gatnamótin. Margrét segir að úrbóta sé þörf strax og Reykjavíkurborg sýni ábyrgðarleysi í málinu. „Eitthvað þarf að gerast og mér finnst að þau eigi að gera þetta strax. Þegar þetta skólaþorp opnast þá mun umferð af börnum aukast til muna, oft á dag á mismunandi tíma. Það er auðvitað hér að skólinn er hér og íþróttastarfið hér [hinu megin við götuna], það eru engin undirgöng og það eru engin gönguljós.“ Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Umferðaröryggi Grunnskólar Slysavarnir Börn og uppeldi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira
Tvö atvik hafa komið upp á innan við mánuði þar sem ekið er á börn á gangbraut við gatnamót Kirkjuteigs og Reykjavegar. Seinna atvikið kom upp í vikunni og í kjölfarið hafa foreldrar í hverfinu gagnrýnt Reykjavíkurborg og óskað eftir tafarlausum viðbrögðum. Klippa: Taka málin í eigin hendur Deildarstjóri samgangna hjá Reykjavíkurborg sagði í gær að úrbætur hafi verið gerðar en sólin valdi slysahættu. Foreldrar í Laugarnesskóla hafa nú tekið málin í eigin hendur og sinna gæslu við gatnamótin bæði á morgnanna og eftir hádegi. „Það eru náttúrulega þessi tvö slys þar sem hefur verið keyrt á þrjú börn á síðustu vikum en það eru ekki bara slysin, þetta er alltaf að gerst svona og við höfum gert þetta áður og erum alltaf að vonast eftir alvöru úrbótum frá Reykjavíkurborg en þær úrbætur sem hefur verið farið í eru ekki nógu góður,“ sagði Margrét Rós Sigurjónsdóttir sem sinnti gæslu við gatnamótin þegar börn voru á leið heim úr skóla. „Þeir hægja á sér og horfa í kringum sig“ Margrét segir ökumenn hægja á sér þegar þeir sjái fullorðið fólk í vesti við gangbrautina. „Ég bý hérna í götunni og labba mjög oft yfir og er ekki alltaf í vesti. Það er munur, þeir hægja á sér og horfa í kringum sig. Ég vona að þetta hafi áhrif þannig að þeir keyri hægar næst þó við séum ekki hérna.“ Þó úrbóta sér þörf við gatnamótin sé ábyrgðin ökumanna. „Við viljum ekki vera í samfélagi þar sem okkur finnst það allt í lagi að keyra svolítið hratt og horfa ekki svo mikið í kringum okkur eða vera í símanum og láta gangandi vegfarendur og hjólandi borga brúsann. Það gengur ekki.“ Og það er augljóst að Margrét tekur hlutverk sitt í gæslunni alvarlega því í miðju viðtali þaut hún af stað til að aðstoða barn sem þurfti að komast yfir götuna. „Þau dýrka að hafa einhvern sem hjálpar þeim yfir götuna og ökumenn brosa til manns og eru glaðir. Þau eru náttúrulega börn og eru ekki alltaf að fylgja öllum reglum og stoppa til hægri eða vinstri og allt það.“ „Eitthvað þarf að gerast og mér finnst að þau eigi að gera þetta strax“ Hún segir börnin meðvituð um stöðuna, bæði sé búið að tala um slysin í skólanum og heima fyrir. „Þau labba hérna það oft og við viljum ekki að krakkar sem þurfi að labba séu hrædd eða smeyka að fara um hverfið sitt. Fyrst á eftir þá eru þau að segja manni að þau séu glöð að einhver sé að hjálpa þeim þar sem þau séu hrædd en það fjarar fljótt út sem betur fer.“ Á næstu mánuðum verður Skólaþorpið við Laugardalsvöll tekið í notkun sem þýðir aukna umferð um gatnamótin. Margrét segir að úrbóta sé þörf strax og Reykjavíkurborg sýni ábyrgðarleysi í málinu. „Eitthvað þarf að gerast og mér finnst að þau eigi að gera þetta strax. Þegar þetta skólaþorp opnast þá mun umferð af börnum aukast til muna, oft á dag á mismunandi tíma. Það er auðvitað hér að skólinn er hér og íþróttastarfið hér [hinu megin við götuna], það eru engin undirgöng og það eru engin gönguljós.“
Samgönguslys Reykjavík Lögreglumál Skóla- og menntamál Umferðaröryggi Grunnskólar Slysavarnir Börn og uppeldi Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Sjá meira