Dramatík í uppbótartíma

Siggeir Ævarsson skrifar
Brian Brobbey skorar jöfnunarmarkið
Brian Brobbey skorar jöfnunarmarkið Vísir/Getty

Nýliðar Sunderland urðu í kvöld þriðja liðið til að taka stig af toppliði Arsenal þegar liðin gerðu 2-2 jafntefli í nokkuð dramatískum leik á Leikvangi ljósanna.

Varnarmaðurinn Daniel Ballard kom Sunderland yfir á 36. mínútu með glæsilegri afgreiðslu í teignum. Heimamenn leiddu í hálfleik en Bukayo Saka jafnaði metin á 54. mínútu eftir hræðileg mistök í uppspili Sunderland sem færði gestunum markið nánast á silfurfati.

Arsenal sótti stíft í seinni hálfleik og Leandro Trossard skoraði laglegt mark með skoti fyrir utan teig á 74. mínútu en nýliðarnir gáfust ekki upp og sóttu jöfnunarmark af miklu harðfylgi þegar 94 mínútur voru komnar á klukkuna en alls var 16 mínútum bætt við leikinn í kvöld.

Varamaðurinn Brian Brobbey skoraði í teignum eftir sendingu frá áðurnefndum Daniel Ballard. Einkar fagmannleg afgreiðsla í þröngu færi.

2-2 jafntefli niðurstaðan í fjörugum leik og mega nýliðarnir vel við una en Sunderland er í 3. sæti deildarinnar eftir ellefu leiki.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira