„Samlokumaðurinn“ sýknaður Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2025 20:22 Samlokukast Sean Dunn vakti mikla athygli og varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps í málefnum innflytjenda. AP/Julia Demaree Nikhinson Bandarískur maður sem gengið hefur undir nafninu „samlokumaðurinn“ undanfarnar vikur var í kvöld sýknaður af tiltölulega smávægilegri ákæru fyrir að kasta samloku í starfsmann Landamæraeftirlits Bandaríkjanna. Það gerði maðurinn, sem heitir Sean Dunn, í miðbæ Washington DC í ágúst. Dunn, sem er 37 ára gamall uppgjafarhermaður úr flugher Bandaríkjanna og starfaði í dómsmálaráðuneytinu. Hann kastaði samloku í bringu Greg Lairmore, sem hélt því fram við yfirheyrslu að samlokan hefði „sprungið“ yfir hann allan og hann hafi angað af sinnepi og lauk. Myndbönd og myndir af vettvangi sýndu þó að samlokan var enn vafin eftir að hún lenti á skotheldu vesti Lairmor og féll svo til jarðar. Myndband af samlokukastinu sjálfu sýnir að Dunn kastaði samlokunni af nokkru afli, eftir að hafa farið illum orðum um löggæslumennina. Atvikið naut á sínum tíma mikillar athygli vegna umfangsmikilla aðgerða starfsmanna Landamæraeftirlitsins og útsendarar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) víðsvegar um landið. Þeir hafa gengið hart fram í því að elta uppi fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Samlokukast Dunn varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Hann sagðist sjálfur hafa verið að mótmæla fasisma og aðgerðum Trump-liða gegn innflytjendum. Kviðdómendur snæddu samkvæmt NBC News á samlokum í dag á meðan þeir tóku sér nokkrar klukkustundir til að sýkna Dunn af lítilfjörlegu afbroti. Saksóknarar reyndu fyrst að ákæra Dunn fyrir árás á alríkisstarfsmann en meðlimir ákærudómstóls höfnuðu því. Mótmæli eða árás? Ákærudómstólar víðsvegar um Bandaríkin hafa hafnað því að ákæra þó nokkra vegna meintra árása á starfsmenn Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Jeanine Pirro, fyrrverandi sjónvarpskona á Fox og núverandi ríkissaksóknari, hefur lagt mikla áherslu á að ákæra fólk sem þykir hafa gengið of langt í mótmælum gegn starfsmönnum ráðuneytisins eða ráðist á þá. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Við réttarhöldin gegn Dunn kölluðu saksóknarar fram tvö vitni. Lairmore var annar þeirra og hinn var rannsóknarlögreglumaður sem varð vitni að samlokukastinu. Verjendur Dunn höfðu engin vitni en Dunn sagðist hafa kastað samlokunni í mótmælaskyni og til að laða löggæslumennina á brott. Í lokaávarpi sínu dró lögmaður Dunns verulega í efa að Lairmann hefði í raun talið sér ógnað. Benti hún því til stuðnings á að samstarfsfélagar hans hefðu gefið honum gríngjafir vegna atviksins. „Þeir eru að grínast vegna þessa og þeir slá á létta strengi við Lairmore,“ sagði hún. „Af hverju? Af því þeim finnst þetta fyndið.“ Saksóknarar báðu kviðdómendur um að hugsa ekki um viðhorf þeirra gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Þeir sögðu Dunn ekki hafa verið að mótmæla heldur hefði hann klárlega farið yfir strikið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Dunn, sem er 37 ára gamall uppgjafarhermaður úr flugher Bandaríkjanna og starfaði í dómsmálaráðuneytinu. Hann kastaði samloku í bringu Greg Lairmore, sem hélt því fram við yfirheyrslu að samlokan hefði „sprungið“ yfir hann allan og hann hafi angað af sinnepi og lauk. Myndbönd og myndir af vettvangi sýndu þó að samlokan var enn vafin eftir að hún lenti á skotheldu vesti Lairmor og féll svo til jarðar. Myndband af samlokukastinu sjálfu sýnir að Dunn kastaði samlokunni af nokkru afli, eftir að hafa farið illum orðum um löggæslumennina. Atvikið naut á sínum tíma mikillar athygli vegna umfangsmikilla aðgerða starfsmanna Landamæraeftirlitsins og útsendarar Innflytjenda- og tollaeftirlits Bandaríkjanna (ICE) víðsvegar um landið. Þeir hafa gengið hart fram í því að elta uppi fólk sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum á undanförnum mánuðum. Samlokukast Dunn varð einskonar táknmynd mótspyrnu gegn aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Hann sagðist sjálfur hafa verið að mótmæla fasisma og aðgerðum Trump-liða gegn innflytjendum. Kviðdómendur snæddu samkvæmt NBC News á samlokum í dag á meðan þeir tóku sér nokkrar klukkustundir til að sýkna Dunn af lítilfjörlegu afbroti. Saksóknarar reyndu fyrst að ákæra Dunn fyrir árás á alríkisstarfsmann en meðlimir ákærudómstóls höfnuðu því. Mótmæli eða árás? Ákærudómstólar víðsvegar um Bandaríkin hafa hafnað því að ákæra þó nokkra vegna meintra árása á starfsmenn Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, samkvæmt frétt Washington Post. Jeanine Pirro, fyrrverandi sjónvarpskona á Fox og núverandi ríkissaksóknari, hefur lagt mikla áherslu á að ákæra fólk sem þykir hafa gengið of langt í mótmælum gegn starfsmönnum ráðuneytisins eða ráðist á þá. Ákærudómstólar eru sérstakt bandarískt fyrirbæri þar sem tólf kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir sönnunargögn og vitnisburð sem saksóknarar hafa tekið saman í ákveðnum málum. Þeir kviðdómendur eiga svo að kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur á grunni þeirra vísbendinga sem fyrir þá eru lögð. Við réttarhöldin gegn Dunn kölluðu saksóknarar fram tvö vitni. Lairmore var annar þeirra og hinn var rannsóknarlögreglumaður sem varð vitni að samlokukastinu. Verjendur Dunn höfðu engin vitni en Dunn sagðist hafa kastað samlokunni í mótmælaskyni og til að laða löggæslumennina á brott. Í lokaávarpi sínu dró lögmaður Dunns verulega í efa að Lairmann hefði í raun talið sér ógnað. Benti hún því til stuðnings á að samstarfsfélagar hans hefðu gefið honum gríngjafir vegna atviksins. „Þeir eru að grínast vegna þessa og þeir slá á létta strengi við Lairmore,“ sagði hún. „Af hverju? Af því þeim finnst þetta fyndið.“ Saksóknarar báðu kviðdómendur um að hugsa ekki um viðhorf þeirra gagnvart aðgerðum ríkisstjórnar Trumps. Þeir sögðu Dunn ekki hafa verið að mótmæla heldur hefði hann klárlega farið yfir strikið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira