Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Atli Ísleifsson og Kjartan Kjartansson skrifa 4. nóvember 2025 11:28 Dick Cheney árið 2015. EPA Dick Cheney, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er látinn, 84 ára að aldri. Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Repúblikaninn Cheney var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001 til 2009 og lék meðal annars lykilhlutverk í berja stríðstrumbur í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak árið 2003. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Cheney segir að hann hafi andast í gær, 3. nóvember, í faðmi fjölskyldunnar. Hann lést af völdum fylgikvilla tengdum lungnabólgu og hjarta- og æðasjúkdómum. Rök fyrir innrás byggð á sandi Cheney fæddist 30. janúar 1941 og þótti sérstaklega valdamikill varaforseti. Hann gegndi stóru hlutverki þegar kom að viðbrögðum bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 og „stríðsins gegn hryðjuverkum“ sem fylgdi. Þegar ríkisstjórn Bush hóf undirbúning að innrás í Írak var Cheney einn einarðasti stuðningsmaður þess að senda Bandaríkjaher inn í landið ásamt Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra. Rumsfeld lést árið 2021. Ásakanir og meintar sannanir Cheney og annarra svonefndra stríðshauka í ríkisstjórninni fyrir því að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum og að hann hefði tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda sem stóðu að hryðjuverkaárásunum árið 2001 reyndust byggðar aftur á móti byggðar á sandi. Síðar kom í ljós að lykilásakanir sem Colin Powell, utanríkisráðherra, gerði grein fyrir í frægu ávarpi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna skömmu fyrir innrásina um að Hussein feldi efnavopnaframleiðslu sína í færanlegum einingum voru upprunnar hjá íröskum flóttamanni í Þýskalandi sem laug því að þarlendu leyniþjónustunni að hann hefði starfað við efnavopnaáætlunina. Bandaríska leyniþjónustan hafði aldrei rætt beint við heimildarmanninn þrátt fyrir að veigamestu rök Bandaríkjastjórnar fyrir innrásinni hvíldu á fullyrðingum hans. Þrátt fyrir að Bush hefði lýst yfir sigri aðeins um tveimur mánuðum eftir innrásina í Írak drógust átökin þar verulega á langinn. Bandaríkjaher lauk ekki aðgerðum sínum í landinu fyrr en árið 2011, átta árum eftir að þær hófust. Yfirgaf Repúblikanaflokkinn vegna Trump Áður en Cheney varð varaforseti Bandaríkjanna hafði hann átt langan feril í stjórnmálum. Hann var starfsmannastjóri Hvíta hússins í forsetatíð Gerald Ford á áttunda áratugnum og átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Wyoming um tíu ára skeið. Þá var hann varnarmálaráðherra í ríkisstjórn George H. W. Bush þegar Bandaríkin réðust inn í Írak í fyrra skiptið árið 1991. Afneitun Donalds Trump og Repúblikanaflokksins á kosningaúrslitunum árið 2020 varð til þess að Cheney sagði skilið við flokkinn. Hann lýsti yfir stuðningi við demókratann Kamölu Harris í forsetakosningunum fyrir um ári þar sem Trump var aftur kjörinn forseti. Cheney lætur eftir sig eiginkonuna Lynne og dæturnar Liz og Mary. Liz Cheney var úthýst úr Repúblikanaflokknum fyrir að fordæma árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2021 og taka þátt í rannsókn Bandaríkjaþings á henni. Bandaríkin Andlát George W. Bush Írak Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá þessu í dag. Repúblikaninn Cheney var varaforseti í forsetatíð George W. Bush á árunum 2001 til 2009 og lék meðal annars lykilhlutverk í berja stríðstrumbur í aðdraganda innrásar Bandaríkjanna og Bretlands í Írak árið 2003. Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Cheney segir að hann hafi andast í gær, 3. nóvember, í faðmi fjölskyldunnar. Hann lést af völdum fylgikvilla tengdum lungnabólgu og hjarta- og æðasjúkdómum. Rök fyrir innrás byggð á sandi Cheney fæddist 30. janúar 1941 og þótti sérstaklega valdamikill varaforseti. Hann gegndi stóru hlutverki þegar kom að viðbrögðum bandarískra stjórnvalda í kjölfar hryðjuverkaárásanna á Bandaríkin 11. september 2001 og „stríðsins gegn hryðjuverkum“ sem fylgdi. Þegar ríkisstjórn Bush hóf undirbúning að innrás í Írak var Cheney einn einarðasti stuðningsmaður þess að senda Bandaríkjaher inn í landið ásamt Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra. Rumsfeld lést árið 2021. Ásakanir og meintar sannanir Cheney og annarra svonefndra stríðshauka í ríkisstjórninni fyrir því að Saddam Hussein, einræðisherra Íraks, byggi yfir gereyðingarvopnum og að hann hefði tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda sem stóðu að hryðjuverkaárásunum árið 2001 reyndust byggðar aftur á móti byggðar á sandi. Síðar kom í ljós að lykilásakanir sem Colin Powell, utanríkisráðherra, gerði grein fyrir í frægu ávarpi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna skömmu fyrir innrásina um að Hussein feldi efnavopnaframleiðslu sína í færanlegum einingum voru upprunnar hjá íröskum flóttamanni í Þýskalandi sem laug því að þarlendu leyniþjónustunni að hann hefði starfað við efnavopnaáætlunina. Bandaríska leyniþjónustan hafði aldrei rætt beint við heimildarmanninn þrátt fyrir að veigamestu rök Bandaríkjastjórnar fyrir innrásinni hvíldu á fullyrðingum hans. Þrátt fyrir að Bush hefði lýst yfir sigri aðeins um tveimur mánuðum eftir innrásina í Írak drógust átökin þar verulega á langinn. Bandaríkjaher lauk ekki aðgerðum sínum í landinu fyrr en árið 2011, átta árum eftir að þær hófust. Yfirgaf Repúblikanaflokkinn vegna Trump Áður en Cheney varð varaforseti Bandaríkjanna hafði hann átt langan feril í stjórnmálum. Hann var starfsmannastjóri Hvíta hússins í forsetatíð Gerald Ford á áttunda áratugnum og átti sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Wyoming um tíu ára skeið. Þá var hann varnarmálaráðherra í ríkisstjórn George H. W. Bush þegar Bandaríkin réðust inn í Írak í fyrra skiptið árið 1991. Afneitun Donalds Trump og Repúblikanaflokksins á kosningaúrslitunum árið 2020 varð til þess að Cheney sagði skilið við flokkinn. Hann lýsti yfir stuðningi við demókratann Kamölu Harris í forsetakosningunum fyrir um ári þar sem Trump var aftur kjörinn forseti. Cheney lætur eftir sig eiginkonuna Lynne og dæturnar Liz og Mary. Liz Cheney var úthýst úr Repúblikanaflokknum fyrir að fordæma árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar 2021 og taka þátt í rannsókn Bandaríkjaþings á henni.
Bandaríkin Andlát George W. Bush Írak Tengdar fréttir Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40 Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Sjá meira
Liz Cheney hafnað af Repúblikönum í Wyoming Bandarísku þingkonunni Liz Cheney var hafnað í forkosningum Repúblikana í Wyoming í gær vegna þingkosninganna sem fram fara í Bandaríkjunum í nóvember. Cheney, sem hefur átt sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings frá 2017, hefur verið einn helsti andstæðingur Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innan Repúblikanaflokksins. 17. ágúst 2022 07:40
Liz Cheney um Repúblikanaflokkinn: Við erum flokkur Lincoln, ekki QAnon og samsæriskenninga Liz Cheney hefur varað Repúblikanaflokkinn við því að horfa framhjá þætti Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í innrásinni í þinghúsið í Washington D.C. í janúar síðastliðnum. 8. febrúar 2021 10:54