Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sindri Sverrisson skrifar 30. október 2025 13:09 Gabriel er vinsæll kostur í fantasy enda magnaður í vörn Arsenal og hættulegur í föstum leikatriðum. Getty/David Price Arsenal hefur gengið einstaklega vel að verja mark sitt það sem af er leiktíð og fékk verðskuldað lof í nýjasta þættinum af Fantasýn, þar sem rýnt er í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Hér að neðan má hlusta á nýjasta þátt Fantasýn. Umræðan um Arsenal og hvaða kostir í liðinu eru bestir í fantasy-leiknum hefst eftir 39 mínútur og 20 sekúndur. Arsenal vann Crystal Palace 1-0 um síðustu helgi, þar sem Eberechi Eze skoraði markið og Declan Rice fékk skráða stoðsendingu. Með 2-0 sigrinum gegn Brighton í deildabikarnum í gærkvöld hefur Arsenal nú spilað fjórtán leiki og haldið ellefu sinnum hreinu á leiktíðinni. Liðið fékk ekki á sig eitt einasta mark í október og vann alla sex leiki sína, sem er einsdæmi. 🔴 @Arsenal are the first English team ever to win six matches in a month without conceding a goalThey're four points clear at the top of the Premier League, joint leaders of the Champions League group stage and into the EFL Cup quarter-finals... pic.twitter.com/IicQLZn0cO— Premier League (@premierleague) October 30, 2025 „Hvað er hægt að segja? Þessi vörn er bara eitthvað skrímsli. Maður sá þá í fyrra og hugsaði: Er hægt að vera meira solid en þetta? Og þeir svöruðu: Já, það er hægt,“ sagði Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti Fantasýn, og hélt áfram: „Þeir hafa fengið á sig þrjú mörk, gegn Liverpool, City og Newcastle. Það var einhver ein marktilraun í leiknum gegn Palace sem er skráð á Nketiah en var eiginlega engin marktilraun. Fyrir það höfðu þeir ekki fengið á sig skot í 300 mínútur. Það er ótrúlegt hvernig þeir fara að þessu. Ef við horfum svo á hinn endann þá eru níu síðustu markaskorarar Arsenal í deildinni allir sitt hvor markaskorarinn. Það er enginn einn þarna, eins og Haaland hjá City. Hjá Arsenal er þetta dreift. Þetta kemur að stórum hluta í gegnum föstu leikatriðin en er samt svona dreift,“ sagði Albert. Þrjá Arsenal-menn í vörnina? „Þeir hafa undanfarin tímabil oft litið vel út en svo eitthvað gefið eftir þegar líður á tímabilið. En miðað við að Liverpool og City eru að misstíga sig þá er þetta farið að líta ansi vel út á Emirates og ég held að stuðningsmenn Arsenal geti farið að gera sér góðar vonir um titil í vor,“ bætti hann við. Sindri Kamban velti því upp hvort skynsamlegast væri að vera með þrjá Arsenal-varnarmenn og það gæti verið góður kostur. Albert kvaðst þó mæla frekar með tveimur varnarmönnum og miðjumanni á borð við Bukayo Saka eða Eze. Hægt er að heyra umræðuna alla í spilaranum hér að ofan. Þess má svo geta að í Sýn Sport einkadeildinni, sem allir Íslendingar fara sjálfkrafa í, varð Ingvi Birgisson stigahæstur í október og hlaut að launum gjafapoka frá Fantasy Premier League auk þriggja mánaða áskriftar að Besta pakkanum hjá Sýn. Stóri vinningurinn í lok tímabils er svo flug, gisting og miði á leik í enska boltanum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Sjá meira
Hér að neðan má hlusta á nýjasta þátt Fantasýn. Umræðan um Arsenal og hvaða kostir í liðinu eru bestir í fantasy-leiknum hefst eftir 39 mínútur og 20 sekúndur. Arsenal vann Crystal Palace 1-0 um síðustu helgi, þar sem Eberechi Eze skoraði markið og Declan Rice fékk skráða stoðsendingu. Með 2-0 sigrinum gegn Brighton í deildabikarnum í gærkvöld hefur Arsenal nú spilað fjórtán leiki og haldið ellefu sinnum hreinu á leiktíðinni. Liðið fékk ekki á sig eitt einasta mark í október og vann alla sex leiki sína, sem er einsdæmi. 🔴 @Arsenal are the first English team ever to win six matches in a month without conceding a goalThey're four points clear at the top of the Premier League, joint leaders of the Champions League group stage and into the EFL Cup quarter-finals... pic.twitter.com/IicQLZn0cO— Premier League (@premierleague) October 30, 2025 „Hvað er hægt að segja? Þessi vörn er bara eitthvað skrímsli. Maður sá þá í fyrra og hugsaði: Er hægt að vera meira solid en þetta? Og þeir svöruðu: Já, það er hægt,“ sagði Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti Fantasýn, og hélt áfram: „Þeir hafa fengið á sig þrjú mörk, gegn Liverpool, City og Newcastle. Það var einhver ein marktilraun í leiknum gegn Palace sem er skráð á Nketiah en var eiginlega engin marktilraun. Fyrir það höfðu þeir ekki fengið á sig skot í 300 mínútur. Það er ótrúlegt hvernig þeir fara að þessu. Ef við horfum svo á hinn endann þá eru níu síðustu markaskorarar Arsenal í deildinni allir sitt hvor markaskorarinn. Það er enginn einn þarna, eins og Haaland hjá City. Hjá Arsenal er þetta dreift. Þetta kemur að stórum hluta í gegnum föstu leikatriðin en er samt svona dreift,“ sagði Albert. Þrjá Arsenal-menn í vörnina? „Þeir hafa undanfarin tímabil oft litið vel út en svo eitthvað gefið eftir þegar líður á tímabilið. En miðað við að Liverpool og City eru að misstíga sig þá er þetta farið að líta ansi vel út á Emirates og ég held að stuðningsmenn Arsenal geti farið að gera sér góðar vonir um titil í vor,“ bætti hann við. Sindri Kamban velti því upp hvort skynsamlegast væri að vera með þrjá Arsenal-varnarmenn og það gæti verið góður kostur. Albert kvaðst þó mæla frekar með tveimur varnarmönnum og miðjumanni á borð við Bukayo Saka eða Eze. Hægt er að heyra umræðuna alla í spilaranum hér að ofan. Þess má svo geta að í Sýn Sport einkadeildinni, sem allir Íslendingar fara sjálfkrafa í, varð Ingvi Birgisson stigahæstur í október og hlaut að launum gjafapoka frá Fantasy Premier League auk þriggja mánaða áskriftar að Besta pakkanum hjá Sýn. Stóri vinningurinn í lok tímabils er svo flug, gisting og miði á leik í enska boltanum. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Sjá meira