Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2025 17:31 Frá mótmælum náttúruverndarhópa gegn olíuvinnslu Norðmanna í Osló í ágúst. Vísir/EPA Náttúruverndarsamtök sem stefndu norska ríkinu vegna olíuleitarleyfa hrósa sigri þrátt fyrir að Mannréttindadómstóll Evrópu hafi hafnað kröfu þeirra í dag. Þau telja dóminn skylda norsk stjórnvöld til þess að meta loftslagsáhrifin af frekari olíuleit og framleiðslu. Stefna Græfriðunga og fleiri umhverfisverndarsamtaka beindist að ákvörðun olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs um að veita þrettán fyrirtækjum tíu olíuleitarleyfi árið 2016. Hún byggði á þeim rökum að norska ríkinu hafi borið að vernda borgara sína fyrir alvarlegum neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Dómstóllinn hafnaði því að norsk stjórnvöld hefðu gerst brotleg við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Þó að umhverfismat á áhrifum hefði ekki verið nógu ítarleg, sérstaklega á loftslagsáhrifunum, benti ekkert til þess að því hefði verið svo ábótavant að það bryti á mannréttindum stefnenda. Hins vegar sagði í dómsorðinu að ríkjum bæri skylda til þess að láta fara fram ítarlegt áhrifamat þegar ákvarðanir væru teknar um umhverfið og loftslagið. Breyti stefnu Norðmanna í olíumálum Það er þetta síðastnefnda sem náttúruverndarsamtökin túlka sem sigur. Þetta álit dómstólsins þýði að norsk stjórnvöld þurfi héðan í frá að láta framkvæma mat á loftslagsáhrifum ef þau ætla að veita ný leyfi fyrir vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta mat þurfi ekki aðeins að ná til losunar sem framleiðslan hafi í för með sér heldur bruna á eldsneytinu þegar búið er að selja það á markaði. „Það mikilvægasta sem við sjáum nú er að mannréttindadómstóllinn ákveður í eitt skipti fyrir öll að afleiðingar nýrra olíulinda fyrir loftslagið verða að vera rannsakaðar. Norska ríkið gerir það ekki,“ segir Sigrid Hoddevik Losnegård, formaður norsku samtakanna Náttúru og æsku sem tóku þátt í stefnunni, við norska ríkisútvarpið. Ákvörðunin sé því söguleg þar sem hún breyti stefnu Norðmanna í olíumálum. Terje Aasland, orkumálaráðherra Noregs, fagnaði niðurstöðunni. Fullyrti hann að áhrif olíuleitar og vinnslu væri nú þegar rannsökuð í þaula. Áhrif af bruna olíunnar hafi verið metin fyrir ákvarðanir um leyfisveitingar í kjölfar dóms Hæstaréttar Noregs í málinu þar sem norska ríkið var sýknað. EFTA-dómstóllinn gaf út álit fyrr á þessu ári um að Norðmenn þyrftu að taka tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu sem þeir framleiða. Það var í tengslum við önnur leyfi sem voru veitt til vinnslu í Norðursjó sem er þegar hafin að hluta. Noregur Mannréttindadómstóll Evrópu Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Mannréttindi Loftslagsmál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Stefna Græfriðunga og fleiri umhverfisverndarsamtaka beindist að ákvörðun olíu- og orkumálaráðuneyti Noregs um að veita þrettán fyrirtækjum tíu olíuleitarleyfi árið 2016. Hún byggði á þeim rökum að norska ríkinu hafi borið að vernda borgara sína fyrir alvarlegum neikvæðum áhrifum loftslagsbreytinga. Dómstóllinn hafnaði því að norsk stjórnvöld hefðu gerst brotleg við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Þó að umhverfismat á áhrifum hefði ekki verið nógu ítarleg, sérstaklega á loftslagsáhrifunum, benti ekkert til þess að því hefði verið svo ábótavant að það bryti á mannréttindum stefnenda. Hins vegar sagði í dómsorðinu að ríkjum bæri skylda til þess að láta fara fram ítarlegt áhrifamat þegar ákvarðanir væru teknar um umhverfið og loftslagið. Breyti stefnu Norðmanna í olíumálum Það er þetta síðastnefnda sem náttúruverndarsamtökin túlka sem sigur. Þetta álit dómstólsins þýði að norsk stjórnvöld þurfi héðan í frá að láta framkvæma mat á loftslagsáhrifum ef þau ætla að veita ný leyfi fyrir vinnslu jarðefnaeldsneytis. Þetta mat þurfi ekki aðeins að ná til losunar sem framleiðslan hafi í för með sér heldur bruna á eldsneytinu þegar búið er að selja það á markaði. „Það mikilvægasta sem við sjáum nú er að mannréttindadómstóllinn ákveður í eitt skipti fyrir öll að afleiðingar nýrra olíulinda fyrir loftslagið verða að vera rannsakaðar. Norska ríkið gerir það ekki,“ segir Sigrid Hoddevik Losnegård, formaður norsku samtakanna Náttúru og æsku sem tóku þátt í stefnunni, við norska ríkisútvarpið. Ákvörðunin sé því söguleg þar sem hún breyti stefnu Norðmanna í olíumálum. Terje Aasland, orkumálaráðherra Noregs, fagnaði niðurstöðunni. Fullyrti hann að áhrif olíuleitar og vinnslu væri nú þegar rannsökuð í þaula. Áhrif af bruna olíunnar hafi verið metin fyrir ákvarðanir um leyfisveitingar í kjölfar dóms Hæstaréttar Noregs í málinu þar sem norska ríkið var sýknað. EFTA-dómstóllinn gaf út álit fyrr á þessu ári um að Norðmenn þyrftu að taka tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af bruna á olíu sem þeir framleiða. Það var í tengslum við önnur leyfi sem voru veitt til vinnslu í Norðursjó sem er þegar hafin að hluta.
Noregur Mannréttindadómstóll Evrópu Jarðefnaeldsneyti Olíuleit á Drekasvæði Mannréttindi Loftslagsmál Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira