Musk í samkeppni við Wikipedia Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 11:53 Elon Musk í Hvíta húsinu, þegar allt lék í lyndi milli hans og Donalds Trump. EPA/FRANCIS CHUNG Elon Musk, auðugasti maður heims, hefur opnað nýja síðu sem ætlað er að veita Wikipedia samkeppni. Hinn hægri sinnaði tæknimógúll segir að síðan, sem kallast Grokipedia, eigi að vera slagsíðulaus valkostur gegn Wikipedia og keyrir að miklu leyti á Grok, mállíkani xAI, gervigreindarfyrirtækis Musks. Hægrisinnaðir aðilar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu ítrekað gagnrýnt Wikipedia vegna meintrar vinstri slagsíðu á síðunni, sem stýrt er af fjölmörgum sjálfboðaliðum víðs vegar um heim. Fyrr á þessu ári kallaði Musk eftir því að enginn gæfi peninga til Wikipedia, þar til forsvarsmenn síðunnar tryggðu jafnvægi þar. We are building Grokipedia @xAI. Will be a massive improvement over Wikipedia.Frankly, it is a necessary step towards the xAI goal of understanding the Universe. https://t.co/xvSeWkpALy— Elon Musk (@elonmusk) September 30, 2025 Í frétt Washington Post segir að margar greinar á Grokipedia beri augljósa hægri slagsíðu. Margir hafi gagnrýnt síðuna vegna þessa og að margar greinar innihaldi rangfærslur og í einhverjum tilfellum séu greinarnar nákvæmlega eins og greinar Wikipedia um sama málefni. Eins og áður segir og eins og nafnið gefur til kynna byggir Grokipedia töluvert á mállíkaninu Grok. Musk hefur haldið því fram að Grok eigi að vera hlutlaus gervigreind, pólitískt séð, en þrátt fyrir það hafa Musk og starfsmenn hans hjá xAI ítrekað gert breytingar á mállíkaninu. Donald Trump og Elon Musk hittust í september.AP/Ross D. Franklin Þessum breytingum hefur verið ætlað að hafa þau markmið að gera svör Grok um ýmis málefni íhaldssamari. Í greiningu New York Times frá því í síðasta mánuði kemur til að mynda fram að í sumum tilfellum hafi breytingarnar verið gerðar í takt við pólitískar áherslur Musks, sem var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og varði fúlgum fjár í kosningabaráttu Trumps. Nice work by the @xAI team on https://t.co/op5s4ZiSwh!The goal here is to create an open source, comprehensive collection of all knowledge.Then place copies of that etched in a stable oxide in orbit, the Moon and Mars to preserve it for the future. Foundation.— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2025 Í einu tilfelli sem vísað er til í grein NYT spurði notandi X (áður Twitter) Grok að því hver helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu væri. Gervigreindin svaraði og sagði ógnina vera upplýsingaóreiðu. Það svar vakti athygli Musks, sem baðst afsökunar á „þessu heimskulega“ svari Grok og sagði að gerðar yrðu breytingar. Næsta dag tilkynnti hann nýja útgáfu af Grok sem svaraði á þann veg að lág fæðingartíðni væri helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu. Musk hefur ítrekað slegið á svipaða strengi gegnum árin og hefur sagt að það sé ein af ástæðum þess að hann á að minnsta kosti ellefu börn. Grok hefur einnig gengið í gegnum skrítin tímabil, eins og það þegar hann birti of löng svör um meint þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku við alfarið ótengdum spurningum. Þá hefur gervigreindin talað vel um Adolf Hitler og fer ítrekað með rangt mál. Elon Musk Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Hægrisinnaðir aðilar í Bandaríkjunum hafa að undanförnu ítrekað gagnrýnt Wikipedia vegna meintrar vinstri slagsíðu á síðunni, sem stýrt er af fjölmörgum sjálfboðaliðum víðs vegar um heim. Fyrr á þessu ári kallaði Musk eftir því að enginn gæfi peninga til Wikipedia, þar til forsvarsmenn síðunnar tryggðu jafnvægi þar. We are building Grokipedia @xAI. Will be a massive improvement over Wikipedia.Frankly, it is a necessary step towards the xAI goal of understanding the Universe. https://t.co/xvSeWkpALy— Elon Musk (@elonmusk) September 30, 2025 Í frétt Washington Post segir að margar greinar á Grokipedia beri augljósa hægri slagsíðu. Margir hafi gagnrýnt síðuna vegna þessa og að margar greinar innihaldi rangfærslur og í einhverjum tilfellum séu greinarnar nákvæmlega eins og greinar Wikipedia um sama málefni. Eins og áður segir og eins og nafnið gefur til kynna byggir Grokipedia töluvert á mállíkaninu Grok. Musk hefur haldið því fram að Grok eigi að vera hlutlaus gervigreind, pólitískt séð, en þrátt fyrir það hafa Musk og starfsmenn hans hjá xAI ítrekað gert breytingar á mállíkaninu. Donald Trump og Elon Musk hittust í september.AP/Ross D. Franklin Þessum breytingum hefur verið ætlað að hafa þau markmið að gera svör Grok um ýmis málefni íhaldssamari. Í greiningu New York Times frá því í síðasta mánuði kemur til að mynda fram að í sumum tilfellum hafi breytingarnar verið gerðar í takt við pólitískar áherslur Musks, sem var dyggur stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, og varði fúlgum fjár í kosningabaráttu Trumps. Nice work by the @xAI team on https://t.co/op5s4ZiSwh!The goal here is to create an open source, comprehensive collection of all knowledge.Then place copies of that etched in a stable oxide in orbit, the Moon and Mars to preserve it for the future. Foundation.— Elon Musk (@elonmusk) October 28, 2025 Í einu tilfelli sem vísað er til í grein NYT spurði notandi X (áður Twitter) Grok að því hver helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu væri. Gervigreindin svaraði og sagði ógnina vera upplýsingaóreiðu. Það svar vakti athygli Musks, sem baðst afsökunar á „þessu heimskulega“ svari Grok og sagði að gerðar yrðu breytingar. Næsta dag tilkynnti hann nýja útgáfu af Grok sem svaraði á þann veg að lág fæðingartíðni væri helsta ógnin gegn vestrænni siðmenningu. Musk hefur ítrekað slegið á svipaða strengi gegnum árin og hefur sagt að það sé ein af ástæðum þess að hann á að minnsta kosti ellefu börn. Grok hefur einnig gengið í gegnum skrítin tímabil, eins og það þegar hann birti of löng svör um meint þjóðarmorð gegn hvítu fólki í Suður-Afríku við alfarið ótengdum spurningum. Þá hefur gervigreindin talað vel um Adolf Hitler og fer ítrekað með rangt mál.
Elon Musk Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira