Búast við hamförum vegna Melissu Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2025 09:42 Frá Kingston á Jamaíka á dögunum. AP/Matias Delacroix Fellibylurinn Melissa náði í morgun landi á Jamaíka í Karíbahafinu og er óttast að hann muni valda gífurlegum usla og tjóni þar. Melissa er fimmta stigs fellibylur og sá öflugasti sem skráður hefur verið ná landi á eyríkinu fátæka og er búist við því að auga óveðursins fari þvert yfir eyjuna í dag. Ráðamenn á Jamaíka vöruðu í nótt við því að þeir hefðu undirbúið sig eins vel og hægt væri en þrátt fyrir það væri útlit fyrir að skaðinn yrði gífurlegur. Verstu spár gera ráð fyrir að sjávarstaða við suðurhluta eyjunnar hækki um allt að fjóra metra. Meðalvindhraði Melissu er um fimmtíu metrar á sekúndu og fylgir mikil rigning fellibylnum. Beina útsendingu frá Kingston, höfuðborg Jamaíka, má sjá í spilaranum hér að neðan. Melissa safnaði krafti mjög hratt á undanförnum dögum og fór úr því að vera almenn lægð í að verða fimmta stigs fellibylur á innan við tveimur sólarhringum. Sjá einnig: Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað „Það eru engir innviðir á þessu svæði sem munu standa af sér fimmta stigs fellibyl,“ sagði Andrew Holness, forsætisráðherra. Hann sagði raunverulegu áskorunina vera að tryggja að Jamaíka jafnaði sig fljótt þegar óveðrinu slotar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Strax í nótt byrjuðu að berast fregnir af föllnum trjám, aurskriðum og rafmagnsleysi. Embættismenn búast við því að um fimmtíu þúsund manns, af um 2,8 milljónum, muni þurfa að yfirgefa heimili sín, samkvæmt frétt New York Times. Kvartað hefur verið yfir því að of fáir hafi farið frá svæðunum sem óttast er að verði hvað verst úti. Seinna í dag er búist við því að Melissa nái landi á Kúbu. Hér að neðan má sjá myndbönd sem tekin voru úr flugvél sem flogið var inn í auga Melissu í gær. Third pass through Melissa. GoPro in side window as different camera looking forward shooting in ultra high res 8k. Not sure when that might get processed as the file turned out ridiculous. Barely had HD space for it and MacBook Pro promptly chocked when I tried to edit it pic.twitter.com/3p430gPvZv— Tropical Cowboy of Danger (@FlynonymousWX) October 27, 2025 Jamaíka Kúba Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Ráðamenn á Jamaíka vöruðu í nótt við því að þeir hefðu undirbúið sig eins vel og hægt væri en þrátt fyrir það væri útlit fyrir að skaðinn yrði gífurlegur. Verstu spár gera ráð fyrir að sjávarstaða við suðurhluta eyjunnar hækki um allt að fjóra metra. Meðalvindhraði Melissu er um fimmtíu metrar á sekúndu og fylgir mikil rigning fellibylnum. Beina útsendingu frá Kingston, höfuðborg Jamaíka, má sjá í spilaranum hér að neðan. Melissa safnaði krafti mjög hratt á undanförnum dögum og fór úr því að vera almenn lægð í að verða fimmta stigs fellibylur á innan við tveimur sólarhringum. Sjá einnig: Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað „Það eru engir innviðir á þessu svæði sem munu standa af sér fimmta stigs fellibyl,“ sagði Andrew Holness, forsætisráðherra. Hann sagði raunverulegu áskorunina vera að tryggja að Jamaíka jafnaði sig fljótt þegar óveðrinu slotar, samkvæmt AP fréttaveitunni. Strax í nótt byrjuðu að berast fregnir af föllnum trjám, aurskriðum og rafmagnsleysi. Embættismenn búast við því að um fimmtíu þúsund manns, af um 2,8 milljónum, muni þurfa að yfirgefa heimili sín, samkvæmt frétt New York Times. Kvartað hefur verið yfir því að of fáir hafi farið frá svæðunum sem óttast er að verði hvað verst úti. Seinna í dag er búist við því að Melissa nái landi á Kúbu. Hér að neðan má sjá myndbönd sem tekin voru úr flugvél sem flogið var inn í auga Melissu í gær. Third pass through Melissa. GoPro in side window as different camera looking forward shooting in ultra high res 8k. Not sure when that might get processed as the file turned out ridiculous. Barely had HD space for it and MacBook Pro promptly chocked when I tried to edit it pic.twitter.com/3p430gPvZv— Tropical Cowboy of Danger (@FlynonymousWX) October 27, 2025
Jamaíka Kúba Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira