„Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2025 11:45 Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, og Donald Trump, forseti. AP/Evan Vucci Bandarískir flugmenn flugu að minnsta kosti tveimur hljóðfráum sprengjuvélum upp að ströndum Venesúela í gær. Var það í annað sinn á rétt rúmri viku sem slíkt var gert en þá voru áhafnir þriggja B-52 sprengjuvéla að æfa mögulegar árásir. Bandaríkjamenn hafa byggt upp töluverða hernaðargetu á og við Karíbahafið. Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Sprengjuflugvélarnar sem flogið var í gær voru af gerðinni B-1B Lancer en það eru þær sprengjuflugvélar Bandaríkjanna sem geta borið flestar sprengjur. Sjá einnig: Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sprengjuvélarnar í gær voru ekki einar á ferð en flugmenn landgönguliðs Bandaríkjanna á F-35B herþotum fylgdu þeim eftir. B-1B sprengjuflugvél á flugi yfir Kyrrhafinu.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna/Bennie J. Davis AP fréttaveitan segir að flugvélunum hafi verið flogið frá Texas í gær og svo hafi þeim verið flogið upp að ströndum Venesúela. The @usairforce (🇺🇸) B-1Bs are dangerously close to Venezuelan coastline, approximately 50 miles (80 Km) from the Venezuelan (🇻🇪) mainland and 6 miles (9.6 Km) from Los Testigos. https://t.co/f48OGbP2nZ pic.twitter.com/nTsLfJQsSq— SA Defensa (@SA_Defensa) October 23, 2025 Á því svæði hafa Bandaríkjamenn gert banvænar árásir á báta sem ráðamenn segja notaða til að smygla fíkniefnum. Að minnsta kosti níu slíkar árásir hafa verið gerðar og að minnsta kosti 37 hafa dáið í þeim. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var spurður út í þessar árásir af blaðamönnum í gær. Þá sagðist hann ekki telja að hann þyrfti einhverskonar heimild frá þinginu til að gera árásirnar. Hann hefði heimild til að gera þær. „Ég held að við munum ekki biðja um stríðsyfirlýsingu,“ sagði Trump. „Ég held við munum bara drepa fólk sem er að flytja fíkniefni inn í landið okkar. Okei? Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir.“ Þá sagðist Trump tilbúinn til að gera einnig árásir gegn smygli yfir landleiðina. Nýtt stríð gegn hryðjuverkum? Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur líkt árásum gegn fíkniefnasmygli við hryðjuverkastríðið svokallaða i kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 2021. Þá talar hann um glæpasamtök sem framleiða og smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. „Okkar skilaboð til þessara hryðjuverkasamtaka eru að við munum koma fram við ykkur eins og al-Qaeda,“ sagði Hegseth í gær. „Við munum finna ykkur. Kortleggja samtök ykkar, við munum elta ykkur uppi og við munum drepa ykkur.“ Bandaríkin Venesúela Donald Trump Hernaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Talið er mögulegt að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætli sér að reyna að koma Nicolás Maduro, einræðisherra landsins, frá völdum en hann hefur verið ákærður í Bandaríkjunum fyrir fíkniefnasmygl og hryðjuverkastarfsemi. Sprengjuflugvélarnar sem flogið var í gær voru af gerðinni B-1B Lancer en það eru þær sprengjuflugvélar Bandaríkjanna sem geta borið flestar sprengjur. Sjá einnig: Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sprengjuvélarnar í gær voru ekki einar á ferð en flugmenn landgönguliðs Bandaríkjanna á F-35B herþotum fylgdu þeim eftir. B-1B sprengjuflugvél á flugi yfir Kyrrhafinu.Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna/Bennie J. Davis AP fréttaveitan segir að flugvélunum hafi verið flogið frá Texas í gær og svo hafi þeim verið flogið upp að ströndum Venesúela. The @usairforce (🇺🇸) B-1Bs are dangerously close to Venezuelan coastline, approximately 50 miles (80 Km) from the Venezuelan (🇻🇪) mainland and 6 miles (9.6 Km) from Los Testigos. https://t.co/f48OGbP2nZ pic.twitter.com/nTsLfJQsSq— SA Defensa (@SA_Defensa) October 23, 2025 Á því svæði hafa Bandaríkjamenn gert banvænar árásir á báta sem ráðamenn segja notaða til að smygla fíkniefnum. Að minnsta kosti níu slíkar árásir hafa verið gerðar og að minnsta kosti 37 hafa dáið í þeim. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, var spurður út í þessar árásir af blaðamönnum í gær. Þá sagðist hann ekki telja að hann þyrfti einhverskonar heimild frá þinginu til að gera árásirnar. Hann hefði heimild til að gera þær. „Ég held að við munum ekki biðja um stríðsyfirlýsingu,“ sagði Trump. „Ég held við munum bara drepa fólk sem er að flytja fíkniefni inn í landið okkar. Okei? Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir.“ Þá sagðist Trump tilbúinn til að gera einnig árásir gegn smygli yfir landleiðina. Nýtt stríð gegn hryðjuverkum? Pete Hegseth, varnarmálaráðherra, hefur líkt árásum gegn fíkniefnasmygli við hryðjuverkastríðið svokallaða i kjölfar árásanna á Tvíburaturnana 2021. Þá talar hann um glæpasamtök sem framleiða og smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna sem hryðjuverkasamtök. „Okkar skilaboð til þessara hryðjuverkasamtaka eru að við munum koma fram við ykkur eins og al-Qaeda,“ sagði Hegseth í gær. „Við munum finna ykkur. Kortleggja samtök ykkar, við munum elta ykkur uppi og við munum drepa ykkur.“
Bandaríkin Venesúela Donald Trump Hernaður Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira