Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2025 10:00 Á meðan Erling Haaland raðar inn mörkum þá sér Josko Gvardiol til þess að Manchester City fái sem fæst mörk á sig á hinum enda vallarins. Getty/Simon Stacpoole Fyrir fimm árum hefði Króatann Josko Gvardiol aldrei grunað að hann ætti eftir að spila fyrir Manchester City. Hann var nálægt því að hætta í fótbolta til að snúa sér að körfubolta en varð svo næstdýrasti varnarmaður sögunnar. Gvardiol kom til City frá RB Leipzig í ágúst 2023, fyrir 77 milljónir punda, eftir að hafa næstum gefist upp á draumnum sínum þegar hann var 16 ára unglingaliðsmaður hjá Dinamo Zagreb. „Ég íhugaði að hætta til að snúa mér að körfubolta,“ sagði Gvardiol við BBC en hann var orðinn þreyttur á að fá ekki að spila nógu mikið. „Ég var ekki viss varðandi fótboltann því maður var hættur að hafa gaman af að mæta á æfingar. Ég var farinn að leita að öðrum lausnum og leiðum til að verða glaðari því allir vinir mínir voru í körfubolta,“ sagði Gvardiol. Hefði sagt: Ekki séns Hann gafst hins vegar ekki upp á fótboltanum og var seldur til Þýskalands fyrir 16 milljónir punda, metfé fyrir króatískan ungling, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Dinamo. Þaðan lá svo leiðin til City þar sem Gvardiol sló í gegn og hefur enginn varnarmaður skorað jafnmörg mörk og þessi 23 ára Króati síðan hann mætti í deildina. „Draumurinn var auðvitað að verða atvinnumaður í fótbolta en ég vissi ekki að ég næði svona langt. Ef við færum fimm ár aftur í tímann og ég yrði spurður hvort ég sæi fyrir mér að geta spilað með Manchester City 2023, 24 og 25, þá hefði ég sagt að það væri ekki séns. Bara alveg ómögulegt,“ sagði Gvardiol. Ánægður sem miðvörður Í grein BBC er bent á að Gvardiol hafi spilað 55 af 61 leik City á síðustu leiktíð og spilað alls 6.000 mínútur fyrir City og króatíska landsliðið. Hann missti aðeins af 140 mínútum í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíð sem reyndist City þó erfið lengi vel og var sú fyrsta hjá liðinu án titils síðan 2016-17. Gvardiol sló í gegn sem vinstri bakvörður og lék oftast sem slíkur á síðustu leiktíð en er nú farinn að spila meira sem miðvörður og myndar frábæran þríhyrning með Rúben Dias og Gianluigi Donnarumma. Tölurnar sýna að með Gvardiol í miðverði fær City á sig mun færri mörk og færri skot. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur í mína stöðu. Bara að spila einfalt, vernda markið. Við erum auðvitað með ný markmið á þessari leiktíð og stefnum hátt. En ég vil þó segja að það er fullsnemmt að setja sér markmið því tímabilið er langt og við tökum það leik fyrir leik,“ sagði Gvardiol. Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira
Gvardiol kom til City frá RB Leipzig í ágúst 2023, fyrir 77 milljónir punda, eftir að hafa næstum gefist upp á draumnum sínum þegar hann var 16 ára unglingaliðsmaður hjá Dinamo Zagreb. „Ég íhugaði að hætta til að snúa mér að körfubolta,“ sagði Gvardiol við BBC en hann var orðinn þreyttur á að fá ekki að spila nógu mikið. „Ég var ekki viss varðandi fótboltann því maður var hættur að hafa gaman af að mæta á æfingar. Ég var farinn að leita að öðrum lausnum og leiðum til að verða glaðari því allir vinir mínir voru í körfubolta,“ sagði Gvardiol. Hefði sagt: Ekki séns Hann gafst hins vegar ekki upp á fótboltanum og var seldur til Þýskalands fyrir 16 milljónir punda, metfé fyrir króatískan ungling, eftir að hafa orðið tvöfaldur meistari með Dinamo. Þaðan lá svo leiðin til City þar sem Gvardiol sló í gegn og hefur enginn varnarmaður skorað jafnmörg mörk og þessi 23 ára Króati síðan hann mætti í deildina. „Draumurinn var auðvitað að verða atvinnumaður í fótbolta en ég vissi ekki að ég næði svona langt. Ef við færum fimm ár aftur í tímann og ég yrði spurður hvort ég sæi fyrir mér að geta spilað með Manchester City 2023, 24 og 25, þá hefði ég sagt að það væri ekki séns. Bara alveg ómögulegt,“ sagði Gvardiol. Ánægður sem miðvörður Í grein BBC er bent á að Gvardiol hafi spilað 55 af 61 leik City á síðustu leiktíð og spilað alls 6.000 mínútur fyrir City og króatíska landsliðið. Hann missti aðeins af 140 mínútum í ensku úrvalsdeildinni, á leiktíð sem reyndist City þó erfið lengi vel og var sú fyrsta hjá liðinu án titils síðan 2016-17. Gvardiol sló í gegn sem vinstri bakvörður og lék oftast sem slíkur á síðustu leiktíð en er nú farinn að spila meira sem miðvörður og myndar frábæran þríhyrning með Rúben Dias og Gianluigi Donnarumma. Tölurnar sýna að með Gvardiol í miðverði fær City á sig mun færri mörk og færri skot. „Ég er ánægður með að vera kominn aftur í mína stöðu. Bara að spila einfalt, vernda markið. Við erum auðvitað með ný markmið á þessari leiktíð og stefnum hátt. En ég vil þó segja að það er fullsnemmt að setja sér markmið því tímabilið er langt og við tökum það leik fyrir leik,“ sagði Gvardiol.
Enski boltinn Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsmaður handtekinn í London Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Hádramatík í lokin á Villa Park Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Hislop með krabbamein Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjá meira