Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. október 2025 14:07 Halldór Árnason hefur verið látinn taka pokann sinn hjá Breiðabliki. vísir/diego Breiðablik hefur sagt Halldóri Árnasyni upp störfum sem þjálfara karlaliðs félagsins. Ólafur Ingi Skúlason tekur við af honum. Í dag hefur verið rætt um mögulegar breytingar á þjálfaramálum Breiðabliks og félagið hefur nú staðfest þær. KSÍ hefur einnig staðfest Ólafur Ingi hafi látið af störfum hjá sambandinu. Hann var þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Halldór stýrði Breiðabliki í síðasta sinn þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Íslandsmeisturum Víkings, 1-2, í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla á laugardaginn. Vegna úrslitanna eru möguleikar Blika á að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili ekki í þeirra höndum. Halldór tók til starfa hjá Breiðabliki haustið 2019, sem aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Þeir störfuðu áður saman hjá Gróttu. Halldór tók við Breiðabliki haustið 2023 og stýrði liðinu í síðustu fjórum leikjum þess í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Undir stjórn Halldórs urðu Blikar Íslandsmeistarar í fyrra eftir sigur á Víkingum, 0-3, í hreinum úrslitaleik um titilinn. Breiðablik byrjaði þetta tímabil ágætlega en hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu deildarleikjum sínum. Blikar komust þó í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í annað sinn. Halldór skrifaði undir nýjan samning við Breiðablik um miðjan ágúst. Hann gilti til 2028. „Það er mikil ánægja og gleði með störf hans og þann metnað sem Halldór hefur fyrir meistaraflokki karla og félaginu í heild sinni. Að tryggja áframhaldandi störf hans hjá Breiðabliki er mikilvægur hluti af áframhaldandi framgangi og uppbyggingu Knattspyrnudeildar Breiðabliks,“ sagði meðal annars í tilkynningu Breiðabliks. Breiðablik tekur á móti KuPS frá Finnlandi í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. Á sunnudaginn sækja Blikar svo Stjörnumenn heim í lokaumferð Bestu deildarinnar. Ef Stjarnan sigrar Fram í kvöld eru möguleikar Breiðabliks á að ná Evrópusæti úr sögunni. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, vildi ekki tjá sig frekar um þjálfaraskiptin þegar íþróttadeild leitaði eftir því. Klukkan 19:00 - Fjallað var um þjálfarabreytingar Breiðabliks í Sportpakka Sýnar. Innslagið má sjá hér fyrir neðan. Besta deild karla Breiðablik KSÍ Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Í dag hefur verið rætt um mögulegar breytingar á þjálfaramálum Breiðabliks og félagið hefur nú staðfest þær. KSÍ hefur einnig staðfest Ólafur Ingi hafi látið af störfum hjá sambandinu. Hann var þjálfari U-21 árs landsliðs karla. Halldór stýrði Breiðabliki í síðasta sinn þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Íslandsmeisturum Víkings, 1-2, í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla á laugardaginn. Vegna úrslitanna eru möguleikar Blika á að komast í Evrópukeppni á næsta tímabili ekki í þeirra höndum. Halldór tók til starfa hjá Breiðabliki haustið 2019, sem aðstoðarmaður Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Þeir störfuðu áður saman hjá Gróttu. Halldór tók við Breiðabliki haustið 2023 og stýrði liðinu í síðustu fjórum leikjum þess í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Undir stjórn Halldórs urðu Blikar Íslandsmeistarar í fyrra eftir sigur á Víkingum, 0-3, í hreinum úrslitaleik um titilinn. Breiðablik byrjaði þetta tímabil ágætlega en hefur aðeins unnið einn af síðustu ellefu deildarleikjum sínum. Blikar komust þó í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar í annað sinn. Halldór skrifaði undir nýjan samning við Breiðablik um miðjan ágúst. Hann gilti til 2028. „Það er mikil ánægja og gleði með störf hans og þann metnað sem Halldór hefur fyrir meistaraflokki karla og félaginu í heild sinni. Að tryggja áframhaldandi störf hans hjá Breiðabliki er mikilvægur hluti af áframhaldandi framgangi og uppbyggingu Knattspyrnudeildar Breiðabliks,“ sagði meðal annars í tilkynningu Breiðabliks. Breiðablik tekur á móti KuPS frá Finnlandi í Sambandsdeildinni á fimmtudaginn. Á sunnudaginn sækja Blikar svo Stjörnumenn heim í lokaumferð Bestu deildarinnar. Ef Stjarnan sigrar Fram í kvöld eru möguleikar Breiðabliks á að ná Evrópusæti úr sögunni. Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, vildi ekki tjá sig frekar um þjálfaraskiptin þegar íþróttadeild leitaði eftir því. Klukkan 19:00 - Fjallað var um þjálfarabreytingar Breiðabliks í Sportpakka Sýnar. Innslagið má sjá hér fyrir neðan.
Besta deild karla Breiðablik KSÍ Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira