Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Eiður Þór Árnason skrifar 15. október 2025 18:59 Mannvirki rifið í aðgerð sveitarstjórnar gegn ólöglegri búsetu afganskra flóttamanna í útjaðri Karachi í Pakistan í dag. Ap/Fareed Khan Pakistan og Afganistan tilkynntu um vopnahlé í dag eftir mannskæðustu átök þeirra í mörg ár sem hafa kostað tugi manns lífið beggja vegna landamæranna. Samkomulagið náðist í kjölfar ákalls frá nágrannaríkjum á borð við Sádi-Arabíu og Katar. Óttuðust þau að átökin gætu ýtt enn frekar undir óstöðugleika á svæði þar sem hópar á borð við al-Kaída og samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki reyna að ná fótfestu á ný. Pakistan sakar Afganistan um að hýsa vopnaða hópa en Talíbanar sem eru við stjórn í landinu vísa þessu á bug. Pakistan glímir við árásir vígamanna sem hefur fjölgað frá árinu 2021 þegar Talíbanar náðu völdum í Afganistan. Fólk gengur um húsarústir eftir niðurrif yfirvalda á mannvirkjum í útjaðri Karachi í Pakistan í dag.Ap/Fareed Khan AP-fréttaveitan greinir frá þessu en utanríkisráðuneyti Pakistans segir vopnahléið eiga að gilda í 48 klukkustundir. Fallist hafi verið á að gera hlé á átökum að beiðni yfirvalda í Afganistan. Skömmu síðar sagði Zabihullah Mujahid, aðaltalsmaður Talíbanastjórnarinnar, að vopnahléið væri tilkomið að „kröfu“ Pakistana. Í færslu hans á samfélagsmiðlum var ekkert minnst á 48 klukkustunda tímaramma. Fyrr í dag tilkynntu stjórnvöld í Pakistan að hermenn þeirra hefðu drepið tugi afganskra öryggissveita og vígamanna í bardögum í nótt. Margt á reiki Hjálparsamtökin Emergency NGO sem reka skurðlækningamiðstöð í Kabúl, höfuðborg Afganistan, sögðust hafa tekið við fimm látnum og fjörutíu særðum eftir sprengingar í höfuðborginni. Dejan Panic, landsstjóri samtakanna í Afganistan, sagði að fórnarlömbin hefðu verið með „sár eftir sprengjubrot, högg og brunasár.“ Í yfirlýsingu sagði hann að tíu væru í lífshættu. Óljóst er hvað olli sprengingunum, að sögn AP en Talíbanar staðfestu að sprenging hafi orðið í olíuflutningaskipi. Þá sögðu tveir pakistanskir fulltrúar að her þeirra hefði ráðist á felustað vígamanna. Maður sem særðist í átökum pakistanskra og afganskra hermanna á landamærasvæðinu fluttur til læknismeðferðar á sjúkrahús í Chaman, bæ við landamæri Pakistan.AP/H. Achakzai Mujahid, talsmaður Talíbana, hafði áður sagt að yfir hundrað hafi særst í árásum pakistanskra hermanna á Spin Boldak í suðurhluta Kandaharhéraðs og yfir tólf fallið. Afganskir hermenn hafi svarað skothríðinni og drepið nokkra pakistanska hermenn, að sögn Mujahid. Pakistan fullyrðir að það hafi varist „tilefnislausum“ árásum en neitar því að hafa beint árásum að óbreyttum borgurum. Á sama tíma greindu íbúar í pakistanska landamærabænum Chaman frá því að sprengjur hefðu fallið nálægt þorpum. Íbúar nálægt landamærunum væru að yfirgefa svæðið. Átök litað svæðið frá árinu 1979 Átök hafa verið viðvarandi við landamæri Pakistans frá árinu 1979, þegar það var víglínuríki í stríði sem Bandaríkin studdu gegn Sovétríkjunum í Afganistan. Árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 gerði ástandið á svæðinu enn eldfimara. „Eftir árásirnar þann 11. september skapaðist upplausnarástand á ættbálkasvæðum Pakistans þar sem hinir afgönsku Talíbanar, al-Kaída og aðrir hópar báðum megin við landamærin réðust á sveitir Atlandshafsbandalagsins og pakistanskar öryggissveitir,“ sagði Abdullah Khan, varnarmálasérfræðingur og framkvæmdastjóri Pakistan Institute for Conflict and Security Studies, við AP-fréttaveituna. Pakistan Afganistan Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Samkomulagið náðist í kjölfar ákalls frá nágrannaríkjum á borð við Sádi-Arabíu og Katar. Óttuðust þau að átökin gætu ýtt enn frekar undir óstöðugleika á svæði þar sem hópar á borð við al-Kaída og samtökin sem kenna sig við íslamskt ríki reyna að ná fótfestu á ný. Pakistan sakar Afganistan um að hýsa vopnaða hópa en Talíbanar sem eru við stjórn í landinu vísa þessu á bug. Pakistan glímir við árásir vígamanna sem hefur fjölgað frá árinu 2021 þegar Talíbanar náðu völdum í Afganistan. Fólk gengur um húsarústir eftir niðurrif yfirvalda á mannvirkjum í útjaðri Karachi í Pakistan í dag.Ap/Fareed Khan AP-fréttaveitan greinir frá þessu en utanríkisráðuneyti Pakistans segir vopnahléið eiga að gilda í 48 klukkustundir. Fallist hafi verið á að gera hlé á átökum að beiðni yfirvalda í Afganistan. Skömmu síðar sagði Zabihullah Mujahid, aðaltalsmaður Talíbanastjórnarinnar, að vopnahléið væri tilkomið að „kröfu“ Pakistana. Í færslu hans á samfélagsmiðlum var ekkert minnst á 48 klukkustunda tímaramma. Fyrr í dag tilkynntu stjórnvöld í Pakistan að hermenn þeirra hefðu drepið tugi afganskra öryggissveita og vígamanna í bardögum í nótt. Margt á reiki Hjálparsamtökin Emergency NGO sem reka skurðlækningamiðstöð í Kabúl, höfuðborg Afganistan, sögðust hafa tekið við fimm látnum og fjörutíu særðum eftir sprengingar í höfuðborginni. Dejan Panic, landsstjóri samtakanna í Afganistan, sagði að fórnarlömbin hefðu verið með „sár eftir sprengjubrot, högg og brunasár.“ Í yfirlýsingu sagði hann að tíu væru í lífshættu. Óljóst er hvað olli sprengingunum, að sögn AP en Talíbanar staðfestu að sprenging hafi orðið í olíuflutningaskipi. Þá sögðu tveir pakistanskir fulltrúar að her þeirra hefði ráðist á felustað vígamanna. Maður sem særðist í átökum pakistanskra og afganskra hermanna á landamærasvæðinu fluttur til læknismeðferðar á sjúkrahús í Chaman, bæ við landamæri Pakistan.AP/H. Achakzai Mujahid, talsmaður Talíbana, hafði áður sagt að yfir hundrað hafi særst í árásum pakistanskra hermanna á Spin Boldak í suðurhluta Kandaharhéraðs og yfir tólf fallið. Afganskir hermenn hafi svarað skothríðinni og drepið nokkra pakistanska hermenn, að sögn Mujahid. Pakistan fullyrðir að það hafi varist „tilefnislausum“ árásum en neitar því að hafa beint árásum að óbreyttum borgurum. Á sama tíma greindu íbúar í pakistanska landamærabænum Chaman frá því að sprengjur hefðu fallið nálægt þorpum. Íbúar nálægt landamærunum væru að yfirgefa svæðið. Átök litað svæðið frá árinu 1979 Átök hafa verið viðvarandi við landamæri Pakistans frá árinu 1979, þegar það var víglínuríki í stríði sem Bandaríkin studdu gegn Sovétríkjunum í Afganistan. Árásirnar á tvíburaturnana í New York árið 2001 gerði ástandið á svæðinu enn eldfimara. „Eftir árásirnar þann 11. september skapaðist upplausnarástand á ættbálkasvæðum Pakistans þar sem hinir afgönsku Talíbanar, al-Kaída og aðrir hópar báðum megin við landamærin réðust á sveitir Atlandshafsbandalagsins og pakistanskar öryggissveitir,“ sagði Abdullah Khan, varnarmálasérfræðingur og framkvæmdastjóri Pakistan Institute for Conflict and Security Studies, við AP-fréttaveituna.
Pakistan Afganistan Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent