Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2025 12:19 Palestínumenn streyma fótgangandi norður Gasaströndin eftir að langþráð vopnahlé tók gildi í dag. AP/Abdel Kareem Hana Forsætisráðherra Ísraels hótaði því að afvopna Hamas-samtökin með valdi ef þau gera það ekki í sjálf í þjóðarávarpi eftir að vopnahlé tók gildi á Gasa í dag. Þúsundir íbúa á Gasa sem hafa þurft að flýja árásir Ísraela byrjuðu að streyma til síns heima í morgun. Ísraelar héldu áfram að sprengja á Gasa allt fram að vopnahléinu sem hófst á hádegi að staðartíma í dag. Hamas-samtökin segja að sautján manns hafi fallið þar síðasta sólarhringinn. Ísraelsher tilkynnti í hádeginu hann væri byrjaður að draga lið sitt til baka frá stórum hluta Gasa í samræmi við vopnahléssamkomulagið við Hamas-samtökin sem náðist í gær. Hann mun engu að síður áfram hafa um helming Gasa á sínu valdi. Tugir þúsunda manna sem flúið hafa heimili sín á norðanverðri Gasaströndinni undanfarin misseri byrjuðu að ganga heim til sín eftir tilkynningu Ísraelshers á hádegi að staðartíma, sumir þeirra allt að tuttugu kílómetra leið. Margir þeirra voru með föggur sínar á bakinu en þeir sem höfðu efni á því leigðu asna eða bíla til að ferja eigur sínar norður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ísraelskir hermenn á ferðinni við landamæri Gasa og Ísraels í morgun. Herinn hefur enn um helming Gasa á sínu valdi eftir að vopnahléið tók gildi.AP/Emilio Morenatti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagðist nú hafa staðið við loforð sitt um að endurheimta alla þá gísla sem Hamas-samtökin tóku þegar þau réðust á Ísrael 7. október árið 2023 sem var upphafið af átökunum á Gasa sem hafa staðið í tvö ár og kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. Þrátt fyrir vopnahléið sagði Netanjahú að Ísraelsher umkringdi ennþá Hamas-samtökin. Næsta skref í samkomulaginu sé að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. „Ef það er hægt að gera það með auðveldu leiðinni þá er það fyrir bestu. Ef ekki verður það gert með erfiðu leiðinni,“ sagði Netanjahú. Hamas hefði aðeins fallist á samkomulagið þegar samtökin hefðu verið komin með „sverðið upp að hálsinum“. Ráðherrann sagði sverðið enn þar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Ísraelar héldu áfram að sprengja á Gasa allt fram að vopnahléinu sem hófst á hádegi að staðartíma í dag. Hamas-samtökin segja að sautján manns hafi fallið þar síðasta sólarhringinn. Ísraelsher tilkynnti í hádeginu hann væri byrjaður að draga lið sitt til baka frá stórum hluta Gasa í samræmi við vopnahléssamkomulagið við Hamas-samtökin sem náðist í gær. Hann mun engu að síður áfram hafa um helming Gasa á sínu valdi. Tugir þúsunda manna sem flúið hafa heimili sín á norðanverðri Gasaströndinni undanfarin misseri byrjuðu að ganga heim til sín eftir tilkynningu Ísraelshers á hádegi að staðartíma, sumir þeirra allt að tuttugu kílómetra leið. Margir þeirra voru með föggur sínar á bakinu en þeir sem höfðu efni á því leigðu asna eða bíla til að ferja eigur sínar norður, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Ísraelskir hermenn á ferðinni við landamæri Gasa og Ísraels í morgun. Herinn hefur enn um helming Gasa á sínu valdi eftir að vopnahléið tók gildi.AP/Emilio Morenatti Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagðist nú hafa staðið við loforð sitt um að endurheimta alla þá gísla sem Hamas-samtökin tóku þegar þau réðust á Ísrael 7. október árið 2023 sem var upphafið af átökunum á Gasa sem hafa staðið í tvö ár og kostað tugi þúsunda Palestínumanna lífið. Þrátt fyrir vopnahléið sagði Netanjahú að Ísraelsher umkringdi ennþá Hamas-samtökin. Næsta skref í samkomulaginu sé að Hamas afvopnist. Samtökin hafa þó ekki gefið neitt út um slíkt. „Ef það er hægt að gera það með auðveldu leiðinni þá er það fyrir bestu. Ef ekki verður það gert með erfiðu leiðinni,“ sagði Netanjahú. Hamas hefði aðeins fallist á samkomulagið þegar samtökin hefðu verið komin með „sverðið upp að hálsinum“. Ráðherrann sagði sverðið enn þar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Vopnahlé tekur gildi Ríkisstjórn Ísrael hefur staðfest samkomulag um vopnahlé á Gasaströndinni. Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa einnig samþykkt samkomulagið og hefur vopnahlé því tekið gildi. 9. október 2025 22:47