Von um frið en uggur um efndir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2025 06:36 Nú er stóra spurningin hvort Ísraelar láta af árásum sínum og Hamas láti gíslana lausa. Getty/Abdalhkem Abu Riash Yfirlýst samkomulag milli Ísraels og Hamas um fyrsta áfanga friðarsamninga hefur vakið vonir um tímamót á Gasa en margt er óljóst og framhaldið háð því að báðir aðilar standi undir væntingum. António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fagnað samkomulaginu og segir Sameinuðu þjóðirnar munu styðja við framfylgni þeirra, meðal annars með aukinni neyðaraðstoð og aðstoð við enduruppyggingu Gasa. Guterres hvatti alla aðila til að standa við skilmála samkomulagsins, þar á meðal laus gísla og varanlegt vopnahlé. „Þjáningin verður að taka enda,“ sagði hann. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hafa sömuleiðis tekið fregnunum fagnandi og hvatt aðila til að standa við gefin loforð. Starmer sagði samkomulagið mikinn létti fyrir heimsbyggðina alla. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði yfirvofandi lausn gíslanna sem enn eru í haldi Hamas „blessun“. Fregnunum var einnig fagnað af íbúum Gasa, sem sumir þökkuðu Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir sinn þátt. „Ég vona að næstu dagar færi okkur góð tíðindi og að við og ástvinir okkar fáum að upplifa öryggi,“ hefur BBC eftir Mousa, lækni í Deir al-Balah á Gasa. Hann sagði erfiða tíma framundan þar sem svæðið hefði verið lagt í rúst en að fyrirheit um öryggi skipti sköpum. Aðrir upplifðu blendnar tilfinningar og lýstu efasemdum um að Ísraelar myndu standa við sitt. „Við trúum og trúum ekki. Við höfum blendnar tilfiningar, sveiflumst milli hamingju og sorgar, minningar... allt er í hrærigraut.“ Innviðir væru ekki það eina sem biði endurreisnar, heldur einnig sálarlíf íbúa. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira
António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur fagnað samkomulaginu og segir Sameinuðu þjóðirnar munu styðja við framfylgni þeirra, meðal annars með aukinni neyðaraðstoð og aðstoð við enduruppyggingu Gasa. Guterres hvatti alla aðila til að standa við skilmála samkomulagsins, þar á meðal laus gísla og varanlegt vopnahlé. „Þjáningin verður að taka enda,“ sagði hann. Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, og Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hafa sömuleiðis tekið fregnunum fagnandi og hvatt aðila til að standa við gefin loforð. Starmer sagði samkomulagið mikinn létti fyrir heimsbyggðina alla. Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísrael, sagði yfirvofandi lausn gíslanna sem enn eru í haldi Hamas „blessun“. Fregnunum var einnig fagnað af íbúum Gasa, sem sumir þökkuðu Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir sinn þátt. „Ég vona að næstu dagar færi okkur góð tíðindi og að við og ástvinir okkar fáum að upplifa öryggi,“ hefur BBC eftir Mousa, lækni í Deir al-Balah á Gasa. Hann sagði erfiða tíma framundan þar sem svæðið hefði verið lagt í rúst en að fyrirheit um öryggi skipti sköpum. Aðrir upplifðu blendnar tilfinningar og lýstu efasemdum um að Ísraelar myndu standa við sitt. „Við trúum og trúum ekki. Við höfum blendnar tilfiningar, sveiflumst milli hamingju og sorgar, minningar... allt er í hrærigraut.“ Innviðir væru ekki það eina sem biði endurreisnar, heldur einnig sálarlíf íbúa.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira