Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 09:00 Ruben Amorim í Manchester United-gallanum um síðustu helgi á móti Sunderland en þetta er kannski happagallinn sem snýr öllu við. Getty/Carl Recine Hæstráðendur hjá Manchester United eru sannfærðir um að leikmenn liðsins vilji halda aðalþjálfaranum Ruben Amorim en þetta kom í ljós á dögunum eftir jákvæð samtöl milli leikmanna og stjórnarmanna félagsins. United létti á mikilli pressun á Amorim með 2-0 sigri á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford á laugardaginn var. Eftir leikinn sagði Mason Mount að búningsklefinn stæði „hundrað prósent á bak við stjórann“ þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. Varnarmaðurinn Matthijs de Ligt hafði einnig lýst yfir stuðningi við Amorim eftir 3-1 tapið gegn Brentford. Heimildir ESPN herma að framkvæmdastjórinn Omar Berrada og yfirmaður knattspyrnumála Jason Wilcox hafi einnig rætt við leikmenn úr hópnum, þar á meðal fyrirliðann Bruno Fernandes og leiðtogahópinn. Þeir eru eftir það sannfærðir um að portúgalski þjálfarinn njóti áframhaldandi stuðnings. Samtölin voru ekki sögð formleg eða ætluð til að „kanna hug“ leikmanna varðandi framtíð Amorim. Hins vegar kom í ljós að menn eru sáttir með Amorim og andrúmsloftið í búningsklefanum er gott. Ákvörðun um að reka Amorim, sem er með samning til 2027, yrði tekin í samráði við Sir Jim Ratcliffe og Joel Glazer, þótt Berrada og Wilcox yrðu beðnir um sitt álit. Berrada og Wilcox, sem voru ráðnir af Ratcliffe eftir að hann varð minnihlutaeigandi í febrúar 2024, hafa tekið virkan þátt í að reyna að skilja stemninguna innan félagsins. Báðir hafa skrifstofur á Carrington, sem hefur fengið fimmtíu milljóna punda andlitslyftingu á síðasta ári, sem hefur gert þeim kleift að hafa meiri samskipti við Amorim og leikmennina. Samræður milli stjórnenda, leikmanna og starfsfólks hafa aukist síðan flutt var aftur inn í aðalbygginguna á Carrington í ágúst og samskipti eru orðin algeng á og í kringum nýhönnuð sameiginleg svæði. Fyrrverandi framkvæmdastjóri, Richard Arnold, sem hætti í nóvember 2023, varði mestum hluta vinnuviku sinnar á Old Trafford frekar en á æfingasvæðinu. Forveri hans, Ed Woodward, var sýnilegri á Carrington þrátt fyrir að hafa skrifstofur sínar á leikvanginum. Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira
United létti á mikilli pressun á Amorim með 2-0 sigri á Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford á laugardaginn var. Eftir leikinn sagði Mason Mount að búningsklefinn stæði „hundrað prósent á bak við stjórann“ þrátt fyrir erfiða byrjun á tímabilinu. Varnarmaðurinn Matthijs de Ligt hafði einnig lýst yfir stuðningi við Amorim eftir 3-1 tapið gegn Brentford. Heimildir ESPN herma að framkvæmdastjórinn Omar Berrada og yfirmaður knattspyrnumála Jason Wilcox hafi einnig rætt við leikmenn úr hópnum, þar á meðal fyrirliðann Bruno Fernandes og leiðtogahópinn. Þeir eru eftir það sannfærðir um að portúgalski þjálfarinn njóti áframhaldandi stuðnings. Samtölin voru ekki sögð formleg eða ætluð til að „kanna hug“ leikmanna varðandi framtíð Amorim. Hins vegar kom í ljós að menn eru sáttir með Amorim og andrúmsloftið í búningsklefanum er gott. Ákvörðun um að reka Amorim, sem er með samning til 2027, yrði tekin í samráði við Sir Jim Ratcliffe og Joel Glazer, þótt Berrada og Wilcox yrðu beðnir um sitt álit. Berrada og Wilcox, sem voru ráðnir af Ratcliffe eftir að hann varð minnihlutaeigandi í febrúar 2024, hafa tekið virkan þátt í að reyna að skilja stemninguna innan félagsins. Báðir hafa skrifstofur á Carrington, sem hefur fengið fimmtíu milljóna punda andlitslyftingu á síðasta ári, sem hefur gert þeim kleift að hafa meiri samskipti við Amorim og leikmennina. Samræður milli stjórnenda, leikmanna og starfsfólks hafa aukist síðan flutt var aftur inn í aðalbygginguna á Carrington í ágúst og samskipti eru orðin algeng á og í kringum nýhönnuð sameiginleg svæði. Fyrrverandi framkvæmdastjóri, Richard Arnold, sem hætti í nóvember 2023, varði mestum hluta vinnuviku sinnar á Old Trafford frekar en á æfingasvæðinu. Forveri hans, Ed Woodward, var sýnilegri á Carrington þrátt fyrir að hafa skrifstofur sínar á leikvanginum.
Enski boltinn Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Sjá meira