Arsenal á toppinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Newcastle United v Arsenal - Premier League
Getty/Stuart MacFarlane

Skytturnar hans Mikel Arteta eru komnar á topp ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur á lánlausum Hömrum.

Arsenal tók á móti West Ham United í einum af fjölmörgum Lundúnaslögum ensku úrvalsdeildarinnar. Það verður ekki annað sagt en sigurinn hafi verið sanngjarn en West Ham gerði lítið sem ekkert til að ógna marki heimamanna. 

Declan Rice skoraði fyrra mark leiksins á 38. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik. Um miðbik síðari hálfleik fengu heimamenn vítaspyrnu. Bukayo Saka fór á punktinn og kom Arsenal 2-0 yfir. Reyndust það lokatölur. 

Skytturnar hoppa tímabundið á topp deildarinnar með 17 stig að loknum sjö leikjum. Liverpool er stigi eftir á með leik til góða. West Ham er með fjögur stig í 19. sæti.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira