Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2025 21:32 Sölvi Geir á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings sem situr á toppi Bestu deildar karla í fótbolta, talaði í fyrirsögnum eftir að Valdimar Þór Ingimundarson tryggði 3-2 sigur í Garðabæ. Sigur sem fór langleiðina með að tryggja það að Íslandsmeistaratitilinn fari í Víkina þegar mótinu lýkur. Það virtist sem Örvar Eggertsson væri að tryggja Stjörnunni jafntefli með marki undir lok venjulegs leiktíma en Valdimar Þór nýtti sér mistök í vörn heimamanna og tryggði gestunum hádramatískan 3-2 útisigur. Stigin þrjú sem Víkingar taka með sér heim þýða að þeir hafa nú sjö stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. „Þetta var bara geggjað. Geggjaður endir á þessum leik. Ég sagði þetta fyrir leik, leikirnir okkar oftast mikil skemmtun og þetta var mjög dramatískur sigur hjá okkur. Maður er enn að koma sér niður eftir þetta,“ sagði Sölvi Geir við Gulla Jóns eftir leik og hélt áfram. „Geggjaður andi í strákunum. Við vorum einhvern veginn, þetta er Víkingsliðið – við gefumst ekkert upp. Við fengum á okkur skell hérna rétt fyrir lokin, héldum áfram og náðum inn markinu. Sást bara pressuna hjá Valda í lokin, hann ætlaði að hrifsa boltann af honum.“ „Stúkan, djöfull eru þetta geðveikir áhorfendur - voru komnir langt fyrir leikinn. Allt Víkingssamfélagið búið að stíga upp eftir að við áttum þetta tap á móti Bröndby, erum taplausir síðan þá. Eins og ég segi, allir búnir að stíga upp og geggjað að sjá þessa áhorfendur hérna.“ Sölvi Geir var spurður hversu margir fingur væru komnir á titilinn. „Það er enginn titill kominn þannig það er enginn fingur kominn á hann. Vissulega er þetta góð staða en þetta er alls ekki búið. Þrír leikir eftir, níu stig í pottinum og við með sjö stiga forskot. Þannig þetta er langt frá því að vera búið. Job is not done og við verðum að halda áfram.“ „Glaðir með þennan sigur sem setur okkur í góða stöðu en síðan fókus, niður á jörðina og það er leikur á móti FH í Víkinni.“ Hafði Sölvi Geir trú á því að Víkingar næðu inn sigurmarkinu eftir að Stjarnan jafnaði seint í leiknum? „Það er alltaf trú, það er alltaf trú. Erum búnir að sjá það í gegnum tímana með Víking, Höfum fengið svona mörk, Ingvar (Jónsson) varði vítið gegn KR. Höfum líka lent í því að fá á okkur tvö mörk á lokamínútunum. Svo lengi sem leikurinn er enn í gangi er alltaf trú og það verður alltaf að vera trú. Strákarnir sýndu það að þeir trúðu allan leikinn,“ sagði Sölvi Geir að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira
Það virtist sem Örvar Eggertsson væri að tryggja Stjörnunni jafntefli með marki undir lok venjulegs leiktíma en Valdimar Þór nýtti sér mistök í vörn heimamanna og tryggði gestunum hádramatískan 3-2 útisigur. Stigin þrjú sem Víkingar taka með sér heim þýða að þeir hafa nú sjö stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar. „Þetta var bara geggjað. Geggjaður endir á þessum leik. Ég sagði þetta fyrir leik, leikirnir okkar oftast mikil skemmtun og þetta var mjög dramatískur sigur hjá okkur. Maður er enn að koma sér niður eftir þetta,“ sagði Sölvi Geir við Gulla Jóns eftir leik og hélt áfram. „Geggjaður andi í strákunum. Við vorum einhvern veginn, þetta er Víkingsliðið – við gefumst ekkert upp. Við fengum á okkur skell hérna rétt fyrir lokin, héldum áfram og náðum inn markinu. Sást bara pressuna hjá Valda í lokin, hann ætlaði að hrifsa boltann af honum.“ „Stúkan, djöfull eru þetta geðveikir áhorfendur - voru komnir langt fyrir leikinn. Allt Víkingssamfélagið búið að stíga upp eftir að við áttum þetta tap á móti Bröndby, erum taplausir síðan þá. Eins og ég segi, allir búnir að stíga upp og geggjað að sjá þessa áhorfendur hérna.“ Sölvi Geir var spurður hversu margir fingur væru komnir á titilinn. „Það er enginn titill kominn þannig það er enginn fingur kominn á hann. Vissulega er þetta góð staða en þetta er alls ekki búið. Þrír leikir eftir, níu stig í pottinum og við með sjö stiga forskot. Þannig þetta er langt frá því að vera búið. Job is not done og við verðum að halda áfram.“ „Glaðir með þennan sigur sem setur okkur í góða stöðu en síðan fókus, niður á jörðina og það er leikur á móti FH í Víkinni.“ Hafði Sölvi Geir trú á því að Víkingar næðu inn sigurmarkinu eftir að Stjarnan jafnaði seint í leiknum? „Það er alltaf trú, það er alltaf trú. Erum búnir að sjá það í gegnum tímana með Víking, Höfum fengið svona mörk, Ingvar (Jónsson) varði vítið gegn KR. Höfum líka lent í því að fá á okkur tvö mörk á lokamínútunum. Svo lengi sem leikurinn er enn í gangi er alltaf trú og það verður alltaf að vera trú. Strákarnir sýndu það að þeir trúðu allan leikinn,“ sagði Sölvi Geir að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur Sport Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Fleiri fréttir Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Sjá meira