Íslenski boltinn

Ólafur að­stoðar Þor­stein með lands­liðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur Kristjánsson hefur þjálfað Þrótt undanfarin tvö ár.
Ólafur Kristjánsson hefur þjálfað Þrótt undanfarin tvö ár. vísir/diego

Eftir tímabilið hættir Ólafur Kristjánsson sem þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta og verður aðstoðarmaður Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þrótti. Ólafur tók við þjálfun liðsins fyrir síðasta tímabil. Þá enduðu Þróttarar í 5. sæti Bestu deildarinnar en eru nú í 3. sæti hennar þegar fjórum umferðum er ólokið.

Ólafur tekur við starfi aðstoðarlandsliðsþjálfara af Ásmundi Haraldssyni sem hætti eftir Evrópumótið í Sviss.

Auk þess að vera aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins mun Ólafur leiða þróun og stefnumótun yngri landsliða kvenna og sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×