Leik lokið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Hinrik Wöhler skrifar 27. september 2025 16:00 vísir/diego ÍA sigraði KR í miklum fallbaráttuslag á Skaganum í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Leikurinn endaði 3-2 og með sigrinum eru Skagamenn komnir fjórum stigum frá fallsvæðinu þegar þrjár umferðir eru eftir. Leikurinn fór rólega af stað en bæði lið áttu ágætis sóknir án þess þó að ógna marki andstæðinganna. Liðin fengu fjölmörg föst leikatriði sem skiluðu litlu í miklum baráttuleik. Á 36. mínútu braut Marko Vardic ísinn fyrir Skagamenn. ÍA fékk innkast hægra megin á vellinum og í kjölfarið gaf Jón Gísli Eyland lága fyrirgjöf inn á markteiginn. Þar var Marko Vardic aleinn og spyrnti boltanum með hælnum fram hjá Arnari Frey í markinu. Lagleg afgreiðsla hjá Marko Vardic en varnarleikur KR-inga var ekki upp á marga fiska og var enginn nálægt Marko Vardic. Gestirnir úr Vesturbæ fengu vítaspyrnu þegar skammt var liðið af seinni hálfleik. Aron Sigurðarson tók aukaspyrnu fyrir utan teig sem Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, náði ekki að halda. Guðmundur Andri Tryggvason kom á mikilli ferð inn í teiginn og féll við þegar hann reyndi að ná til boltans. Vítaspyrna var dæmd en Skagamenn voru allt annað en sáttir með dóminn. Aron Sigurðarson skoraði af punktinum og jafnaði leikinn fyrir KR-inga á 53. mínútu. Steinar Þorsteinsson var hársbreidd frá því að koma Skagamönnum yfir á 72. mínútu. Júlíus Mar Júlíusson náði ekki að hreinsa boltann frá og Steinar reyndi að lyfta boltann yfir Arnar Frey Ólafsson í marki KR. Markvörðurinn náði að koma hönd á boltann sem endaði síðan ofan á þverslánni. Það var markahrókurinn Viktor Jónsson sem kom ÍA yfir á ný þegar hann skoraði með skalla á 82. mínútu. Jón Gísli Eyland tók hornspyrnu sem rataði á kollinn á Viktori og stýrði hann boltanum út við stöngina. Skagamenn voru ekki hættir því að tveimur mínútum síðar var vandræðagangur í varnarlínu KR sem leiddi til þess að Viktor Jónsson komst einn fyrir. Hann hljóp að marki KR og lagði hann til hliðar á Gísla Laxdal Unnarsson sem var mættur á ferðinni og renndi knettinum í tómt markið. Heimamenn voru byrjaðir að fagna sigri þegar Aron Sigurðarson náði að minnka muninn fyrir KR. Aron og Gabríel Hrannar Eyjólfsson léku vel á milli sín inn í vítateig ÍA og endaði sóknin með föstu skoti upp í þaknetið. Nær komust KR-ingar ekki og Skagamenn fögnuðu mikilvægum sigri í leikslok. Uppgjör og viðtöl væntanleg síðar í dag. Besta deild karla ÍA KR
ÍA sigraði KR í miklum fallbaráttuslag á Skaganum í neðri hluta Bestu deildar karla í dag. Leikurinn endaði 3-2 og með sigrinum eru Skagamenn komnir fjórum stigum frá fallsvæðinu þegar þrjár umferðir eru eftir. Leikurinn fór rólega af stað en bæði lið áttu ágætis sóknir án þess þó að ógna marki andstæðinganna. Liðin fengu fjölmörg föst leikatriði sem skiluðu litlu í miklum baráttuleik. Á 36. mínútu braut Marko Vardic ísinn fyrir Skagamenn. ÍA fékk innkast hægra megin á vellinum og í kjölfarið gaf Jón Gísli Eyland lága fyrirgjöf inn á markteiginn. Þar var Marko Vardic aleinn og spyrnti boltanum með hælnum fram hjá Arnari Frey í markinu. Lagleg afgreiðsla hjá Marko Vardic en varnarleikur KR-inga var ekki upp á marga fiska og var enginn nálægt Marko Vardic. Gestirnir úr Vesturbæ fengu vítaspyrnu þegar skammt var liðið af seinni hálfleik. Aron Sigurðarson tók aukaspyrnu fyrir utan teig sem Árni Marinó Einarsson, markvörður ÍA, náði ekki að halda. Guðmundur Andri Tryggvason kom á mikilli ferð inn í teiginn og féll við þegar hann reyndi að ná til boltans. Vítaspyrna var dæmd en Skagamenn voru allt annað en sáttir með dóminn. Aron Sigurðarson skoraði af punktinum og jafnaði leikinn fyrir KR-inga á 53. mínútu. Steinar Þorsteinsson var hársbreidd frá því að koma Skagamönnum yfir á 72. mínútu. Júlíus Mar Júlíusson náði ekki að hreinsa boltann frá og Steinar reyndi að lyfta boltann yfir Arnar Frey Ólafsson í marki KR. Markvörðurinn náði að koma hönd á boltann sem endaði síðan ofan á þverslánni. Það var markahrókurinn Viktor Jónsson sem kom ÍA yfir á ný þegar hann skoraði með skalla á 82. mínútu. Jón Gísli Eyland tók hornspyrnu sem rataði á kollinn á Viktori og stýrði hann boltanum út við stöngina. Skagamenn voru ekki hættir því að tveimur mínútum síðar var vandræðagangur í varnarlínu KR sem leiddi til þess að Viktor Jónsson komst einn fyrir. Hann hljóp að marki KR og lagði hann til hliðar á Gísla Laxdal Unnarsson sem var mættur á ferðinni og renndi knettinum í tómt markið. Heimamenn voru byrjaðir að fagna sigri þegar Aron Sigurðarson náði að minnka muninn fyrir KR. Aron og Gabríel Hrannar Eyjólfsson léku vel á milli sín inn í vítateig ÍA og endaði sóknin með föstu skoti upp í þaknetið. Nær komust KR-ingar ekki og Skagamenn fögnuðu mikilvægum sigri í leikslok. Uppgjör og viðtöl væntanleg síðar í dag.
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn
Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Íslenski boltinn