Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. september 2025 23:43 Frá aðgerðum lögreglunnar í Danmörku við Kastrup fyrir tveimur dögum. Steven Knap/Ritzau Scanpix/AP Dönsk lögregluyfirvöld hafa í kvöld fengið ábendingar um drónaflug nærri þremur flugvöllum til viðbótar við flugvöllinn í Álaborg sem lokað var fyrr í kvöld. Um er að ræða flugvelli við Esbjerg, Sønderborg og Skrydstrup. Allir eru þeir á Jótlandi. Þetta staðfestir lögreglan á samfélagsmiðlum. TV2 greinir frá því að flugvöllurinn sem um ræðir í Skrydstrup sé herflugvöllur. Þar séu danskar orrustuþotur meðal annars hýstar. Lögreglan segist í færslu sinni á miðlunum vera að kanna málið og að frekari upplýsingar muni berast síðar í nótt. Danskir miðlar hafa reynt að fá á hreint hvort til standi að loka lofthelgi flugvallanna en við því hafa enn ekki fengist svör. Eins og fram hefur komið var flugvellinum í Álaborg lokað fyrr í kvöld vegna drónaflugs. Tveir dagar eru síðan flugvellinum á Kastrup var lokað vegna slíks flugs. Flugvellinum í Álaborg er enn lokað og verður honum lokað þar til klukkan 06:00 í fyrramálið að dönskum tíma. Á blaðamannafundi lögreglunnar fyrr í kvöld sagðist lögreglan ekki telja að drónarnir sem um ræðir í Álaborg og í Kaupmannahöfn séu í einkaeigu. Auðvelt sé að rekja dróna sem seldir séu í verslunum. Dönsk yfirvöld hafa ekkert fullyrt um hver beri ábyrgð en Úkraínuforseti hefur fullyrt að Rússar beri ábyrgð. Fram kom á blaðamannafundinum að ábendingum um meint drónaflug rigni nú yfir dönsk lögregluyfirvöld. Thorkild Fodge ríkislögreglustjóri Danmerkur biðlaði til almennings um að fljúga ekki drónum nálægt flugvöllum. Þá sagði Fodge að lögreglustjórar Danmerkur muni funda saman vegna málsins á fimmtudag. Lögregla sé með aukinn viðbúnað við flugvelli landsins. Hann segir að lögregla muni róa að því öllum árum að skjóta drónana niður sé þess kostur, í samráði við danska herinn. Lykilatriði sé að komast að því hver beri ábyrgð. Danmörk Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira
Þetta staðfestir lögreglan á samfélagsmiðlum. TV2 greinir frá því að flugvöllurinn sem um ræðir í Skrydstrup sé herflugvöllur. Þar séu danskar orrustuþotur meðal annars hýstar. Lögreglan segist í færslu sinni á miðlunum vera að kanna málið og að frekari upplýsingar muni berast síðar í nótt. Danskir miðlar hafa reynt að fá á hreint hvort til standi að loka lofthelgi flugvallanna en við því hafa enn ekki fengist svör. Eins og fram hefur komið var flugvellinum í Álaborg lokað fyrr í kvöld vegna drónaflugs. Tveir dagar eru síðan flugvellinum á Kastrup var lokað vegna slíks flugs. Flugvellinum í Álaborg er enn lokað og verður honum lokað þar til klukkan 06:00 í fyrramálið að dönskum tíma. Á blaðamannafundi lögreglunnar fyrr í kvöld sagðist lögreglan ekki telja að drónarnir sem um ræðir í Álaborg og í Kaupmannahöfn séu í einkaeigu. Auðvelt sé að rekja dróna sem seldir séu í verslunum. Dönsk yfirvöld hafa ekkert fullyrt um hver beri ábyrgð en Úkraínuforseti hefur fullyrt að Rússar beri ábyrgð. Fram kom á blaðamannafundinum að ábendingum um meint drónaflug rigni nú yfir dönsk lögregluyfirvöld. Thorkild Fodge ríkislögreglustjóri Danmerkur biðlaði til almennings um að fljúga ekki drónum nálægt flugvöllum. Þá sagði Fodge að lögreglustjórar Danmerkur muni funda saman vegna málsins á fimmtudag. Lögregla sé með aukinn viðbúnað við flugvelli landsins. Hann segir að lögregla muni róa að því öllum árum að skjóta drónana niður sé þess kostur, í samráði við danska herinn. Lykilatriði sé að komast að því hver beri ábyrgð.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Drónaumferð á dönskum flugvöllum Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Sjá meira