Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 15:06 Selinskí Úkraínuforseti á leið á sviðið í höfuðstöðum Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. AP/Yuki Iwamura Volodymyr Selenskí, forseti Úkraínu, segir að Rússlandsforseti muni auka og breiða út stríðsresktur sinn verði hann ekki stöðvaður. Stríðið væri knúið áfram af nýrri vopnatækni og gervigreind. Alþjóðalög hefðu ekkert gildi án valdamikilla vina og vopna. Þetta kom fram í ávarpi hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York í morgun. „Þjóð sem þráir frið þarf engu að síður að nota vopn,“ sagði Selenskí. „Alþjóðalög virka ekki nema þú eigir öfluga vini sem eru tilbúnir að verja þau – og jafnvel það er gagnslaust án vopna.“ Forsetinn sagði að þrátt fyrir blóðsúthellingar væru Úkraínumenn friðsamt fólk. Vopnahlé kæmist ekki á vegna þess að Rússar segðu nei. Þeir héldu áfram loftárásum, jafnvel nærri kjarnorkuverum, og hefðu numið þúsundir úkraínskra barna á brott. Yrði að passa upp á Moldóvu Hann gagnrýndi veikleika alþjóðastofnana og benti á að innrásir Rússa í lofthelgi Póllands og Eistlands sýndu að jafnvel aðild að hernaðarbandalagi eins og NATO veitti ekki sjálfkrafa öryggi. Eistland hafi í fyrsta sinn neyðst til að kalla saman öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa. Selenskí varaði einnig við rússneskum áhrifum í Moldóvu. Evrópa hefði misst Georgíu og Hvíta-Rússland. Moldóva mætti ekki verða næsta fórnarlamb. Evrópusambandið yrði að hjálpa Moldóvum með fjármunum og aðstoð í orkumálum en ekki með orðum og pólitískum yfirlýsingum. Forsetinn fjallaði sérstaklega um vaxandi ógn dróna og gervigreindar í hernaði. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær drónar fara að berjast sjálfir, án þess að lúta stjórn manna,“ sagði Selinskí. Vegna innrásarstríðs Rússa hefðu tugir þúsunda kunnáttu til að nota dróna til að drepa fólk. Hann spurði hvað myndi gerast yrðu drónar enn aðgengilegri í framtíðinni? Hann krafðist alþjóðlegra reglna um notkun gervigreindar í vopnum. Ódýrara nú en seinna Selenskí lagði áherslu á að stöðva yrði Vladimir Pútín Rússlandsforseta strax. „Það er ódýrara að stöðva Pútína núna,“ sagði Selinskí og bar saman kostnaðinn við að verja skip og hafnir heimsins síðar. Pútín myndi bæta við stríðsrekstur sinn yrði hann ekki stöðvaður. Viðstaddir í New York væru ábyrgir fyrir því að brottnumin börn gætu snúið heim til sín, fangar yrðu frelsaðir og gíslar komist heim. Í lok ræðu sinnar þakkaði hann Bandaríkjaforsetunum, núverandi og fyrrverandi, fyrir stuðninginn en undirstrikaði að friður væri sameiginlegt verkefni allra. Selenski minntist banatilræðis við Donald Trump og nýlegu morði á Charlie Kirk vestan hafs í ræðu sinni í samhengi við útbreiðslu vopna. Þá hvatti hann aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að láta í sér heyra á meðan stríði Rússa standi. Þjóðirnar þurfi að fordæma aðgerðir Rússa. Hann lauk ræðu sinni á kunnuglegum nótum: „Slava Ukraini“ eða „dýrð sé Úkraínu.“ Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
„Þjóð sem þráir frið þarf engu að síður að nota vopn,“ sagði Selenskí. „Alþjóðalög virka ekki nema þú eigir öfluga vini sem eru tilbúnir að verja þau – og jafnvel það er gagnslaust án vopna.“ Forsetinn sagði að þrátt fyrir blóðsúthellingar væru Úkraínumenn friðsamt fólk. Vopnahlé kæmist ekki á vegna þess að Rússar segðu nei. Þeir héldu áfram loftárásum, jafnvel nærri kjarnorkuverum, og hefðu numið þúsundir úkraínskra barna á brott. Yrði að passa upp á Moldóvu Hann gagnrýndi veikleika alþjóðastofnana og benti á að innrásir Rússa í lofthelgi Póllands og Eistlands sýndu að jafnvel aðild að hernaðarbandalagi eins og NATO veitti ekki sjálfkrafa öryggi. Eistland hafi í fyrsta sinn neyðst til að kalla saman öryggisráð Sameinuðu þjóðanna vegna árása Rússa. Selenskí varaði einnig við rússneskum áhrifum í Moldóvu. Evrópa hefði misst Georgíu og Hvíta-Rússland. Moldóva mætti ekki verða næsta fórnarlamb. Evrópusambandið yrði að hjálpa Moldóvum með fjármunum og aðstoð í orkumálum en ekki með orðum og pólitískum yfirlýsingum. Forsetinn fjallaði sérstaklega um vaxandi ógn dróna og gervigreindar í hernaði. „Það er aðeins tímaspursmál hvenær drónar fara að berjast sjálfir, án þess að lúta stjórn manna,“ sagði Selinskí. Vegna innrásarstríðs Rússa hefðu tugir þúsunda kunnáttu til að nota dróna til að drepa fólk. Hann spurði hvað myndi gerast yrðu drónar enn aðgengilegri í framtíðinni? Hann krafðist alþjóðlegra reglna um notkun gervigreindar í vopnum. Ódýrara nú en seinna Selenskí lagði áherslu á að stöðva yrði Vladimir Pútín Rússlandsforseta strax. „Það er ódýrara að stöðva Pútína núna,“ sagði Selinskí og bar saman kostnaðinn við að verja skip og hafnir heimsins síðar. Pútín myndi bæta við stríðsrekstur sinn yrði hann ekki stöðvaður. Viðstaddir í New York væru ábyrgir fyrir því að brottnumin börn gætu snúið heim til sín, fangar yrðu frelsaðir og gíslar komist heim. Í lok ræðu sinnar þakkaði hann Bandaríkjaforsetunum, núverandi og fyrrverandi, fyrir stuðninginn en undirstrikaði að friður væri sameiginlegt verkefni allra. Selenski minntist banatilræðis við Donald Trump og nýlegu morði á Charlie Kirk vestan hafs í ræðu sinni í samhengi við útbreiðslu vopna. Þá hvatti hann aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að láta í sér heyra á meðan stríði Rússa standi. Þjóðirnar þurfi að fordæma aðgerðir Rússa. Hann lauk ræðu sinni á kunnuglegum nótum: „Slava Ukraini“ eða „dýrð sé Úkraínu.“
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent