Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2025 09:33 Þótt Florian Wirtz eigi enn eftir að springa út í búningi Liverpool gengur liðinu allt í haginn og hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu. epa/ADAM VAUGHAN Florian Wirtz hefur farið rólega af stað með Liverpool eftir að hafa verið keyptur á háa fjárhæð frá Bayer Leverkusen. Hann segist þó vera rólegur yfir stöðu mála. Liverpool keypti Wirtz á 116 milljónir punda í sumar og hann var dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þar til Rauði herinn keypti Alexander Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Wirtz hefur ekki enn skorað eða lagt upp mark fyrir Liverpool en þrátt fyrir það hefur hann ekki áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað hefði ég viljað skora en hvað sem hver segir er ég rólegur,“ sagði Wirtz við Sky í Þýskalandi. „Ég vil ekki alltaf heyra: Gefðu þessu tíma, gefðu þessu tíma. Í staðinn vil ég einfaldlega gera betur í hvert einasta skipti.“ Wirtz segist ekki vera ósáttur við spilamennsku sína þótt hann vilji komast á blað með Liverpool. „Stundum koma bara kaflar þar sem hlutirnir ganga ekki vel en ég hef að mestu sloppið við þá á ferlinum,“ sagði Wirtz. „Þegar ég kemst í gegnum þetta - sem gæti verið hart að segja því ég er ekki að spila illa, ég hef bara ekki skorað eða lagt upp - kemur þetta á einhverjum tímapunkti og þá verður allt í lagi. Það er ekkert leyndarmál að ég hefði viljað gera betur en ég er þolinmóður og veit vel að ég get spilað góðan fótbolta. Fyrr en síðar komast hlutirnir í eðlilegt horf.“ Wirtz byrjaði á varamannabekknum þegar Liverpool vann Everton, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og kom ekkert við sögu í 2-1 sigrinum á Southampton í 3. umferð deildabikarsins í gær. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace á laugardaginn. Liðin eru þau einu sem eru ósigruð í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. 24. september 2025 07:30 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Liverpool keypti Wirtz á 116 milljónir punda í sumar og hann var dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þar til Rauði herinn keypti Alexander Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Wirtz hefur ekki enn skorað eða lagt upp mark fyrir Liverpool en þrátt fyrir það hefur hann ekki áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað hefði ég viljað skora en hvað sem hver segir er ég rólegur,“ sagði Wirtz við Sky í Þýskalandi. „Ég vil ekki alltaf heyra: Gefðu þessu tíma, gefðu þessu tíma. Í staðinn vil ég einfaldlega gera betur í hvert einasta skipti.“ Wirtz segist ekki vera ósáttur við spilamennsku sína þótt hann vilji komast á blað með Liverpool. „Stundum koma bara kaflar þar sem hlutirnir ganga ekki vel en ég hef að mestu sloppið við þá á ferlinum,“ sagði Wirtz. „Þegar ég kemst í gegnum þetta - sem gæti verið hart að segja því ég er ekki að spila illa, ég hef bara ekki skorað eða lagt upp - kemur þetta á einhverjum tímapunkti og þá verður allt í lagi. Það er ekkert leyndarmál að ég hefði viljað gera betur en ég er þolinmóður og veit vel að ég get spilað góðan fótbolta. Fyrr en síðar komast hlutirnir í eðlilegt horf.“ Wirtz byrjaði á varamannabekknum þegar Liverpool vann Everton, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og kom ekkert við sögu í 2-1 sigrinum á Southampton í 3. umferð deildabikarsins í gær. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace á laugardaginn. Liðin eru þau einu sem eru ósigruð í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. 24. september 2025 07:30 Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. 24. september 2025 07:30