Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2025 07:30 Hvað var Hugo Ekitike eiginlega að hugsa? Getty Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. Ekitike hefur þegar skorað þrjú mörk og átt eina stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Southampton í deildabikarnum í gærkvöld. Þegar hann fagnaði sigurmarkinu í gær fór hann hins vegar úr treyjunni sinni og hélt á henni fyrir framan stuðningsmenn. Ekki aðeins þýddi þetta gult spjald heldur hafði Ekitike þegar fengið áminningu í leiknum og var því rekinn af velli, eins og sjá má hér að neðan. Manni færri héldu Liverpool-menn út í lokin en Slot var bersýnilega ekki skemmt yfir hegðun Frakkans. „Þetta er ekki bara [heimska] út af því að þetta var hans seinna [gula spjald] – þetta hefði verið heimska þó að hann hefði ekki verið búinn að fá gult,“ sagði Slot hreinskilinn eftir leik. Hefði sjálfur alltaf bent á Chiesa „Kannski er ég gamaldags en ég skoraði talsvert af mörkum – ekki á þessu stigi en samt – og ef maður fór framhjá þremur varnarmönnum og smellti boltanum í hornið þá gat maður kannski látið eins og allt snerist um mann sjálfan. En ef ég skoraði svona mark [eins og Ekitike í gær] þá hefði ég hlaupið til Chiesa og sagt: Þetta snýst um þig Federico – frábær stoðsending, frábært hlaup og ég þurfti ekki að gera mikið. En kannski er ég bara gamaldags. Þetta var heimskulegt á allan hátt. Það góða er að liðsfélagar hans hjálpuðu honum að koma sigrinum í höfn en núna verður hann í banni á laugardaginn og það er alls ekki hentugt,“ sagði Slot. "It was stupid, in every sense" 😬Arne Slot was not pleased with Hugo Ekitke after he received a second yellow card for taking his shirt off while celebrating 🟥 pic.twitter.com/mBsyHapKmN— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 23, 2025 Bað alla afsökunar eftir leik Stjórinn hefur mikið rætt um hve varlega hann ætli sér að fara með Alexander Isak eftir komu hans frá Newcastle, til að fyrirbyggja meiðsli. Isak skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær og virðist nú líklegur til þurfa að byrja leikinn á laugardaginn. Ekitike sendi frá sér afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir leikinn: „Ég var svo spenntur yfir að hjálpa liðinu mínu að landa öðrum sigri hérna á heimavelli, í fyrsta leiknum mínum í deildabikarnum. Tilfinningarnar báru mig ofurliði. Ég vil biðja alla rauðu fjölskylduna afsökunar. Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir allan stuðninginn við okkur og liðsfélögunum fyrir sigurinn!“ Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira
Ekitike hefur þegar skorað þrjú mörk og átt eina stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni, og skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri gegn Southampton í deildabikarnum í gærkvöld. Þegar hann fagnaði sigurmarkinu í gær fór hann hins vegar úr treyjunni sinni og hélt á henni fyrir framan stuðningsmenn. Ekki aðeins þýddi þetta gult spjald heldur hafði Ekitike þegar fengið áminningu í leiknum og var því rekinn af velli, eins og sjá má hér að neðan. Manni færri héldu Liverpool-menn út í lokin en Slot var bersýnilega ekki skemmt yfir hegðun Frakkans. „Þetta er ekki bara [heimska] út af því að þetta var hans seinna [gula spjald] – þetta hefði verið heimska þó að hann hefði ekki verið búinn að fá gult,“ sagði Slot hreinskilinn eftir leik. Hefði sjálfur alltaf bent á Chiesa „Kannski er ég gamaldags en ég skoraði talsvert af mörkum – ekki á þessu stigi en samt – og ef maður fór framhjá þremur varnarmönnum og smellti boltanum í hornið þá gat maður kannski látið eins og allt snerist um mann sjálfan. En ef ég skoraði svona mark [eins og Ekitike í gær] þá hefði ég hlaupið til Chiesa og sagt: Þetta snýst um þig Federico – frábær stoðsending, frábært hlaup og ég þurfti ekki að gera mikið. En kannski er ég bara gamaldags. Þetta var heimskulegt á allan hátt. Það góða er að liðsfélagar hans hjálpuðu honum að koma sigrinum í höfn en núna verður hann í banni á laugardaginn og það er alls ekki hentugt,“ sagði Slot. "It was stupid, in every sense" 😬Arne Slot was not pleased with Hugo Ekitke after he received a second yellow card for taking his shirt off while celebrating 🟥 pic.twitter.com/mBsyHapKmN— Sky Sports Football (@SkyFootball) September 23, 2025 Bað alla afsökunar eftir leik Stjórinn hefur mikið rætt um hve varlega hann ætli sér að fara með Alexander Isak eftir komu hans frá Newcastle, til að fyrirbyggja meiðsli. Isak skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool í gær og virðist nú líklegur til þurfa að byrja leikinn á laugardaginn. Ekitike sendi frá sér afsökunarbeiðni á samfélagsmiðlum eftir leikinn: „Ég var svo spenntur yfir að hjálpa liðinu mínu að landa öðrum sigri hérna á heimavelli, í fyrsta leiknum mínum í deildabikarnum. Tilfinningarnar báru mig ofurliði. Ég vil biðja alla rauðu fjölskylduna afsökunar. Ég vil þakka stuðningsmönnum fyrir allan stuðninginn við okkur og liðsfélögunum fyrir sigurinn!“
Mest lesið Heimir fagnaði sigri og HM enn möguleiki Fótbolti Ísland - Lúxemborg 2-1 | Jóhannes áberandi í fyrsta sigrinum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals Handbolti Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Körfubolti Franska pressan: „Strönduðu í fjörðunum“ Fótbolti Fertugur Ronaldo sló met og hjálpaði Heimi Fótbolti Allt í steik hjá Svíum: „Helvítis kerfið verður að fara“ Fótbolti Sautján ára nýliði í landsliðinu Fótbolti Stefnir í úrslitaleik í Póllandi og jafntefli gæti dugað Fótbolti Fleiri fréttir Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjá meira