Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2025 09:33 Þótt Florian Wirtz eigi enn eftir að springa út í búningi Liverpool gengur liðinu allt í haginn og hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu. epa/ADAM VAUGHAN Florian Wirtz hefur farið rólega af stað með Liverpool eftir að hafa verið keyptur á háa fjárhæð frá Bayer Leverkusen. Hann segist þó vera rólegur yfir stöðu mála. Liverpool keypti Wirtz á 116 milljónir punda í sumar og hann var dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þar til Rauði herinn keypti Alexander Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Wirtz hefur ekki enn skorað eða lagt upp mark fyrir Liverpool en þrátt fyrir það hefur hann ekki áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað hefði ég viljað skora en hvað sem hver segir er ég rólegur,“ sagði Wirtz við Sky í Þýskalandi. „Ég vil ekki alltaf heyra: Gefðu þessu tíma, gefðu þessu tíma. Í staðinn vil ég einfaldlega gera betur í hvert einasta skipti.“ Wirtz segist ekki vera ósáttur við spilamennsku sína þótt hann vilji komast á blað með Liverpool. „Stundum koma bara kaflar þar sem hlutirnir ganga ekki vel en ég hef að mestu sloppið við þá á ferlinum,“ sagði Wirtz. „Þegar ég kemst í gegnum þetta - sem gæti verið hart að segja því ég er ekki að spila illa, ég hef bara ekki skorað eða lagt upp - kemur þetta á einhverjum tímapunkti og þá verður allt í lagi. Það er ekkert leyndarmál að ég hefði viljað gera betur en ég er þolinmóður og veit vel að ég get spilað góðan fótbolta. Fyrr en síðar komast hlutirnir í eðlilegt horf.“ Wirtz byrjaði á varamannabekknum þegar Liverpool vann Everton, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og kom ekkert við sögu í 2-1 sigrinum á Southampton í 3. umferð deildabikarsins í gær. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace á laugardaginn. Liðin eru þau einu sem eru ósigruð í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. 24. september 2025 07:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
Liverpool keypti Wirtz á 116 milljónir punda í sumar og hann var dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar þar til Rauði herinn keypti Alexander Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Wirtz hefur ekki enn skorað eða lagt upp mark fyrir Liverpool en þrátt fyrir það hefur hann ekki áhyggjur af stöðunni. „Auðvitað hefði ég viljað skora en hvað sem hver segir er ég rólegur,“ sagði Wirtz við Sky í Þýskalandi. „Ég vil ekki alltaf heyra: Gefðu þessu tíma, gefðu þessu tíma. Í staðinn vil ég einfaldlega gera betur í hvert einasta skipti.“ Wirtz segist ekki vera ósáttur við spilamennsku sína þótt hann vilji komast á blað með Liverpool. „Stundum koma bara kaflar þar sem hlutirnir ganga ekki vel en ég hef að mestu sloppið við þá á ferlinum,“ sagði Wirtz. „Þegar ég kemst í gegnum þetta - sem gæti verið hart að segja því ég er ekki að spila illa, ég hef bara ekki skorað eða lagt upp - kemur þetta á einhverjum tímapunkti og þá verður allt í lagi. Það er ekkert leyndarmál að ég hefði viljað gera betur en ég er þolinmóður og veit vel að ég get spilað góðan fótbolta. Fyrr en síðar komast hlutirnir í eðlilegt horf.“ Wirtz byrjaði á varamannabekknum þegar Liverpool vann Everton, 2-1, í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn og kom ekkert við sögu í 2-1 sigrinum á Southampton í 3. umferð deildabikarsins í gær. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace á laugardaginn. Liðin eru þau einu sem eru ósigruð í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. 24. september 2025 07:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Ítalía - Ísland | Hefja leiðina á HM Körfubolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Sjá meira
Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Franski framherjinn Hugo Ekitike hefur farið frábærlega af stað með Liverpool en verður í banni gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir vægast sagt heimskulega hegðun að mati Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool. 24. september 2025 07:30