„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. september 2025 07:34 Lögreglan hefur boðað til þriðja blaðamannafundarins vegna drónanna. Sá fyrsti var klukkan 1:30 í nótt að staðartíma, aftur klukkan 7 í morgun og sá þriðji klukkan 9:30. AP/Emil Helms Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. Gardemoen alþjóðaflugvellinum í Osló í Noregi var einnig lokað vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í nótt. Danska lögreglan hefur síðan seint í gærkvöldi haldið þrjá blaðamannafundi vegna málsins. Um er að ræða alvarlegastu árásina gegn dönskum innviðum til þessa að sögn forsætisráðherra landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni hér neðst í fréttinni. Drónanna varð fyrst vart um klukkan 20:30 að staðartíma í Kaupmannahöfn og var þá strax lokað fyrir alla flugumferð til og frá vellinum. Flugumferð lá niðri í um fjóra klukkutíma sem hefur haft áhrif á að minnsta kosti tuttugu þúsund farþega og um hundrað flugferðum aflýst. Ríflega þrjátíu flugvélum sem áttu að lenda í Kaupmannahöfn í gærkvöldi var beint á aðra flugvelli, ýmist annars staðar í Danmörku eða í Svíþjóð. Enn gætti áhrifa og er nokkuð um seinkanir eða aflýst flug og mikið öngþveiti hefur verið í flugstöðinni í dag, en ástandið hefur jafnt og þétt batnað eftir því sem liðið hefur á daginn. Ekki liggur fyrir um hversu marga dróna var að ræða en þeir voru að minnsta kosti þrír að því er fram kom á blaðamannafundi dönsku lögreglunnar í morgun. Ekki er útilokað að drónarnir hafi verið sendir frá skipi af Eyrasundi eða Eystrasalti, en allt er það enn til rannsóknar. Það var metið of áhættusamt að skjóta drónana niður við flugvöllinn, meðal annars þar sem þar voru flugvélar fullar af farþegum, margt fólk í flugstöðinni og eldfimt eldsneyti sem gæti skapað hættu ef brak félli úr lofti. Fylgst var með umferð drónanna, sem sáust reglulega á sveimi og stundum kom frá þeim ljós sem lýsti niður á jörðina, þar til um klukkan hálf eitt í nótt að staðartíma þegar drónarnir hurfu. Auk lögreglunnar í Kaupmannahöfn og flugmálayfirvöldum tók sérsveit dönsku leynilögreglunnar PET þátt í aðgerðum með vöktun úr þyrlu auk þess sem herinn hafði aðkomu. Þá átti lögreglan í samstarfi við útlönd, en í Noregi var einnig lokað fyrir flugumferð í Osló vegna óþekktrar drónaumferðar. Ekki liggur fyrir staðfest hvort atburðirnir í Kaupmannahöfn og Osló tengjast. Volódimír Selenskí forseti Úkraínu er staddur í New York þar sem hann sækir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna líkt og aðrir þjóðarleiðtogar í þessari viku. Í færslu á samfélagsmiðlinum X skrifar Selenskí meðal annars að hann hafi átt fund með forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í New York þar sem möguleikinn á að nýta frysta fjármuni Rússa í þágu Úkraínu var meðal annars til umræðu. Sérstaklega hafi þau rætt ógnina sem stafi af Rússum sem hafi í nokkur skipti á stuttum tíma vanvirt lofthelgi bandalagsríkja NATO, þar á meðal í Kaupmannahöfn 22. september. Fleiri orð hafði forsetinn ekki um það í færslunni. Danska lögreglan var spurð um orð Selenskís en kvaðst ekki geta sagt nokkuð um fullyrðinguna, þar sem hún hafi ekki vitneskju um það hvort Rússar beri ábyrgð. Rússar hafa hafnað ábyrgð, en forsætisráðherra Danmerkur segist ekkert geta útilokað í þeim efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Gardemoen alþjóðaflugvellinum í Osló í Noregi var einnig lokað vegna drónaumferðar í nokkra klukkutíma í nótt. Danska lögreglan hefur síðan seint í gærkvöldi haldið þrjá blaðamannafundi vegna málsins. Um er að ræða alvarlegastu árásina gegn dönskum innviðum til þessa að sögn forsætisráðherra landsins. Hægt er að fylgjast með nýjustu tíðindum af málinu í vaktinni hér neðst í fréttinni. Drónanna varð fyrst vart um klukkan 20:30 að staðartíma í Kaupmannahöfn og var þá strax lokað fyrir alla flugumferð til og frá vellinum. Flugumferð lá niðri í um fjóra klukkutíma sem hefur haft áhrif á að minnsta kosti tuttugu þúsund farþega og um hundrað flugferðum aflýst. Ríflega þrjátíu flugvélum sem áttu að lenda í Kaupmannahöfn í gærkvöldi var beint á aðra flugvelli, ýmist annars staðar í Danmörku eða í Svíþjóð. Enn gætti áhrifa og er nokkuð um seinkanir eða aflýst flug og mikið öngþveiti hefur verið í flugstöðinni í dag, en ástandið hefur jafnt og þétt batnað eftir því sem liðið hefur á daginn. Ekki liggur fyrir um hversu marga dróna var að ræða en þeir voru að minnsta kosti þrír að því er fram kom á blaðamannafundi dönsku lögreglunnar í morgun. Ekki er útilokað að drónarnir hafi verið sendir frá skipi af Eyrasundi eða Eystrasalti, en allt er það enn til rannsóknar. Það var metið of áhættusamt að skjóta drónana niður við flugvöllinn, meðal annars þar sem þar voru flugvélar fullar af farþegum, margt fólk í flugstöðinni og eldfimt eldsneyti sem gæti skapað hættu ef brak félli úr lofti. Fylgst var með umferð drónanna, sem sáust reglulega á sveimi og stundum kom frá þeim ljós sem lýsti niður á jörðina, þar til um klukkan hálf eitt í nótt að staðartíma þegar drónarnir hurfu. Auk lögreglunnar í Kaupmannahöfn og flugmálayfirvöldum tók sérsveit dönsku leynilögreglunnar PET þátt í aðgerðum með vöktun úr þyrlu auk þess sem herinn hafði aðkomu. Þá átti lögreglan í samstarfi við útlönd, en í Noregi var einnig lokað fyrir flugumferð í Osló vegna óþekktrar drónaumferðar. Ekki liggur fyrir staðfest hvort atburðirnir í Kaupmannahöfn og Osló tengjast. Volódimír Selenskí forseti Úkraínu er staddur í New York þar sem hann sækir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna líkt og aðrir þjóðarleiðtogar í þessari viku. Í færslu á samfélagsmiðlinum X skrifar Selenskí meðal annars að hann hafi átt fund með forseta Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í New York þar sem möguleikinn á að nýta frysta fjármuni Rússa í þágu Úkraínu var meðal annars til umræðu. Sérstaklega hafi þau rætt ógnina sem stafi af Rússum sem hafi í nokkur skipti á stuttum tíma vanvirt lofthelgi bandalagsríkja NATO, þar á meðal í Kaupmannahöfn 22. september. Fleiri orð hafði forsetinn ekki um það í færslunni. Danska lögreglan var spurð um orð Selenskís en kvaðst ekki geta sagt nokkuð um fullyrðinguna, þar sem hún hafi ekki vitneskju um það hvort Rússar beri ábyrgð. Rússar hafa hafnað ábyrgð, en forsætisráðherra Danmerkur segist ekkert geta útilokað í þeim efnum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira