Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. september 2025 18:22 Fangamyndir af Tyler Robinson sem birtar hafa verið í Bandaríkjunum. Ríkissaksóknari í Utah hefur farið fram á dauðarefsingu yfir hinum 22 ára Tyler Robinson sem grunaður er um að hafa banað Charlie Kirk í síðustu viku. Hann hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Jeff Gray ríkissaksóknari í Utah greindi frá ákærunni á blaðamannafundi í dag þar sem hann sagði morðið á Kirk bandarískan harmleik. Dauðarefsing í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins Fyrsti liður ákærunnar er fyrir morð af ásettu ráði, fyrir að hafa viljandi banað Charlie Kirk. Liður tvö er fyrir að hafa hleypt af skotvopni með ólöglegum hætti. Saksóknari segir líklegt að pólitískar skoðanir Kirks hafi verið ástæða morðsins. Robinson er einnig ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð herbergisfélaga síns, með því að hafa beðið hann um að segja ekkert við lögregluna og eyða skilaboðum sem hann hafði sent sér. Einn ákæruliðurinn er fyrir að hafa framið gróft ofbeldisbrot í návist barna. Saksóknari sagði að í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins færi hann fram á dauðarefsingu yfir hinum ákærða, og reifaði svo í kjölfarið helstu atriði málsins. „Það var of mikil illska í honum“ „Það var of mikil illska í þessum gaur. Hann dreifir of miklu hatri,“ segir saksóknari að Robinson hafi sagt við foreldra sína eftir morðið. Robinson hafi svo rætt við fjölskylduvin, fyrrverandi lögreglustjóra á eftirlaunum, sem hafi sannfært Robinson um að gefa sig fram. Hann hafi játað morðið í sms-skilaboðum við trans-kærustu sína og herbergisfélaga, og einnig skilið eftir skilaboð undir lyklaborði í íbúð þeirra þar sem stóð, „Ég hef tækifæri til þess að taka út Charlie Kirk, og ég ætla að gera það.“ Robinson hafi orðið pólitískari og vinstri sinnaðri síðustu ár Herbergisfélaginn segir að hann hafi rætt við Robinson eftir morðið sem hafði þá eftirfarandi að segja: „Ég var búinn að fá nóg af hatrinu hans [Kirk]. Sumt hatur er ekki hægt að semja við.“ Saksóknari segir að móðir Robinson hafi sagt að hann hefði orðið vinstri sinnaðri á undanförnum árum, og hefði fengið mikinn áhuga á málefnum samkynhneigðra og trans fólks. Móðir hans segir að hann hafi byrjað í sambandi með herbergisfélaga sínum, sem er trans kona. Fréttin hefur verið uppfærð Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Tengdar fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. 15. september 2025 23:48 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Jeff Gray ríkissaksóknari í Utah greindi frá ákærunni á blaðamannafundi í dag þar sem hann sagði morðið á Kirk bandarískan harmleik. Dauðarefsing í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins Fyrsti liður ákærunnar er fyrir morð af ásettu ráði, fyrir að hafa viljandi banað Charlie Kirk. Liður tvö er fyrir að hafa hleypt af skotvopni með ólöglegum hætti. Saksóknari segir líklegt að pólitískar skoðanir Kirks hafi verið ástæða morðsins. Robinson er einnig ákærður fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á vitnisburð herbergisfélaga síns, með því að hafa beðið hann um að segja ekkert við lögregluna og eyða skilaboðum sem hann hafði sent sér. Einn ákæruliðurinn er fyrir að hafa framið gróft ofbeldisbrot í návist barna. Saksóknari sagði að í ljósi aðstæðna og eðli glæpsins færi hann fram á dauðarefsingu yfir hinum ákærða, og reifaði svo í kjölfarið helstu atriði málsins. „Það var of mikil illska í honum“ „Það var of mikil illska í þessum gaur. Hann dreifir of miklu hatri,“ segir saksóknari að Robinson hafi sagt við foreldra sína eftir morðið. Robinson hafi svo rætt við fjölskylduvin, fyrrverandi lögreglustjóra á eftirlaunum, sem hafi sannfært Robinson um að gefa sig fram. Hann hafi játað morðið í sms-skilaboðum við trans-kærustu sína og herbergisfélaga, og einnig skilið eftir skilaboð undir lyklaborði í íbúð þeirra þar sem stóð, „Ég hef tækifæri til þess að taka út Charlie Kirk, og ég ætla að gera það.“ Robinson hafi orðið pólitískari og vinstri sinnaðri síðustu ár Herbergisfélaginn segir að hann hafi rætt við Robinson eftir morðið sem hafði þá eftirfarandi að segja: „Ég var búinn að fá nóg af hatrinu hans [Kirk]. Sumt hatur er ekki hægt að semja við.“ Saksóknari segir að móðir Robinson hafi sagt að hann hefði orðið vinstri sinnaðri á undanförnum árum, og hefði fengið mikinn áhuga á málefnum samkynhneigðra og trans fólks. Móðir hans segir að hann hafi byrjað í sambandi með herbergisfélaga sínum, sem er trans kona. Fréttin hefur verið uppfærð
Morðið á Charlie Kirk Bandaríkin Erlend sakamál Skotvopn Tengdar fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. 15. september 2025 23:48 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Hinn 22 ára gamli Tyler Robinson, sem grunaður er um að hafa skotið fjarhægrimanninn Charlie Kirk til bana á háskólasamkomu í Utah í síðustu viku, sendi smáskilaboð í aðdraganda morðsins þar sem hann sagðist ætla að drepa Kirk. 15. september 2025 23:48